Ofurlaugardagur í Ljósleiðaradeildinni Snorri Már Vagnsson skrifar 20. janúar 2024 11:00 Ravle og Allee, leikmenn NOCCO Dusty og Þór. Liðin eru í harðri toppbaráttu og þurfa að vera á tánum í dag. Fjórar viðureignir fara fram í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike í dag. Heil umferð fer fram í dag, en fjórir leikir verða spilaðir í stað fimm, þar sem Atlantic hafa verið dæmdir úr leik á tímabilinu. ÍBV áttu leik gegn þeim, en fá dæmdan sjálfkrafa sigur eins og öll önnur lið munu fá gegn Atlantic það sem eftir lifir tíambils. Dagskrá Ofurlaugardagsins, sem hefst kl. 17:00 má sjá hér fyrir neðan. Dagskrá Ofurlaugardagsins. Í fyrsta leik mætast FH og NOCCO Dusty. Dusty eru jafnir Þórsurum á toppi deildarinnar með 22 stig en FH eru í fimmta sæti með fjórtán stig. ÍA og Ármann mætast í öðrum leik dagsins, en Ármann þurfa á sigri að halda til að halda sér í toppbaráttunni. Þeir eru jafnir Sögu í 3-4 sæti með 14 stig. Nýtt lið ÍA er enn að leita að sínum fyrsta sigri, en þeir eru í áttunda sæti með 10 stig. Breiðablik mætir Þór klukkan 19:00, en Blikar eru í hörkubaráttu á miðri töflu. Lokaleikur dagsins hefst kl. 20:00 þegar Saga og Young Prodigies mætast. Saga getur blandað sér í vægast sagt óvænta toppbaráttu, sigri þeir leik sinn. Young Prodigies eru í sjöunda sæti með 14 stig. Leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Esports, sem og í vefspilara á Vísi. Rafíþróttir Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport
Heil umferð fer fram í dag, en fjórir leikir verða spilaðir í stað fimm, þar sem Atlantic hafa verið dæmdir úr leik á tímabilinu. ÍBV áttu leik gegn þeim, en fá dæmdan sjálfkrafa sigur eins og öll önnur lið munu fá gegn Atlantic það sem eftir lifir tíambils. Dagskrá Ofurlaugardagsins, sem hefst kl. 17:00 má sjá hér fyrir neðan. Dagskrá Ofurlaugardagsins. Í fyrsta leik mætast FH og NOCCO Dusty. Dusty eru jafnir Þórsurum á toppi deildarinnar með 22 stig en FH eru í fimmta sæti með fjórtán stig. ÍA og Ármann mætast í öðrum leik dagsins, en Ármann þurfa á sigri að halda til að halda sér í toppbaráttunni. Þeir eru jafnir Sögu í 3-4 sæti með 14 stig. Nýtt lið ÍA er enn að leita að sínum fyrsta sigri, en þeir eru í áttunda sæti með 10 stig. Breiðablik mætir Þór klukkan 19:00, en Blikar eru í hörkubaráttu á miðri töflu. Lokaleikur dagsins hefst kl. 20:00 þegar Saga og Young Prodigies mætast. Saga getur blandað sér í vægast sagt óvænta toppbaráttu, sigri þeir leik sinn. Young Prodigies eru í sjöunda sæti með 14 stig. Leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Esports, sem og í vefspilara á Vísi.
Rafíþróttir Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport