Boston Celtics án lykilmanns í átta liða úrslitunum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2023 13:00 Kristaps Porzingis hefur verið að spila vel með Boston Celtics en getur ekki hjálpað liðinu á úrslitastund í deildarbikarnum. Getty/Justin Ford Fyrri tveir leikirnir í átta liða úrslitum NBA deildarbikarsins fara fram í kvöld en átta liða úrslitunum lýkur svo aðra nótt með hinum tveimur leikjunum. Leikir átta liða úrslitanna fá heldur betur sviðið því enginn annar leikur fer fram á sama tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi keppni fer fram og það eru stórar fjárhæðir í boði fyrir leikmenn liðanna. Leikmenn liða í undanúrslitum eru öryggir með hundrað þúsund dollara (14 milljónir króna), leikmenn í úrslitaleiknum fá tvö hundruð þúsund dollara (28 milljónir króna) og leikmenn bikarmeistaranna fá hálfa milljón dollara hver eða sjötíu milljónir íslenskra króna. Liðin sem vinna leikina í átta liða úrslitum tryggja sér sæti á úrslitahelginni í Las Vegas en hún verður strax um næstu helgi. Boston Celtics mætir Indiana Pacers í fyrri leik kvöldsins en það er þegar ljóst að Boston verður án lykilmanns í leiknum. Joe Mazzulla, þjálfari Celtics, staðfesti að Kristaps Porzingis verði ekki með liðinu í þessum leik. Porzingis er meiddur á kálfa og staðan á honum verður metin að nýju eftir viku. Hann verður því heldur ekkert með í Vegas takist Boston að komast þangað. ESPN segir frá. Porzingis hefur verið að spila vel á sínu fyrsta tímabili með Boston Celtics en hann er með 19 stig í leik og 55 prósent skotnýtingu. WIN OR GO HOME With a trip to Vegas on the line we re less than 24 hours from Knockout Rounds action getting underway!The first-ever NBA In-Season Tournament continues with the Quarterfinals on Monday, 12/4 and Tuesday, 12/5 on TNT. pic.twitter.com/M3gCWVpLUR— NBA (@NBA) December 4, 2023 Indiana er líka með menn í meiðslum. Hinn öflugi Tyrese Haliburton missti af síðasta leik vegna veikinda og meiðsla í hné og það er ekki öruggt að hann verði með í kvöld. Jalen Smith verður ekki með liðinu vegna meiðsla. Haliburton hefur verið frábær á leiktíðinni, með 27 stig og 11,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það er því lífsnauðsynlegt fyrir Indiana að hann verði leikfær í nótt. Pacers og Celtics unnu bæði riðla sína í riðlakeppninni en Indiana vann þar alla fjóra leiki sína á meðan Boston nægði að vinna þrjá af fjórum. Leikur liðanna verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan hálfeitt eftir miðnætti. Í hinum leiknum í nótt tekur Sacramento Kings á móti New Orleans Pelicans. After ELECTRIC action in group play, the 8 teams are set. Win or go home. The Knockout Rounds for the first-ever NBA In-Season Tournament tip off with the Quarterfinals on Monday, 12/4 and Tuesday, 12/5 on TNT pic.twitter.com/AugXn4XX11— NBA (@NBA) December 3, 2023 NBA Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Sjá meira
Leikir átta liða úrslitanna fá heldur betur sviðið því enginn annar leikur fer fram á sama tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi keppni fer fram og það eru stórar fjárhæðir í boði fyrir leikmenn liðanna. Leikmenn liða í undanúrslitum eru öryggir með hundrað þúsund dollara (14 milljónir króna), leikmenn í úrslitaleiknum fá tvö hundruð þúsund dollara (28 milljónir króna) og leikmenn bikarmeistaranna fá hálfa milljón dollara hver eða sjötíu milljónir íslenskra króna. Liðin sem vinna leikina í átta liða úrslitum tryggja sér sæti á úrslitahelginni í Las Vegas en hún verður strax um næstu helgi. Boston Celtics mætir Indiana Pacers í fyrri leik kvöldsins en það er þegar ljóst að Boston verður án lykilmanns í leiknum. Joe Mazzulla, þjálfari Celtics, staðfesti að Kristaps Porzingis verði ekki með liðinu í þessum leik. Porzingis er meiddur á kálfa og staðan á honum verður metin að nýju eftir viku. Hann verður því heldur ekkert með í Vegas takist Boston að komast þangað. ESPN segir frá. Porzingis hefur verið að spila vel á sínu fyrsta tímabili með Boston Celtics en hann er með 19 stig í leik og 55 prósent skotnýtingu. WIN OR GO HOME With a trip to Vegas on the line we re less than 24 hours from Knockout Rounds action getting underway!The first-ever NBA In-Season Tournament continues with the Quarterfinals on Monday, 12/4 and Tuesday, 12/5 on TNT. pic.twitter.com/M3gCWVpLUR— NBA (@NBA) December 4, 2023 Indiana er líka með menn í meiðslum. Hinn öflugi Tyrese Haliburton missti af síðasta leik vegna veikinda og meiðsla í hné og það er ekki öruggt að hann verði með í kvöld. Jalen Smith verður ekki með liðinu vegna meiðsla. Haliburton hefur verið frábær á leiktíðinni, með 27 stig og 11,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Það er því lífsnauðsynlegt fyrir Indiana að hann verði leikfær í nótt. Pacers og Celtics unnu bæði riðla sína í riðlakeppninni en Indiana vann þar alla fjóra leiki sína á meðan Boston nægði að vinna þrjá af fjórum. Leikur liðanna verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan hálfeitt eftir miðnætti. Í hinum leiknum í nótt tekur Sacramento Kings á móti New Orleans Pelicans. After ELECTRIC action in group play, the 8 teams are set. Win or go home. The Knockout Rounds for the first-ever NBA In-Season Tournament tip off with the Quarterfinals on Monday, 12/4 and Tuesday, 12/5 on TNT pic.twitter.com/AugXn4XX11— NBA (@NBA) December 3, 2023
NBA Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum