Fjögur mætast í kappræðum Repúblikanaflokksins á morgun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. desember 2023 11:16 Fjögur forsetaefni Repúblikanaflokksins uppfylltu skilyrði fyrir þátttöku í þriðju kappræðum forvalsins. Getty Fjögur forsetaefni Repúblikanaflokksins munu mætast í þriðju kappræðum sínum á morgun. Þrýstingur eykst á Chris Christie, sem hefur verið einna duglegastur að tala gegn Donald Trump, á að draga sig í hlé og lýsa yfir stuðningi við Nikki Haley. Auk Christie og Haley munu Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, og athafnamaðurinn Vivek Ramaswamy deila sviðinu í Tuscaloosa annað kvöld. Fjórmenningarnir voru þeir einu sem uppfylltu öll þátttökuskilyrði, meðal annars um 80.000 fjárhagslega stuðningsmenn og yfir sex prósent fylgi í tveimur skoðanakönnunum. Mjög hefur fjarað undan DeSantis, sem áður þótti einn helsti keppinautur Trump um útnefningu Repúblikanaflokksins. Hann virðist ekki hafa náð til kjósenda né hafa haft neitt bitastætt fram að færa. Þá hefur honum ekki tekist að sækja á Trump í skoðanakönnunum. Þannig þykir Haley nú líklegust til að höggva í hæla Trump, ekki síst eftir að pólitískur armur auðveldis Koch-bræðra lýsti yfir stuðningi við ríkisstjórann fyrrverandi. Haley hefur gengið afar vel að afla fjárframlaga og er sögð sitja á bústnum kosningasjóð. Þrýstingur á Christie Forvalið hefst í Iowa eftir sex vikur og þrýstingur hefur aukist á Christie að stíga til hliðar og helst að lýsa yfir stuðningi við Haley. Stuðningsmenn hans benda hins vegar á að hann sé sá eini af forsetaefnunum sem hefur ekkert dregið undan í gagnrýni sinni á Trump og rödd hans því nauðsynlegt innlegg í kosningabaráttuna. Þá hefur verið bent á að það sé mögulega ekki til svo mikils að vinna fyrir Haley, þar sem fylgi Christie myndi ekki þoka henni nema nokkrum prósentustigum nær Trump, sem leiðir með miklum mun víðast hvar og hefur til að mynda 30 prósenta forskot í New Hampshire. Christie hefur látið hafa eftir sér að ef honum mun ekki ganga vel í New Hampshire muni hann endurskoða heit sitt um að halda kosningabaráttunni áfram allt fram að landsfundi Repúblikanaflokksins. Trump verður, líkt og áður, fjarri góðu gamni á morgun en hann hefur neitað að taka þátt í kappræðum í forvalinu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Fleiri fréttir Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Sjá meira
Auk Christie og Haley munu Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, og athafnamaðurinn Vivek Ramaswamy deila sviðinu í Tuscaloosa annað kvöld. Fjórmenningarnir voru þeir einu sem uppfylltu öll þátttökuskilyrði, meðal annars um 80.000 fjárhagslega stuðningsmenn og yfir sex prósent fylgi í tveimur skoðanakönnunum. Mjög hefur fjarað undan DeSantis, sem áður þótti einn helsti keppinautur Trump um útnefningu Repúblikanaflokksins. Hann virðist ekki hafa náð til kjósenda né hafa haft neitt bitastætt fram að færa. Þá hefur honum ekki tekist að sækja á Trump í skoðanakönnunum. Þannig þykir Haley nú líklegust til að höggva í hæla Trump, ekki síst eftir að pólitískur armur auðveldis Koch-bræðra lýsti yfir stuðningi við ríkisstjórann fyrrverandi. Haley hefur gengið afar vel að afla fjárframlaga og er sögð sitja á bústnum kosningasjóð. Þrýstingur á Christie Forvalið hefst í Iowa eftir sex vikur og þrýstingur hefur aukist á Christie að stíga til hliðar og helst að lýsa yfir stuðningi við Haley. Stuðningsmenn hans benda hins vegar á að hann sé sá eini af forsetaefnunum sem hefur ekkert dregið undan í gagnrýni sinni á Trump og rödd hans því nauðsynlegt innlegg í kosningabaráttuna. Þá hefur verið bent á að það sé mögulega ekki til svo mikils að vinna fyrir Haley, þar sem fylgi Christie myndi ekki þoka henni nema nokkrum prósentustigum nær Trump, sem leiðir með miklum mun víðast hvar og hefur til að mynda 30 prósenta forskot í New Hampshire. Christie hefur látið hafa eftir sér að ef honum mun ekki ganga vel í New Hampshire muni hann endurskoða heit sitt um að halda kosningabaráttunni áfram allt fram að landsfundi Repúblikanaflokksins. Trump verður, líkt og áður, fjarri góðu gamni á morgun en hann hefur neitað að taka þátt í kappræðum í forvalinu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Fleiri fréttir Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Sjá meira