Hver tekur við Liverpool af Klopp? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2024 11:44 Hver er líklegastur? Hér eru fimm sem koma kannski til greina. Julian Nagelsmann, Roberto De Zerbi, Xabi Alonso, Steven Gerrard og Jose Mourinho. Samsett/Getty Þau stórtíðindi bárust í dag að Jürgen Klopp hefði ákveðið að hætta með Liverpool eftir tímabilið. En hver tekur við Rauða hernum af þeim þýska? Vísir fer yfir nokkra kosti í stöðunni. Xabi Alonso Langlíklegastur samkvæmt veðbönkum. Alonso er auðvitað fyrrverandi leikmaður Liverpool og vann Meistaradeild Evrópu með liðinu 2005. Hann tók við Bayer Leverkusen í október 2022 og hefur náð frábærum árangri með liðið. Leverkusen er ósigrað á tímabilinu og með fjögurra stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Alonso hefur einnig verið orðaður við Real Madrid en líkurnar á að hann taki við liðinu fóru minnkandi eftir að Carlo Ancelotti gerði nýjan samning við það. Pep Lijnders Hollendingurinn er aðstoðarmaður Klopps. Þjálfaði fyrst hjá Liverpool á árunum 2014-17 og kom svo aftur 2018 eftir stutt stopp hjá NEC Nijmegen í Hollandi. Þykir eiga stóran þátt í góðu gengi Liverpool undanfarin ár. Steven Gerrard Ein mesta goðsögn í sögu Liverpool. Stjóraferilinn byrjaði svo vel hjá Gerrard sem gerði Rangers að skoskum meisturum 2021. Tók svo við Aston Villa en þar gengu hlutirnir ekki nógu vel og hann var látinn fara þaðan eftir tæpt ár í starfi. Þjálfar í dag Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu og er nýbúinn að endurnýja samning sinn við liðið þrátt fyrir að lítið gangi hjá því inni á vellinum. Julian Nagelsmann Skipta Liverpool og þýska knattspyrnusambandið ekki bara á stjórum? Nagelsmann tók við þýska landsliðinu í september á síðasta ári. Byrjaði ungur að þjálfa og var aðeins 28 ára þegar hann tók við Hoffenheim 2015. Stýrði liðinu til 2019 þegar hann tók við RB Leipzig. Kom liðinu í undanúrslit Meistaradeildarinnar 2020 og var svo ráðinn stjóri Bayern München 2021. Gerði Bæjara að þýskum meisturum 2022 en var rekinn í mars á síðasta ári. Roberto De Zerbi Ítalinn hefur náð eftirtektarverðum árangri með Brighton. Gerði þar áður góða hluti með Sassuolo í heimalandinu og Shakhtar Donetsk í Úkraínu. Lið hans spila skemmtilegan fótbolta sem gæti höfðað til forráða- og stuðningsmanna Liverpool. José Mourinho Nei, er það? Líklega ekki. En Mourinho er á lausu eftir að hann var rekinn frá Roma fyrr í þessum mánuði. Ekki sá vinsælasti í Liverpool en hefur náð stórkostlegum árangri á stjóraferlinum þótt hann hafi verið á niðurleið undanfarin ár. Antonio Conte Annar frekar varnarsinnaður stjóri sem er á lausu. Ekki kannski líklegasti kosturinn í stöðunni en hefur náð árangri alls staðar þar sem hann hefur þjálfað. Graham Potter Enn annar stjóri sem er á lausu. Var rekinn frá Chelsea í byrjun apríl í fyrra eftir aðeins nokkra mánuði í starfi. Náði mjög góðum árangri með Östersund, Swansea City og Brighton en Chelsea-starfið virtist honum ofviða. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp hættir með Liverpool í vor Jürgen Klopp hættir sem knattspyrnustjóri Liverpool en félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag. 26. janúar 2024 10:41 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Fleiri fréttir „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Sjá meira
Xabi Alonso Langlíklegastur samkvæmt veðbönkum. Alonso er auðvitað fyrrverandi leikmaður Liverpool og vann Meistaradeild Evrópu með liðinu 2005. Hann tók við Bayer Leverkusen í október 2022 og hefur náð frábærum árangri með liðið. Leverkusen er ósigrað á tímabilinu og með fjögurra stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Alonso hefur einnig verið orðaður við Real Madrid en líkurnar á að hann taki við liðinu fóru minnkandi eftir að Carlo Ancelotti gerði nýjan samning við það. Pep Lijnders Hollendingurinn er aðstoðarmaður Klopps. Þjálfaði fyrst hjá Liverpool á árunum 2014-17 og kom svo aftur 2018 eftir stutt stopp hjá NEC Nijmegen í Hollandi. Þykir eiga stóran þátt í góðu gengi Liverpool undanfarin ár. Steven Gerrard Ein mesta goðsögn í sögu Liverpool. Stjóraferilinn byrjaði svo vel hjá Gerrard sem gerði Rangers að skoskum meisturum 2021. Tók svo við Aston Villa en þar gengu hlutirnir ekki nógu vel og hann var látinn fara þaðan eftir tæpt ár í starfi. Þjálfar í dag Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu og er nýbúinn að endurnýja samning sinn við liðið þrátt fyrir að lítið gangi hjá því inni á vellinum. Julian Nagelsmann Skipta Liverpool og þýska knattspyrnusambandið ekki bara á stjórum? Nagelsmann tók við þýska landsliðinu í september á síðasta ári. Byrjaði ungur að þjálfa og var aðeins 28 ára þegar hann tók við Hoffenheim 2015. Stýrði liðinu til 2019 þegar hann tók við RB Leipzig. Kom liðinu í undanúrslit Meistaradeildarinnar 2020 og var svo ráðinn stjóri Bayern München 2021. Gerði Bæjara að þýskum meisturum 2022 en var rekinn í mars á síðasta ári. Roberto De Zerbi Ítalinn hefur náð eftirtektarverðum árangri með Brighton. Gerði þar áður góða hluti með Sassuolo í heimalandinu og Shakhtar Donetsk í Úkraínu. Lið hans spila skemmtilegan fótbolta sem gæti höfðað til forráða- og stuðningsmanna Liverpool. José Mourinho Nei, er það? Líklega ekki. En Mourinho er á lausu eftir að hann var rekinn frá Roma fyrr í þessum mánuði. Ekki sá vinsælasti í Liverpool en hefur náð stórkostlegum árangri á stjóraferlinum þótt hann hafi verið á niðurleið undanfarin ár. Antonio Conte Annar frekar varnarsinnaður stjóri sem er á lausu. Ekki kannski líklegasti kosturinn í stöðunni en hefur náð árangri alls staðar þar sem hann hefur þjálfað. Graham Potter Enn annar stjóri sem er á lausu. Var rekinn frá Chelsea í byrjun apríl í fyrra eftir aðeins nokkra mánuði í starfi. Náði mjög góðum árangri með Östersund, Swansea City og Brighton en Chelsea-starfið virtist honum ofviða.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp hættir með Liverpool í vor Jürgen Klopp hættir sem knattspyrnustjóri Liverpool en félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag. 26. janúar 2024 10:41 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Fleiri fréttir „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Sjá meira
Klopp hættir með Liverpool í vor Jürgen Klopp hættir sem knattspyrnustjóri Liverpool en félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag. 26. janúar 2024 10:41