Keypti Porsche handa konu liðsfélaga síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2023 09:30 Ashley Kelly með Joe Kelly og börnunum. Til hliðar er Shohei Ohtani með treyju númer sautján. Samsett/@ashleynicokelly og AP Hann var eftirsóttur og fékk stærsta samning sögunnar. Hann var líka mjög þakklátur einni konu. Shohei Ohtani skrifaði undir tíu ára samning við Los Angeles Dodgers hafnaboltaliðið í byrjun desember og fær hann samtals sjö hundruð milljónir Bandaríkjadala fyrir. Þetta er stærsti samningur sögunnar og þarna er eitt Los Angeles félag, Dodgers, að stela leikmanni frá öðru Los Angeles liði, Angels, þar sem Ohtani hefur spilað fyrstu fimm árin sín í Bandaríkjunum. Shohei Ohtani gifts Porsche to wife of Dodgers teammate Joe Kelly for viral jersey number campaign https://t.co/pLB8EsHDhK pic.twitter.com/FHhH59DCFT— New York Post (@nypost) December 24, 2023 Ohtani er frábær leikmaður. Hann var samningslaus og bandarísku félögin kepptust við að bjóða honum lúxussamninga. Hann valdi að lokum Dodgers liðið enda erfitt að hafna 96 milljörðum króna. Ein af þeim sem barðist hvað mest fyrir því að fá Ohtani til Dodgers var Ashley Kelly. Hún er gift Joe Kelly leikmanni Dodgers liðsins. Ashley kom myllumerkinu #Ohtake17 á flug á samfélagsmiðlum. Hún vildi að Ohtani tæki treyjunúmerið af eiginmanninum sínum. Hún gekk meira að segja svo langt að segja að þau myndi skíra son sinn Kai Shokai ef hann myndi semja við Dodgers. Svo fór á endanum að Ohtani valdi Los Angeles Dodgers fram yfir öll hin áhugasömu liðin og fékk að auki treyju númer sautján frá Kelly sem færði sig yfir í 99 í staðinn. Ohtani var mjög þakklátur fyrir framtak Ashley og ákvað að færa henni gjöf. Það var engin smágjöf. Dodgers sýndi frá því á samfélagsmiðlum sínum þegar Ashley opnar dyrnar og sér nýjan silfraðan Porsche fyrir utan húsið. „Þetta er þinn bíll... kveðja Shohei,“ var skrifað undir. Ohtani keypti því Porsche bíl handa konu liðsfélaga síns. It s yours from Shohei. Shohei gifted Joe Kelly s wife Ashley with a new car for her Ohtake17 campaign. pic.twitter.com/Vsb3PqMthF— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) December 24, 2023 Hafnabolti Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sjá meira
Shohei Ohtani skrifaði undir tíu ára samning við Los Angeles Dodgers hafnaboltaliðið í byrjun desember og fær hann samtals sjö hundruð milljónir Bandaríkjadala fyrir. Þetta er stærsti samningur sögunnar og þarna er eitt Los Angeles félag, Dodgers, að stela leikmanni frá öðru Los Angeles liði, Angels, þar sem Ohtani hefur spilað fyrstu fimm árin sín í Bandaríkjunum. Shohei Ohtani gifts Porsche to wife of Dodgers teammate Joe Kelly for viral jersey number campaign https://t.co/pLB8EsHDhK pic.twitter.com/FHhH59DCFT— New York Post (@nypost) December 24, 2023 Ohtani er frábær leikmaður. Hann var samningslaus og bandarísku félögin kepptust við að bjóða honum lúxussamninga. Hann valdi að lokum Dodgers liðið enda erfitt að hafna 96 milljörðum króna. Ein af þeim sem barðist hvað mest fyrir því að fá Ohtani til Dodgers var Ashley Kelly. Hún er gift Joe Kelly leikmanni Dodgers liðsins. Ashley kom myllumerkinu #Ohtake17 á flug á samfélagsmiðlum. Hún vildi að Ohtani tæki treyjunúmerið af eiginmanninum sínum. Hún gekk meira að segja svo langt að segja að þau myndi skíra son sinn Kai Shokai ef hann myndi semja við Dodgers. Svo fór á endanum að Ohtani valdi Los Angeles Dodgers fram yfir öll hin áhugasömu liðin og fékk að auki treyju númer sautján frá Kelly sem færði sig yfir í 99 í staðinn. Ohtani var mjög þakklátur fyrir framtak Ashley og ákvað að færa henni gjöf. Það var engin smágjöf. Dodgers sýndi frá því á samfélagsmiðlum sínum þegar Ashley opnar dyrnar og sér nýjan silfraðan Porsche fyrir utan húsið. „Þetta er þinn bíll... kveðja Shohei,“ var skrifað undir. Ohtani keypti því Porsche bíl handa konu liðsfélaga síns. It s yours from Shohei. Shohei gifted Joe Kelly s wife Ashley with a new car for her Ohtake17 campaign. pic.twitter.com/Vsb3PqMthF— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) December 24, 2023
Hafnabolti Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn