Einhver verður Íþróttamaður ársins í fyrsta sinn í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2024 12:46 Ómar Ingi Magnússon hefur verið Íþróttamaður ársins undanfarin tvö ár. MummiLú Íþróttamaður ársins verður krýndur í 68. skiptið í kvöld og það er þegar ljóst að sigurvegari kvöldsins fær þessa stærstu viðurkenningu íslensks íþróttafólks í fyrsta sinn á ferlinum. Enginn af þeim tíu íþróttamönnum sem eru meðal tíu efstu í kjörinu í ár hafa fengið þennan heiður áður. Ómar Ingi Magnússon hefur verið kosinn Íþróttamaður ársins undanfarin tvö ár en hann er ekki tilnefndur í ár. Ekki heldur Sara Björk Gunnarsdóttir og Júlían J.K. Jóhannsson sem unnu titilinn á undan honum. Íþróttamaður ársins var kjörinn í fyrsta sinn árið 1956 og þá vann þrístökkvarinn Vilhjálmur Einarsson. Vilhjálmur vann líka næstu tvö ár á eftir og alls fimm sinnum á fyrstu sex árum kjörsins. Enginn hefur unnið þetta oftar en hann. Síðan Vilhjálmur var kjörinn fyrstur fyrir næstum því sjö áratugum síðan hafa 44 einstaklingar til viðbótar verið kjörnir Íþróttamenn ársins, 38 karlar að Vilhjálmi meðtöldum og sjö konur. Sá 46. bætist því í hópinn í kvöld. Samsett mynd Sex konur og fjórir karlar koma til greina að þessu sinni en aldrei áður hafa verið fleiri konur meðal tíu efstu. Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson og knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir voru bæði meðal þriggja efstu í kjörinu í fyrra og sundmaðurinn Anton Sveinn McKee varð þá í fimmta sæti. Öll gera þau tilkall til þess að vera kosin Íþróttamaður ársins í ár. Það gera líka fleiri. Körfuboltamaðurinn Elvar Már Friðriksson er á topp tíu listanum eins og í fyrra, knattspyrnukonan Sveindís Jane Jónsdóttir er þar eftir eins árs fjarveru og knattspyrnumaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er tilnefndur í fyrsta sinn í fimm ár. Það eru líka fjórar konur á listanum sem eru tilnefndar í fyrsta sinn á ferlinum en það eru frjálsíþróttakonan Andrea Kolbeinsdóttir, sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir, kraftlyftingakonan Sóley Margrét Jónsdóttir og fimleikakonan Thelma Aðalsteinsdóttir. Það verður einnig kosið lið ársins og þjálfari ársins í kvöld. Víkingur á tvö af þremur liðum sem eru tilnefnd sem íþróttalið ársins því bæði karla- og kvennafótboltalið félagsins enduðu meðal þriggja efstu og þriðja liðið sem er tilnefnt er síðan karlalið Tindastóls í körfubolta. Þeir þjálfarar sem eru tilnefndir sem þjálfarar ársins eru Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta, Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta og Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta. Kjöri Íþróttamanns ársins verður lýst á Hilton hóteli í kvöld og verður útsendingin að venju í beinni útsendingu á Ríkissjónvarpinu. Útsendingin hefst klukkan 19.35. Tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2023 í stafrófsröð Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttir Anton Sveinn McKee, sund Elvar Már Friðriksson, körfubolti Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar Þrjú efstu í kjörinu um lið ársins Tindastóll, meistaraflokkur karla í körfubolta Víkingur, meistaraflokkur karla í fótbolta Víkingur, meistaraflokkur kvenna í fótbolta Þrír efstu í kjörinu um þjálfara ársins Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta Íþróttamaður ársins Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Íslenski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Real Oviedo - Barcelona | Vilja ekki missa Real of langt frá sér Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Í beinni: Fram - Haukar | Hörkuleikur á heimavelli meistaranna Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sjá meira
Enginn af þeim tíu íþróttamönnum sem eru meðal tíu efstu í kjörinu í ár hafa fengið þennan heiður áður. Ómar Ingi Magnússon hefur verið kosinn Íþróttamaður ársins undanfarin tvö ár en hann er ekki tilnefndur í ár. Ekki heldur Sara Björk Gunnarsdóttir og Júlían J.K. Jóhannsson sem unnu titilinn á undan honum. Íþróttamaður ársins var kjörinn í fyrsta sinn árið 1956 og þá vann þrístökkvarinn Vilhjálmur Einarsson. Vilhjálmur vann líka næstu tvö ár á eftir og alls fimm sinnum á fyrstu sex árum kjörsins. Enginn hefur unnið þetta oftar en hann. Síðan Vilhjálmur var kjörinn fyrstur fyrir næstum því sjö áratugum síðan hafa 44 einstaklingar til viðbótar verið kjörnir Íþróttamenn ársins, 38 karlar að Vilhjálmi meðtöldum og sjö konur. Sá 46. bætist því í hópinn í kvöld. Samsett mynd Sex konur og fjórir karlar koma til greina að þessu sinni en aldrei áður hafa verið fleiri konur meðal tíu efstu. Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson og knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir voru bæði meðal þriggja efstu í kjörinu í fyrra og sundmaðurinn Anton Sveinn McKee varð þá í fimmta sæti. Öll gera þau tilkall til þess að vera kosin Íþróttamaður ársins í ár. Það gera líka fleiri. Körfuboltamaðurinn Elvar Már Friðriksson er á topp tíu listanum eins og í fyrra, knattspyrnukonan Sveindís Jane Jónsdóttir er þar eftir eins árs fjarveru og knattspyrnumaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er tilnefndur í fyrsta sinn í fimm ár. Það eru líka fjórar konur á listanum sem eru tilnefndar í fyrsta sinn á ferlinum en það eru frjálsíþróttakonan Andrea Kolbeinsdóttir, sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir, kraftlyftingakonan Sóley Margrét Jónsdóttir og fimleikakonan Thelma Aðalsteinsdóttir. Það verður einnig kosið lið ársins og þjálfari ársins í kvöld. Víkingur á tvö af þremur liðum sem eru tilnefnd sem íþróttalið ársins því bæði karla- og kvennafótboltalið félagsins enduðu meðal þriggja efstu og þriðja liðið sem er tilnefnt er síðan karlalið Tindastóls í körfubolta. Þeir þjálfarar sem eru tilnefndir sem þjálfarar ársins eru Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta, Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta og Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta. Kjöri Íþróttamanns ársins verður lýst á Hilton hóteli í kvöld og verður útsendingin að venju í beinni útsendingu á Ríkissjónvarpinu. Útsendingin hefst klukkan 19.35. Tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2023 í stafrófsröð Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttir Anton Sveinn McKee, sund Elvar Már Friðriksson, körfubolti Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar Þrjú efstu í kjörinu um lið ársins Tindastóll, meistaraflokkur karla í körfubolta Víkingur, meistaraflokkur karla í fótbolta Víkingur, meistaraflokkur kvenna í fótbolta Þrír efstu í kjörinu um þjálfara ársins Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta
Tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2023 í stafrófsröð Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttir Anton Sveinn McKee, sund Elvar Már Friðriksson, körfubolti Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar Þrjú efstu í kjörinu um lið ársins Tindastóll, meistaraflokkur karla í körfubolta Víkingur, meistaraflokkur karla í fótbolta Víkingur, meistaraflokkur kvenna í fótbolta Þrír efstu í kjörinu um þjálfara ársins Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta
Íþróttamaður ársins Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Íslenski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Real Oviedo - Barcelona | Vilja ekki missa Real of langt frá sér Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Í beinni: Fram - Haukar | Hörkuleikur á heimavelli meistaranna Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sjá meira