Þrefaldir meistarar klófesta Emilíu sem færist nær bróður sínum Sindri Sverrisson skrifar 12. desember 2023 13:02 Emelía Óskarsdóttir hefur skrifað undir samning við dönsku meistarana í HB Köge. HB Köge Danska knattspyrnufélagið HB Köge, sem orðið hefur meistari þrjú síðustu ár í röð, hefur fengið til sín hina 17 ára gömlu Emelíu Óskarsdóttur. Emelía kemur til Köge frá Kristianstad í Svíþjóð þar sem hún spilaði níu leiki í sænsku úrvalsdeildinni í ár. Fyrri hluta tímabilsins var hún að láni hjá Selfossi og spilaði tíu leiki í Bestu deildinni hér á landi. Emelía er dóttir þjálfarans Óskars Hrafns Þorvaldssonar, sem nú er orðinn þjálfari Haugesund í Noregi, og systir Orra Steins sem leikur með FC Kaupmannahöfn. Innan við fimmtíu kílómetrar eru á milli Kaupmannahafnar og Köge. „Við höfum lengi fylgst með Emilíu og áður reynt að fá hana til HB Köge. En það hafa fleiri félög séð hvaða hæfileika hún hefur svo það tókst ekki í fyrstu tilraun. Við erum því þeim mun ánægðari með að þetta skyldi heppnast núna,“ sagði Kim Daugaard, þjálfari HB Köge, við heimasíðu félagsins. „Emelía er virkilega drífandi, bæði sem manneskja og með boltann fyrir framan sig, svo við hlökkum til að fá hana til félagsins,“ sagði Daugaard. Emelía er uppalin hjá Gróttu á Seltjarnarnesi og lék sína fyrstu leiktíð í meistaraflokki aðeins 14 ára gömul, í Lengjudeildinni, árið 2020. Frá Gróttu fór Emelía til Ballerup-Skovlunde í Danmörku, og þaðan til Kristianstad í janúar 2022. „Ég er sannfærð um að það að semja við HB Köge er hárrétt skref fyrir mig og minn feril. Umhverfið hjá félaginu og umgjörðin í kringum kvennafótboltann er þannig að ég veit að ég fæ bestu aðstæður til að þróast sem leikmaður og líka sem manneskja. Ég hef þegar kynnst starfsfólkinu og leikmannahópnum og fengið mjög góðar móttökur, svo að núna hlakka ég bara mikið til þess að byrja og hefja nýtt ævintýri í HB Köge,“ sagði Emilía við heimasíðu félagsins. Emilía mætir til starfa 18. janúar, á fyrstu æfingu eftir jólafrí. Köge er sem stendur í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig eftir 13 umferðir, fjórum stigum á eftir Bröndby með þær Kristínu Dís Árnadóttur og nú Hafrúnu Rakel Halldórsdóttur innanborðs. Danski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Sjá meira
Emelía kemur til Köge frá Kristianstad í Svíþjóð þar sem hún spilaði níu leiki í sænsku úrvalsdeildinni í ár. Fyrri hluta tímabilsins var hún að láni hjá Selfossi og spilaði tíu leiki í Bestu deildinni hér á landi. Emelía er dóttir þjálfarans Óskars Hrafns Þorvaldssonar, sem nú er orðinn þjálfari Haugesund í Noregi, og systir Orra Steins sem leikur með FC Kaupmannahöfn. Innan við fimmtíu kílómetrar eru á milli Kaupmannahafnar og Köge. „Við höfum lengi fylgst með Emilíu og áður reynt að fá hana til HB Köge. En það hafa fleiri félög séð hvaða hæfileika hún hefur svo það tókst ekki í fyrstu tilraun. Við erum því þeim mun ánægðari með að þetta skyldi heppnast núna,“ sagði Kim Daugaard, þjálfari HB Köge, við heimasíðu félagsins. „Emelía er virkilega drífandi, bæði sem manneskja og með boltann fyrir framan sig, svo við hlökkum til að fá hana til félagsins,“ sagði Daugaard. Emelía er uppalin hjá Gróttu á Seltjarnarnesi og lék sína fyrstu leiktíð í meistaraflokki aðeins 14 ára gömul, í Lengjudeildinni, árið 2020. Frá Gróttu fór Emelía til Ballerup-Skovlunde í Danmörku, og þaðan til Kristianstad í janúar 2022. „Ég er sannfærð um að það að semja við HB Köge er hárrétt skref fyrir mig og minn feril. Umhverfið hjá félaginu og umgjörðin í kringum kvennafótboltann er þannig að ég veit að ég fæ bestu aðstæður til að þróast sem leikmaður og líka sem manneskja. Ég hef þegar kynnst starfsfólkinu og leikmannahópnum og fengið mjög góðar móttökur, svo að núna hlakka ég bara mikið til þess að byrja og hefja nýtt ævintýri í HB Köge,“ sagði Emilía við heimasíðu félagsins. Emilía mætir til starfa 18. janúar, á fyrstu æfingu eftir jólafrí. Köge er sem stendur í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig eftir 13 umferðir, fjórum stigum á eftir Bröndby með þær Kristínu Dís Árnadóttur og nú Hafrúnu Rakel Halldórsdóttur innanborðs.
Danski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Sjá meira