„Líkamsímynd er algjör t*k“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2023 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir sýndi krafta bumbuna sína en hún er áfram dugleg að lyfta. @anniethorisdottir Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir byrjar nýjustu færslu sína með fullyrðingu sem flestir þekkja eflaust vel á þessum tímum útlitsdýrkunar. Hún er nú í barnsburðarleyfi og keppir því ekki á heimsleikunum á næsta ári. Þetta er hennar annað barn og líkt og áður þá gefur hún af sér til fylgjenda sinna og áhugafólks á meðan meðgöngunni stendur. Anníe hefur haldið áfram að æfa af krafti eftir að hún varð ólétt og lyftir þar enn alvöru þyngdum. Þrátt fyrir að vera íþróttakona í frábæru formi þá er ekki eins og hún efist ekki um hlutina eins og aðrir. Anníe er ekkert að fela það að hana sækja ýmsar tilfinningar. „Líkamsímynd er algjör t*k,“ skrifaði Anníe í pistil sínum um útlit og óléttu en hann skrifar hún á ensku og segir þarna „Body image is a b**ch….“ Margar tilfinningar og hugsanir „Svo margar tilfinningar, hugsanir og efasemdir og það skiptir ekki máli hvort þú sért keppnisíþróttamaður eða ekki,“ skrifaði Anníe. „Ég veit það vel sjálf og segi öðrum það líka, að þú er þú sem þú ert. Líkaminn þinn er ótrúlegur fyrir að sem hann getur gert og þá skiptir ekki máli hvernig hann lítur út. Aftur á móti getur það stundum verið erfitt að fylgja því sem þú predikar en ég mun taka þeirri áskorun og gera mitt besta í að lifa þannig,“ skrifaði Anníe. Hún fór yfir aðdraganda þess að hún tilkynnti óléttu sína en á þeim tíma voru margir að bíða eftir því að hún færi út til Bandaríkjanna og keppti á Rogue Invitational mótinu. Hún sjálf lá hins vegar á leyndarmáli um að ekkert yrði af þeirri ferð en auðvitað af gleðiástæðu. Upphafið erfitt „Upphaf óléttunnar og þegar það fer að sjást á þér en þetta er enn þá leyndarmál, er mjög erfið. Um leið og þú opinberar þá heldur þú áfram að stækka en þér finnst þú vera alltof mjúk og dottin úr formi. Tilfinningin að bera nýtt líf er samt ótrúleg,“ skrifaði Anníe. Hún segir að það sjáist mismikið á konum af því allar konur eru ólíkar og hver ólétta er líka oft öðruvísi. „Að þessu sinni sást á mér miklu fyrr og bumban er að stækka fyrr en síðast. Ég byrjaði á að vera í lausum skyrtum en leið ekki eins og mér sjálfri. Það var ekki fyrr en bumban var orðin aðeins stærri og lausu skyrturnar voru ekki að fela neitt lengur að ég ákvað að þetta skipti ekki máli. Ég ákvað bara að vera í því sem mér leið best í. Það er ekki alltaf auðvelt en þér líður miklu betur að vera frjáls,“ skrifaði Anníe. Sætasta bumban í bænum „Sautján vikur að baki og svona lítur kraftabumban mín út. Ég er þakklát fyrir góða heilsu og það að ég get haldið áfram að æfa og lyfta,“ skrifaði Anníe og birtir myndband af sér taka góða lyftu og takan léttan gleðidans á eftir. Anníe hefur auðvitað fengið mikinn stuðning í athugasemdum og sú besta kom kannski frá kollega hennar í íslenska CrossFit heimunum. „Sætasta bumban í bænum,“ skrifaði íslenska CrossFit konan Sólveig Sigurðardóttir. Það má sjá alla færsluna hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki er gott ráða að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) ' CrossFit Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira
Þetta er hennar annað barn og líkt og áður þá gefur hún af sér til fylgjenda sinna og áhugafólks á meðan meðgöngunni stendur. Anníe hefur haldið áfram að æfa af krafti eftir að hún varð ólétt og lyftir þar enn alvöru þyngdum. Þrátt fyrir að vera íþróttakona í frábæru formi þá er ekki eins og hún efist ekki um hlutina eins og aðrir. Anníe er ekkert að fela það að hana sækja ýmsar tilfinningar. „Líkamsímynd er algjör t*k,“ skrifaði Anníe í pistil sínum um útlit og óléttu en hann skrifar hún á ensku og segir þarna „Body image is a b**ch….“ Margar tilfinningar og hugsanir „Svo margar tilfinningar, hugsanir og efasemdir og það skiptir ekki máli hvort þú sért keppnisíþróttamaður eða ekki,“ skrifaði Anníe. „Ég veit það vel sjálf og segi öðrum það líka, að þú er þú sem þú ert. Líkaminn þinn er ótrúlegur fyrir að sem hann getur gert og þá skiptir ekki máli hvernig hann lítur út. Aftur á móti getur það stundum verið erfitt að fylgja því sem þú predikar en ég mun taka þeirri áskorun og gera mitt besta í að lifa þannig,“ skrifaði Anníe. Hún fór yfir aðdraganda þess að hún tilkynnti óléttu sína en á þeim tíma voru margir að bíða eftir því að hún færi út til Bandaríkjanna og keppti á Rogue Invitational mótinu. Hún sjálf lá hins vegar á leyndarmáli um að ekkert yrði af þeirri ferð en auðvitað af gleðiástæðu. Upphafið erfitt „Upphaf óléttunnar og þegar það fer að sjást á þér en þetta er enn þá leyndarmál, er mjög erfið. Um leið og þú opinberar þá heldur þú áfram að stækka en þér finnst þú vera alltof mjúk og dottin úr formi. Tilfinningin að bera nýtt líf er samt ótrúleg,“ skrifaði Anníe. Hún segir að það sjáist mismikið á konum af því allar konur eru ólíkar og hver ólétta er líka oft öðruvísi. „Að þessu sinni sást á mér miklu fyrr og bumban er að stækka fyrr en síðast. Ég byrjaði á að vera í lausum skyrtum en leið ekki eins og mér sjálfri. Það var ekki fyrr en bumban var orðin aðeins stærri og lausu skyrturnar voru ekki að fela neitt lengur að ég ákvað að þetta skipti ekki máli. Ég ákvað bara að vera í því sem mér leið best í. Það er ekki alltaf auðvelt en þér líður miklu betur að vera frjáls,“ skrifaði Anníe. Sætasta bumban í bænum „Sautján vikur að baki og svona lítur kraftabumban mín út. Ég er þakklát fyrir góða heilsu og það að ég get haldið áfram að æfa og lyfta,“ skrifaði Anníe og birtir myndband af sér taka góða lyftu og takan léttan gleðidans á eftir. Anníe hefur auðvitað fengið mikinn stuðning í athugasemdum og sú besta kom kannski frá kollega hennar í íslenska CrossFit heimunum. „Sætasta bumban í bænum,“ skrifaði íslenska CrossFit konan Sólveig Sigurðardóttir. Það má sjá alla færsluna hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki er gott ráða að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) '
CrossFit Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira