Njarðvík búið að ná í Kana: „Hana langar að spila vörn og kann að vinna“ Andri Már Eggertsson skrifar 12. desember 2023 22:52 Rúnar Ingi Erlingsson var ánægður með sigur kvöldsins Vísir/Snædís Bára Njarðvík vann þriggja stiga sigur gegn Grindavík í Smáranum 63-66. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sigurinn og staðfesti að liðið væri búið að klófesta Kana. „Ég ætla ekkert að ljúga að þér. Þetta var geggjuð tilfinning. Þetta eru skrítnari leikir heldur en á móti öðrum liðum. Það er mikil harka í öllu sem smitast í mig á hliðarlínunni og djöfull er ég ánægður með að hafa náð í tvö stig, “ sagði Rúnar Ingi sem var hátt uppi eftir sætan sigur. Njarðvík var sex stigum yfir þegar að mínúta var eftir og allt benti til þess að sigurinn væri í höfn en Grindavík kom til baka og gerði fimm stig á 12 sekúndum. „Það var góður misskilningur þar sem við vorum að kalla kerfi og fórum að of hugsa hlutina. Í svekkelsinu fór einbeitingin í nokkrar sekúndur og við gáfum boltann frá okkur. Við náðum síðan að setja stór tvö stig á töfluna og koma þessu í þriggja stiga leik og ég er rosalega ánægður með það.“ Rúnar talaði um að pásan væri ansi kærkomin fyrir leikmenn sem hafa verið undir miklu álagi. „Þetta var erfitt líkamlega fyrir okkur. Jana Falsdóttir var dauðþreytt frá því í fyrri hálfleik, Emilie Hesseldal á erfitt með að hreyfa sig upp og niður og er hálf meidd. Ég var búinn að lofa henni góðu fríi til Kaupmannahafnar. Stelpurnar gáfu allt í þetta og ég er ekkert smá ánægður með mínar dömur.“ Rúnar Ingi staðfesti að það væri Bandaríkjamaður á leiðinni til Njarðvíkur og myndi skrifa undir á næstu dögum. „Ég ætlaði að vera búinn að þessu fyrir jólafrí. Það er jólafrí í kvöld og ég vona að Bandaríkjamaðurinn skrifi undir á eftir. Ég vona að nýi leikmaðurinn verði kominn milli jóla og nýárs og hefji leik með okkur gegn Þór Akureyri þann 3. janúar á næsta ári. Aðspurður hver væri að fara skrifa undir vildi Rúnar ekki gefa það upp. „Það kemur í ljós. Við erum að sækjast eftir karakter, orku, einhverri sem nennir að spila vörn og langar að vinna,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson og bætti við að þessi leikmaður sem er að fara að skrifa undir kunni að vinna. UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
„Ég ætla ekkert að ljúga að þér. Þetta var geggjuð tilfinning. Þetta eru skrítnari leikir heldur en á móti öðrum liðum. Það er mikil harka í öllu sem smitast í mig á hliðarlínunni og djöfull er ég ánægður með að hafa náð í tvö stig, “ sagði Rúnar Ingi sem var hátt uppi eftir sætan sigur. Njarðvík var sex stigum yfir þegar að mínúta var eftir og allt benti til þess að sigurinn væri í höfn en Grindavík kom til baka og gerði fimm stig á 12 sekúndum. „Það var góður misskilningur þar sem við vorum að kalla kerfi og fórum að of hugsa hlutina. Í svekkelsinu fór einbeitingin í nokkrar sekúndur og við gáfum boltann frá okkur. Við náðum síðan að setja stór tvö stig á töfluna og koma þessu í þriggja stiga leik og ég er rosalega ánægður með það.“ Rúnar talaði um að pásan væri ansi kærkomin fyrir leikmenn sem hafa verið undir miklu álagi. „Þetta var erfitt líkamlega fyrir okkur. Jana Falsdóttir var dauðþreytt frá því í fyrri hálfleik, Emilie Hesseldal á erfitt með að hreyfa sig upp og niður og er hálf meidd. Ég var búinn að lofa henni góðu fríi til Kaupmannahafnar. Stelpurnar gáfu allt í þetta og ég er ekkert smá ánægður með mínar dömur.“ Rúnar Ingi staðfesti að það væri Bandaríkjamaður á leiðinni til Njarðvíkur og myndi skrifa undir á næstu dögum. „Ég ætlaði að vera búinn að þessu fyrir jólafrí. Það er jólafrí í kvöld og ég vona að Bandaríkjamaðurinn skrifi undir á eftir. Ég vona að nýi leikmaðurinn verði kominn milli jóla og nýárs og hefji leik með okkur gegn Þór Akureyri þann 3. janúar á næsta ári. Aðspurður hver væri að fara skrifa undir vildi Rúnar ekki gefa það upp. „Það kemur í ljós. Við erum að sækjast eftir karakter, orku, einhverri sem nennir að spila vörn og langar að vinna,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson og bætti við að þessi leikmaður sem er að fara að skrifa undir kunni að vinna.
UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum