Líkir undrabarni Arsenal við Wilshere Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. desember 2023 13:31 Ethan Nwaneri kemur inn á í leik Brentford og Arsenal 18. september í fyrra. Hann var þá aðeins fimmtán ára og 181 dags gamall. getty/Jacques Feeney Sextán ára ungstirni gæti spilað fyrir Arsenal þegar liðið mætir PSV Eindhoven í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Arsenal er búið að tryggja sér sigur í B-riðli Meistaradeildarinnar og PSV er öruggt með 2. sætið. Úrslitin í leik kvöldsins hafa þannig engin áhrif á lokastöðuna í riðlinum og því gætu minni spámenn fengið að spreyta sig í kvöld. Meðal þeirra sem gæti komið við sögu hjá Arsenal í kvöld er Ethan Nwaneri. Hann varð yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann spilaði í 3-0 sigri Arsenal á Brentford í fyrra, aðeins fimmtán ára, og hann er í miklum metum hjá Mikel Arteta, knattspyrnustjóra liðsins. Hann líkti honum við leikmann sem lét einnig ungur að sér kveða með Arsenal. „Hann hefur einstaka hæfileika til að fá boltann og losa sig í þröngum stöðum eins og Jack Wilshere gerði,“ sagði Arteta. „Með persónuleikann, þá æfir hann með okkur eins og hann æfir með U-18 ára liðinu og ég elska það. Á hverjum einasta degi vill hann sýna hversu góður hann er.“ Ef Nwaneri kemur við sögu í kvöld verður hann yngsti leikmaður Arsenal til að spila í Meistaradeildinni. Leikur PSV og Arsenal hefst klukkan 17:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Sjá meira
Arsenal er búið að tryggja sér sigur í B-riðli Meistaradeildarinnar og PSV er öruggt með 2. sætið. Úrslitin í leik kvöldsins hafa þannig engin áhrif á lokastöðuna í riðlinum og því gætu minni spámenn fengið að spreyta sig í kvöld. Meðal þeirra sem gæti komið við sögu hjá Arsenal í kvöld er Ethan Nwaneri. Hann varð yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann spilaði í 3-0 sigri Arsenal á Brentford í fyrra, aðeins fimmtán ára, og hann er í miklum metum hjá Mikel Arteta, knattspyrnustjóra liðsins. Hann líkti honum við leikmann sem lét einnig ungur að sér kveða með Arsenal. „Hann hefur einstaka hæfileika til að fá boltann og losa sig í þröngum stöðum eins og Jack Wilshere gerði,“ sagði Arteta. „Með persónuleikann, þá æfir hann með okkur eins og hann æfir með U-18 ára liðinu og ég elska það. Á hverjum einasta degi vill hann sýna hversu góður hann er.“ Ef Nwaneri kemur við sögu í kvöld verður hann yngsti leikmaður Arsenal til að spila í Meistaradeildinni. Leikur PSV og Arsenal hefst klukkan 17:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Sjá meira