Diouf reyndi að róa brjálaðan Onana niður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. janúar 2024 16:00 El-Hadji Diouf reynir að róa André Onana niður. André Onana, markvörður Manchester United, var afar ósáttur að vera utan hóps þegar Kamerún mætti Gíneu á Afríkumótinu í gær. Onana spilaði með United í 2-2 jafnteflinu gegn Tottenham á sunnudaginn og flaug síðan til Fílabeinsstrandarinnar þar sem Afríkumótið fer fram. Flestir bjuggust við því að Onana myndi spila leikinn gegn Gíneu í gær en hann var utan hóps þrátt fyrir að vera kominn þremur klukkutímum áður en flautað var til leiks. Og markvörðurinn var vægast sagt ósáttur. „Ef ég var ekki að fara að spila eða vera í hóp af hverju kom ég hérna í einkaflugvél?“ öskraði Onana ítrekað. Á myndbandi sem náðist af Onana fyrir leikinn gegn Gíneu sást El-Hadji Diouf, fyrrverandi landsliðsmaður Senegals og leikmaður Liverpool, reyna að róa markvörðinn niður. Diouf er ekki beint þekktur rólyndismaður svo óvíst er hversu vel honum gekk að tala Onana til. André Onana est bien là. Restez bien sûr @cplussportafr, il se pourrait qu il vienne nous dire un mot. #AFCON2023 #GUICAM pic.twitter.com/8tsT5ma6rw— Lee-Roy Kabeya (@LRKabeya) January 15, 2024 Fabrice Ondoa, markvörður Nimes í Frakklandi, stóð í marki Kamerúns í leiknum gegn Gíneu í gær. Hann kom engum vörnum við þegar Mohamed Bayo kom Gíneu yfir á 10. mínútu. Franck Magri jafnaði fyrir Kamerún í upphafi seinni hálfleiks og þar við sat. Lokatölur 1-1. Onana hefur ekki spilað með kamerúnska landsliðinu síðan á HM 2022. Þar var hann sendur heim eftir deilur við landsliðsþjálfarann Rigobert Song og hætti í kjölfarið í landsliðinu. Hann hætti hins vegar við að hætta fyrir Afríkumótið en óvíst er hvaða áhrif nýjustu vendingar hafa á stöðu hans í landsliðinu. Næsti leikur Kamerúns á mótinu er gegn Afríkumeisturum Senegals á föstudaginn. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Sjá meira
Onana spilaði með United í 2-2 jafnteflinu gegn Tottenham á sunnudaginn og flaug síðan til Fílabeinsstrandarinnar þar sem Afríkumótið fer fram. Flestir bjuggust við því að Onana myndi spila leikinn gegn Gíneu í gær en hann var utan hóps þrátt fyrir að vera kominn þremur klukkutímum áður en flautað var til leiks. Og markvörðurinn var vægast sagt ósáttur. „Ef ég var ekki að fara að spila eða vera í hóp af hverju kom ég hérna í einkaflugvél?“ öskraði Onana ítrekað. Á myndbandi sem náðist af Onana fyrir leikinn gegn Gíneu sást El-Hadji Diouf, fyrrverandi landsliðsmaður Senegals og leikmaður Liverpool, reyna að róa markvörðinn niður. Diouf er ekki beint þekktur rólyndismaður svo óvíst er hversu vel honum gekk að tala Onana til. André Onana est bien là. Restez bien sûr @cplussportafr, il se pourrait qu il vienne nous dire un mot. #AFCON2023 #GUICAM pic.twitter.com/8tsT5ma6rw— Lee-Roy Kabeya (@LRKabeya) January 15, 2024 Fabrice Ondoa, markvörður Nimes í Frakklandi, stóð í marki Kamerúns í leiknum gegn Gíneu í gær. Hann kom engum vörnum við þegar Mohamed Bayo kom Gíneu yfir á 10. mínútu. Franck Magri jafnaði fyrir Kamerún í upphafi seinni hálfleiks og þar við sat. Lokatölur 1-1. Onana hefur ekki spilað með kamerúnska landsliðinu síðan á HM 2022. Þar var hann sendur heim eftir deilur við landsliðsþjálfarann Rigobert Song og hætti í kjölfarið í landsliðinu. Hann hætti hins vegar við að hætta fyrir Afríkumótið en óvíst er hvaða áhrif nýjustu vendingar hafa á stöðu hans í landsliðinu. Næsti leikur Kamerúns á mótinu er gegn Afríkumeisturum Senegals á föstudaginn.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Sjá meira