Íris Dögg úr Laugardalnum yfir á Hlíðarenda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. janúar 2024 23:01 Íris Dögg er gengin til liðs við Val. Vísir/Hulda Margrét Markvörðurinn Íris Dögg Gunnarsdóttir hefur samið við Íslandsmeistara Vals út komandi leiktíð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Hún kemur frá Þrótti Reykjavík þar sem hún hefur leikið frá 2021. Frá þessu greindu Íslandsmeistarar Vals fyrr í dag, fimmtudag. Þar ríkir mikil gleði með að Íris Dögg sé gengin í raðir félagsins. Er Íris Dögg hugsuð sem varaskeifa fyrir hina ungu Fanneyju Ingu Birkisdóttur. Smá munur er á reynslu en Íris Dögg á að baki 280 leiki í meistaraflokki á meðan Fanney Inga hefur spilað 47. Af hverju er Íris Dögg komin í Val? „Þð má segja að ég hef verið alveg ófeimin við að sækja mér þá reynslu sem ég þarf til að verða betri markmaður. Valur er félag með ótrúlega sögu í kvennaboltanum og ég skal alveg viðurkenna að ég sá mig aldrei þar en allt gerist að ástæðu og ég á mjög erfitt með að neita krefjandi áskorunum,“ sagði Íris Dögg í tilkynningu Vals. Þá á hún enn eftir að ná einu markmiði á ferli sínum: „Auðvitað hefur maður alltaf einhver markmið og það er eitt stórt sem ég á eftir. Það er Evrópuleikur. Að fá það tækifæri að geta spilað svoleiðis leiki yrði draumur.“ View this post on Instagram A post shared by Svipmyndir úr Valsfótboltanum (@valurfotbolti) Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, er afar ánægður með viðbótina við leikmannahóp sinn. „Íris hefur fyrir löngu sýnt það að hún er frábær markvörður og hefur gríðarlega reynslu með hátt í 300 leiki í meistaraflokki. Við erum afar ánægð með að fá hana til okkar út þetta tímabil og erum þess fullviss að hún geti miðlað sinni reynslu inn í hópinn til yngri leikmanna,“ sagði Pétur eftir að Íris Dögg var kynnt sem leikmaður Vals. Valur hefur leik í Bestu deild kvenna þann 21. apríl þegar liðið fær Þór/KA í heimsókn. Íslenski boltinn Valur Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Frá þessu greindu Íslandsmeistarar Vals fyrr í dag, fimmtudag. Þar ríkir mikil gleði með að Íris Dögg sé gengin í raðir félagsins. Er Íris Dögg hugsuð sem varaskeifa fyrir hina ungu Fanneyju Ingu Birkisdóttur. Smá munur er á reynslu en Íris Dögg á að baki 280 leiki í meistaraflokki á meðan Fanney Inga hefur spilað 47. Af hverju er Íris Dögg komin í Val? „Þð má segja að ég hef verið alveg ófeimin við að sækja mér þá reynslu sem ég þarf til að verða betri markmaður. Valur er félag með ótrúlega sögu í kvennaboltanum og ég skal alveg viðurkenna að ég sá mig aldrei þar en allt gerist að ástæðu og ég á mjög erfitt með að neita krefjandi áskorunum,“ sagði Íris Dögg í tilkynningu Vals. Þá á hún enn eftir að ná einu markmiði á ferli sínum: „Auðvitað hefur maður alltaf einhver markmið og það er eitt stórt sem ég á eftir. Það er Evrópuleikur. Að fá það tækifæri að geta spilað svoleiðis leiki yrði draumur.“ View this post on Instagram A post shared by Svipmyndir úr Valsfótboltanum (@valurfotbolti) Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, er afar ánægður með viðbótina við leikmannahóp sinn. „Íris hefur fyrir löngu sýnt það að hún er frábær markvörður og hefur gríðarlega reynslu með hátt í 300 leiki í meistaraflokki. Við erum afar ánægð með að fá hana til okkar út þetta tímabil og erum þess fullviss að hún geti miðlað sinni reynslu inn í hópinn til yngri leikmanna,“ sagði Pétur eftir að Íris Dögg var kynnt sem leikmaður Vals. Valur hefur leik í Bestu deild kvenna þann 21. apríl þegar liðið fær Þór/KA í heimsókn.
Íslenski boltinn Valur Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira