Finnur Freyr: Jafnvel þó við værum alveg heilir þá værum við ánægðir Árni Jóhannsson skrifar 14. desember 2023 22:01 Finnur fer yfir málin með sínum mönnum í leikhléi Vísir / Anton Brink Valur náði að enda fyrri hluta Subway deildar karla á besta veg með því að vinna Njarðvíkinga í leik sem varð spennandi í lokin en bæði lið áttu kannski ekki sinn besta dag. Valur gerði nóg og vann 91-87 sigur sem kemur þeim á topp deildarinnar í að minnsta kosti sólarhring. Finnur var sáttur með sigurinn en var sammála blaðamanni að leikurinn bæri þess merki að liðin væru á leið í jólafrí. „Það er ágætis hugsun. Manni finnst þessir leikir sem eru þeir síðustu fyrir jól verða svona. Allir lemstraðir eftir það sem á undan er gengið og langt síðan það var pása. Ég er gríðarlega sáttur með sigurinn. Miðað við hvernig ástandið er þá skiptir hver einasti sigur máli og það skiptir máli að taka inn sigra.“ En miðað við ástandið á liði Vals, sem hefur átt við meiðsli að glíma, þá hlýtur uppskeran að vera góð en Valur hefur unnið átta leiki af 11. „Klárlega. Jafnvel þó við værum alveg heilir þá værum við ánægðir með þessa stöðu. Þessir þrír leikir sem við töpum þá erum við yfir í hálfleik í þeim öllum, fáum á okkur rosalega körfu í Keflavík og eitthvað þannig. Á sama tíma erum við að ná í sigra eftir að hafa snúið leikjum við og deildin hefur verið dálítið skrýtin. Það er búið að vera rosalega mikið af meiðslum og það hefur einnkennt deildina.. Njarðvíkingar missa Mateo, það er mikið búið að ganga á á Króknum.“ „Svo er það náttúrlega ástandið í Grindavík, bæði meiðsli í byrjun og svo áfram. Stjarnan missir menn í byrjun. Þetta er búið að vera óvanalegt og það þarf einhver að finna skýringu á því. Þetta hefur litað deildina svolítið mikið. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig deildin þróast þegar liðin verða fullmönnuð.“ Það kom í ljós í vikunni að Kári Jónsson myndi að öllum líkindum missa af öllu tímabilinu eftir uppskurð sem hann þurfti að gangast undir. Ætla Valsmenn að bregðast við þeirri stöðu á einhvern hátt? „Þetta fór svona á versta veg. Við vorum búnir undir það að vera án hans í einhvern tíma en svo teygðist það alltaf lengra og lengra og svo kom í ljós að hvíldin var ekki nóg og hann þurfti að fara í aðgerð. Ekki nóg með það að hann dettur út þá fer Daði Lár í Haukana, Benóný fær heilahristing og gæti verið út allt tímabilið. Þannig að þetta eru ekki þeir sem spila mestu mínúturnar en gríðarlega mikilvægir þegar það vantar menn. Svo er Benedikt Blöndal á fæðingardeildinni og við söknum hans. En svo ég svari spurningunni þá erum við að skoða okkar mál og sjáum hvað við getum gert og fundið einhvern sem getur hjálpað liðinu.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Njarðvík 91-87 | Valsmenn mörðu sigur á Njarðvíkingum í spennuleik Leikur Vals og Njarðvíkur skiptist á að vera eitthvað fyrir augað og svo ekki. Úr varð spennuleikur en Valsmenn reyndust sterkari á svellinu í lok leiks og náðu í stigin sem í boði eru. Þeir verða því fyrir ofan Njarðvíkinga yfir hátíðirnar. Leikurinn endarði 91-87 14. desember 2023 18:30 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
Finnur var sáttur með sigurinn en var sammála blaðamanni að leikurinn bæri þess merki að liðin væru á leið í jólafrí. „Það er ágætis hugsun. Manni finnst þessir leikir sem eru þeir síðustu fyrir jól verða svona. Allir lemstraðir eftir það sem á undan er gengið og langt síðan það var pása. Ég er gríðarlega sáttur með sigurinn. Miðað við hvernig ástandið er þá skiptir hver einasti sigur máli og það skiptir máli að taka inn sigra.“ En miðað við ástandið á liði Vals, sem hefur átt við meiðsli að glíma, þá hlýtur uppskeran að vera góð en Valur hefur unnið átta leiki af 11. „Klárlega. Jafnvel þó við værum alveg heilir þá værum við ánægðir með þessa stöðu. Þessir þrír leikir sem við töpum þá erum við yfir í hálfleik í þeim öllum, fáum á okkur rosalega körfu í Keflavík og eitthvað þannig. Á sama tíma erum við að ná í sigra eftir að hafa snúið leikjum við og deildin hefur verið dálítið skrýtin. Það er búið að vera rosalega mikið af meiðslum og það hefur einnkennt deildina.. Njarðvíkingar missa Mateo, það er mikið búið að ganga á á Króknum.“ „Svo er það náttúrlega ástandið í Grindavík, bæði meiðsli í byrjun og svo áfram. Stjarnan missir menn í byrjun. Þetta er búið að vera óvanalegt og það þarf einhver að finna skýringu á því. Þetta hefur litað deildina svolítið mikið. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig deildin þróast þegar liðin verða fullmönnuð.“ Það kom í ljós í vikunni að Kári Jónsson myndi að öllum líkindum missa af öllu tímabilinu eftir uppskurð sem hann þurfti að gangast undir. Ætla Valsmenn að bregðast við þeirri stöðu á einhvern hátt? „Þetta fór svona á versta veg. Við vorum búnir undir það að vera án hans í einhvern tíma en svo teygðist það alltaf lengra og lengra og svo kom í ljós að hvíldin var ekki nóg og hann þurfti að fara í aðgerð. Ekki nóg með það að hann dettur út þá fer Daði Lár í Haukana, Benóný fær heilahristing og gæti verið út allt tímabilið. Þannig að þetta eru ekki þeir sem spila mestu mínúturnar en gríðarlega mikilvægir þegar það vantar menn. Svo er Benedikt Blöndal á fæðingardeildinni og við söknum hans. En svo ég svari spurningunni þá erum við að skoða okkar mál og sjáum hvað við getum gert og fundið einhvern sem getur hjálpað liðinu.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Njarðvík 91-87 | Valsmenn mörðu sigur á Njarðvíkingum í spennuleik Leikur Vals og Njarðvíkur skiptist á að vera eitthvað fyrir augað og svo ekki. Úr varð spennuleikur en Valsmenn reyndust sterkari á svellinu í lok leiks og náðu í stigin sem í boði eru. Þeir verða því fyrir ofan Njarðvíkinga yfir hátíðirnar. Leikurinn endarði 91-87 14. desember 2023 18:30 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
Leik lokið: Valur - Njarðvík 91-87 | Valsmenn mörðu sigur á Njarðvíkingum í spennuleik Leikur Vals og Njarðvíkur skiptist á að vera eitthvað fyrir augað og svo ekki. Úr varð spennuleikur en Valsmenn reyndust sterkari á svellinu í lok leiks og náðu í stigin sem í boði eru. Þeir verða því fyrir ofan Njarðvíkinga yfir hátíðirnar. Leikurinn endarði 91-87 14. desember 2023 18:30