Ancelotti hæstánægður með frumraun Arda Güler Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. janúar 2024 12:31 Ancelotti brosti breitt þegar talið barst að Arda Guler, 18 ára gömlum leikmanni Real Madrid sem þreytti frumraun sína fyrir liðið í gærkvöldi. Charlotte Wilson/Offside/Offside via Getty Images Carlo Ancelotti hrósaði hinum 18 ára gamla Arda Güler í hástert eftir að sá síðarnefndi þreytti frumraun sína fyrir Real Madrid í 3-1 bikarsigri gegn Arandina. Güler gekk til liðs við Real Madrid í sumar eftir að hafa vakið athygli með Fenerbahce og verið orðaður við stærstu félög fótboltans. Barcelona virtist líklegasti áfangastaður kappans en á endanum var hann seldur til Real Madrid fyrir um 20 milljónir evra. Dvöl hans hjá félaginu hefur einkennst af hverjum meiðslunum á fætur öðrum. Fyrst fór hnéð og Güler gekkst undir aðgerð, eftir það tognaði hann tvisvar og hefur samtals verið frá keppni í rúmlega hálft ár. Hann var ónotaður varamaður í síðustu þremur leikjum Madrídarliðsins en byrjaði svo sinn fyrsta leik í gær og spilaði 59 mínútur. ⚪️🇹🇷 Ancelotti: "Arda Güler will improve his level little by little but on his debut he has already showed his quality"."The important thing is he's back. Trust me, Arda Güler has a great personality. This is very important at Real Madrid". pic.twitter.com/iHpsuf0kHI— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 7, 2024 Carlo Ancelotti var virkilega ánægður með frumraunina. Hann sagði leikmanninn búa yfir „sterkum karakter. Gæðin leyna sér ekki, en persónuleikinn og viðhorfið er það mikilvægasta til að ná árangri.“ Real Madrid vann leikinn eins og áður segir og er því komið áfram í 16-liða úrslit Copa del Rey. Þeir fljúga nú næst til Sádí-Arabíu og mæta nágrönnum sínum Atletico Madrid í undanúrslitum spænska ofurbikarsins. Spænski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira
Güler gekk til liðs við Real Madrid í sumar eftir að hafa vakið athygli með Fenerbahce og verið orðaður við stærstu félög fótboltans. Barcelona virtist líklegasti áfangastaður kappans en á endanum var hann seldur til Real Madrid fyrir um 20 milljónir evra. Dvöl hans hjá félaginu hefur einkennst af hverjum meiðslunum á fætur öðrum. Fyrst fór hnéð og Güler gekkst undir aðgerð, eftir það tognaði hann tvisvar og hefur samtals verið frá keppni í rúmlega hálft ár. Hann var ónotaður varamaður í síðustu þremur leikjum Madrídarliðsins en byrjaði svo sinn fyrsta leik í gær og spilaði 59 mínútur. ⚪️🇹🇷 Ancelotti: "Arda Güler will improve his level little by little but on his debut he has already showed his quality"."The important thing is he's back. Trust me, Arda Güler has a great personality. This is very important at Real Madrid". pic.twitter.com/iHpsuf0kHI— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 7, 2024 Carlo Ancelotti var virkilega ánægður með frumraunina. Hann sagði leikmanninn búa yfir „sterkum karakter. Gæðin leyna sér ekki, en persónuleikinn og viðhorfið er það mikilvægasta til að ná árangri.“ Real Madrid vann leikinn eins og áður segir og er því komið áfram í 16-liða úrslit Copa del Rey. Þeir fljúga nú næst til Sádí-Arabíu og mæta nágrönnum sínum Atletico Madrid í undanúrslitum spænska ofurbikarsins.
Spænski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira