Åge Hareide : Við þurfum að venja okkur á það að vinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2024 07:20 Åge Hareide var sáttur með leikina í þessari ferð en næst á dagskrá er umspil um sæti á EM í mars. Vísir/Hulda Margrét Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide var sáttur eftir velheppnaða æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem íslenska liðið vann báða leiki sína á móti Gvatemala og Hondúras og fékk ekki á sig mark. „Ég er mjög ánægður með hugarfar leikmanna því þeir vildu spila þótt þeir væru ekki í sinu besta formi á þessum árstíma. Þeir gerðu það besta sem þeir gátu, fylgdu fyrirmælum og fóru eftir leikplaninu. Það skiptir öllu máli og ekki síst á móti liðum eins og þessu,“ sagði Åge Hareide við KSÍ TV eftir leikinn. „Strákarnir gerðu vel, lögðu mikið á sig í báðum leikjunum. Við þurfum að venja okkur á það að vinna leikina okkar. Við þurfum líka að hætta að fá á okkur mörk sem er eitthvað sem Íslendingar hafa náð áður. Við þurfum líka að nýta færin okkar þegar við fáum þau. Að ná sigri í þessum tveimur leikjum gefur öllum sjálfstraust og við þurfum það þegar við förum í marsleikina,“ sagði Åge. „Það var líka mikilvægt að fá tækifæri til að skoða fleiri leikmenn sem geta spilað fyrir okkur. Við getum lent í meiðslum og ég hef áhyggjur af slíku því breiddin okkar er ekki það mikil. Í dag voru margir ungir leikmenn inn á vellinum, leikmenn sem hafa staðið sig vel með 21 árs landsliðinu. Þessir strákar hafa farið í gegnum góðan skóla hjá þjálfurunum á Íslandi og hjá Davíð (Snorra Jónassyni) í 21 árs landsliðinu,“ sagði Åge. „Við bjóðum þessa ungu stráka velkomna í landsliðið og fögnum því að þeir hafi fengið tækifæri til að spila. Sumir af þessum strákum munu koma til greina í mars en það er líka mikilvægt að átta sig á því að það er mikill munur á leikjum með 21 árs landsliðinu og alvöru landsleikjum með A-liðinu,“ sagði Åge. „Í þeim leikjum þarftu á reynslu að halda. Þessir leikir gáfu þessum strákum alþjóðlega reynslu og hæfileikarnir eru þarna. Þeir eiga bjarta framtíð,“ sagði Åge. Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með hugarfar leikmanna því þeir vildu spila þótt þeir væru ekki í sinu besta formi á þessum árstíma. Þeir gerðu það besta sem þeir gátu, fylgdu fyrirmælum og fóru eftir leikplaninu. Það skiptir öllu máli og ekki síst á móti liðum eins og þessu,“ sagði Åge Hareide við KSÍ TV eftir leikinn. „Strákarnir gerðu vel, lögðu mikið á sig í báðum leikjunum. Við þurfum að venja okkur á það að vinna leikina okkar. Við þurfum líka að hætta að fá á okkur mörk sem er eitthvað sem Íslendingar hafa náð áður. Við þurfum líka að nýta færin okkar þegar við fáum þau. Að ná sigri í þessum tveimur leikjum gefur öllum sjálfstraust og við þurfum það þegar við förum í marsleikina,“ sagði Åge. „Það var líka mikilvægt að fá tækifæri til að skoða fleiri leikmenn sem geta spilað fyrir okkur. Við getum lent í meiðslum og ég hef áhyggjur af slíku því breiddin okkar er ekki það mikil. Í dag voru margir ungir leikmenn inn á vellinum, leikmenn sem hafa staðið sig vel með 21 árs landsliðinu. Þessir strákar hafa farið í gegnum góðan skóla hjá þjálfurunum á Íslandi og hjá Davíð (Snorra Jónassyni) í 21 árs landsliðinu,“ sagði Åge. „Við bjóðum þessa ungu stráka velkomna í landsliðið og fögnum því að þeir hafi fengið tækifæri til að spila. Sumir af þessum strákum munu koma til greina í mars en það er líka mikilvægt að átta sig á því að það er mikill munur á leikjum með 21 árs landsliðinu og alvöru landsleikjum með A-liðinu,“ sagði Åge. „Í þeim leikjum þarftu á reynslu að halda. Þessir leikir gáfu þessum strákum alþjóðlega reynslu og hæfileikarnir eru þarna. Þeir eiga bjarta framtíð,“ sagði Åge.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira