Sara eyðir klukkutíma á dag í súrefnisklefa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2024 09:01 Sara Sigmundsdóttir leitar allra ráða til að ná sér af meiðslunum. Skjámynd/Youtube/3407 Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir leitar þessa dagana allra ráða og allra leiða til að ná sér góðri af meiðslum sínum áður en nýtt tímabil hefst með CrossFit Open í næsta mánuði. Sara opinberaði það í gær hvað hún gerir núna fimm sinnum í viku til viðbótar því að mæta á venjulega æfingar. Hún meiddist í undirbúningi sínum fyrir Down Under Championship í lok síðasta árs og gat ekki keppt í Ástralíu. Nú er hún komin aftur heim til Íslands. Sara ákvað að leita sér frekar aðstoðar til að ná sér góðri af meiðslunum fyrir tímabilið. Það kom Söru á óvart að geta fundið meðferðastöð á Íslandi til að hjálpa sér en hún fann slíka stöð hjá Greenfit á Dalvegi í Kópavogi. Háð niðurstöðunum „Þú þarf ekki að elska vinnuna en þú gerir þetta samt sem áður af því að þú ert háð niðurstöðunum,“ skrifar Sara í færslu á samfélagsmiðlum. Hún segir þar frá þremur meðferðum sem hafa verið í forgangi hjá henni síðan hún kom til Íslands. „Ég er að vinna að því að ná mér góðri svo ég get farið að æfa af fullum krafti á nýjan leik. Það styttist í nýtt tímabil og ég geri allt sem ég get til að sjá til þess að ég verði klár í slaginn,“ skrifar Sara. Fimm sinnum í viku Hún segir frá því að fimm sinnum í viku fer hún í tuttugu mínútna rauðljósameðferð, eyðir klukkutíma í súrefnisklefa og er að lokum í þrjár til fjórar mínútur í kuldameðferð á fullum styrk. „Ég vissi ekki að það væri svona meðferðastöð á Íslandi en ég get þakkað henni Eik Gylfadóttur minni fyrir að kynna mig fyrir Greenfit. Þau tóku vel á móti mér með opnum örmum og eru að hjálpa mér í endurhæfingunni. Ég verð þeim ávallt þakklát og þau losna kannski aldrei við mig,“ skrifar Sara. Sara sýndi líka myndband af sér fara í þessar meðferðir og þar má sjá hana vinna í tölvunni sinni á meðan hún eyðir klukkutíma í súrefnisklefanum. Meðferðirnar þrjár Fyrirtækið kynnir meðferðir sínar á heimasíðu sinni. Þar kemur fram að meðferð í rauðum ljósum getur flýtt fyrir gróanda í vefjum líkamans ásamt því að geta dregið úr hrukkumyndun og öldrun húðarinnar. Sýnt hefur verið fram á ýmis önnur jákvæð áhrif rauðljósameðferðar svo sem aukið blóðflæði í vefjum. Súrefnismeðferð í súrefnisklefa er þar sögð verða heildræn meðferð sem bætir súrefnisflutning til frumna og þar með forsendur til heilbrigðra efnaskipta og heilsu. Meðferðin getur bætt getu frumanna til að hreinsa og endurnýja sig. Markmiðið er að auka súrefnisinnihald í blóði til að gera við vefi og endurheimta eðlilega starfsemi líkamans. Súrefnismeðferð er notuð til að auka súrefnismettun, efla blóðrás, draga úr öldrun og auka heilbrigði fruma. Kuldameðferð (cryotherapy á ensku) getur haft margvísleg góð áhrif á heilsu og líðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira
Sara opinberaði það í gær hvað hún gerir núna fimm sinnum í viku til viðbótar því að mæta á venjulega æfingar. Hún meiddist í undirbúningi sínum fyrir Down Under Championship í lok síðasta árs og gat ekki keppt í Ástralíu. Nú er hún komin aftur heim til Íslands. Sara ákvað að leita sér frekar aðstoðar til að ná sér góðri af meiðslunum fyrir tímabilið. Það kom Söru á óvart að geta fundið meðferðastöð á Íslandi til að hjálpa sér en hún fann slíka stöð hjá Greenfit á Dalvegi í Kópavogi. Háð niðurstöðunum „Þú þarf ekki að elska vinnuna en þú gerir þetta samt sem áður af því að þú ert háð niðurstöðunum,“ skrifar Sara í færslu á samfélagsmiðlum. Hún segir þar frá þremur meðferðum sem hafa verið í forgangi hjá henni síðan hún kom til Íslands. „Ég er að vinna að því að ná mér góðri svo ég get farið að æfa af fullum krafti á nýjan leik. Það styttist í nýtt tímabil og ég geri allt sem ég get til að sjá til þess að ég verði klár í slaginn,“ skrifar Sara. Fimm sinnum í viku Hún segir frá því að fimm sinnum í viku fer hún í tuttugu mínútna rauðljósameðferð, eyðir klukkutíma í súrefnisklefa og er að lokum í þrjár til fjórar mínútur í kuldameðferð á fullum styrk. „Ég vissi ekki að það væri svona meðferðastöð á Íslandi en ég get þakkað henni Eik Gylfadóttur minni fyrir að kynna mig fyrir Greenfit. Þau tóku vel á móti mér með opnum örmum og eru að hjálpa mér í endurhæfingunni. Ég verð þeim ávallt þakklát og þau losna kannski aldrei við mig,“ skrifar Sara. Sara sýndi líka myndband af sér fara í þessar meðferðir og þar má sjá hana vinna í tölvunni sinni á meðan hún eyðir klukkutíma í súrefnisklefanum. Meðferðirnar þrjár Fyrirtækið kynnir meðferðir sínar á heimasíðu sinni. Þar kemur fram að meðferð í rauðum ljósum getur flýtt fyrir gróanda í vefjum líkamans ásamt því að geta dregið úr hrukkumyndun og öldrun húðarinnar. Sýnt hefur verið fram á ýmis önnur jákvæð áhrif rauðljósameðferðar svo sem aukið blóðflæði í vefjum. Súrefnismeðferð í súrefnisklefa er þar sögð verða heildræn meðferð sem bætir súrefnisflutning til frumna og þar með forsendur til heilbrigðra efnaskipta og heilsu. Meðferðin getur bætt getu frumanna til að hreinsa og endurnýja sig. Markmiðið er að auka súrefnisinnihald í blóði til að gera við vefi og endurheimta eðlilega starfsemi líkamans. Súrefnismeðferð er notuð til að auka súrefnismettun, efla blóðrás, draga úr öldrun og auka heilbrigði fruma. Kuldameðferð (cryotherapy á ensku) getur haft margvísleg góð áhrif á heilsu og líðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira