Annar skandall í Tyrklandi: Forsetinn dró liðið af velli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. desember 2023 07:15 Ecmel Faik Sarialioglu tók leikmenn Istanbulspor af velli í mótmælaskyni í leiknum gegn Trabzonspor í gær. getty/Kadir Kemal Behar Í annað sinn á skömmum tíma fór forseti liðs inn á völlinn í leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. Fyrr í mánuðinum fór forseti Ankaragucu, Faruk Koca, inn á völlinn eftir jafntefli við Caykur Rizespor og kýldi dómarann Halil Umut Meler. Koca var handtekinn og öllum leikjum í tyrknesku úrvalsdeildinni frestað vegna atviksins. Keppni í henni hófst að nýju í gær en annar forseti liðs stal þá fyrirsögnunum. Botnlið Istanbulspor tók á móti Trabzonspor í gær. Gestirnir komust í 1-2 á 68. mínútu þegar Paul Onuachu skoraði. Heimamenn voru afar ósáttir og töldu sig hafa átt að fá vítaspyrnu skömmu áður. Ecmel Faik Sarialioglu, forseti Istanbulspor, gerði sér í kjölfarið ferð niður á völlinn og tók leikmenn liðsins út af í mótmælaskyni. Nokkrir leikmenn Istanbulspor reyndu að telja Sarialioglu hughvarf og Fílbeinsstrendingurinn Simon Deli kraup meira að segja fyrir framan forsetann. Honum var samt ekki haggað og leiknum var hætt. Óvíst er hvað gerist í framhaldinu en Sarialioglu fær væntanlega þunga refsingu. „Þetta er sorgardagur fyrir fótboltann. Við bíðum eftir ákvörðun knattspyrnusambandsins,“ sagði þjálfari Trabzonspor, Abdullah Avci, eftir leikinn. Trabzonspor er í 4. sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar en Istanbulspor á botninum eins og áður sagði. Tyrkneski boltinn Tyrkland Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Sjá meira
Fyrr í mánuðinum fór forseti Ankaragucu, Faruk Koca, inn á völlinn eftir jafntefli við Caykur Rizespor og kýldi dómarann Halil Umut Meler. Koca var handtekinn og öllum leikjum í tyrknesku úrvalsdeildinni frestað vegna atviksins. Keppni í henni hófst að nýju í gær en annar forseti liðs stal þá fyrirsögnunum. Botnlið Istanbulspor tók á móti Trabzonspor í gær. Gestirnir komust í 1-2 á 68. mínútu þegar Paul Onuachu skoraði. Heimamenn voru afar ósáttir og töldu sig hafa átt að fá vítaspyrnu skömmu áður. Ecmel Faik Sarialioglu, forseti Istanbulspor, gerði sér í kjölfarið ferð niður á völlinn og tók leikmenn liðsins út af í mótmælaskyni. Nokkrir leikmenn Istanbulspor reyndu að telja Sarialioglu hughvarf og Fílbeinsstrendingurinn Simon Deli kraup meira að segja fyrir framan forsetann. Honum var samt ekki haggað og leiknum var hætt. Óvíst er hvað gerist í framhaldinu en Sarialioglu fær væntanlega þunga refsingu. „Þetta er sorgardagur fyrir fótboltann. Við bíðum eftir ákvörðun knattspyrnusambandsins,“ sagði þjálfari Trabzonspor, Abdullah Avci, eftir leikinn. Trabzonspor er í 4. sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar en Istanbulspor á botninum eins og áður sagði.
Tyrkneski boltinn Tyrkland Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Sjá meira