Stólarnir óttast ekki dómsmál: „Eru með tapað mál í höndunum“ Aron Guðmundsson skrifar 30. nóvember 2023 11:48 Jacob Calloway í leik með Val á sínum tíma. Hann er nú mættur á Sauðárkrók frá Kósóvó og hyggst hefja nýjan kafla á sínum ferli. Vísir/Bára Dröfn Formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls missir ekki svefn þrátt fyrir hótanir KB Peja frá Kósóvó þess efnis að fara með mál, tengt félagsskiptum Bandaríkjamannsins Jacob Calloway til Tindastóls, fyrir dómstóla. Calloway er mættur á Sauðárkrók þar sem að hann hyggst hefja nýjan kafla á sínum körfuboltaferli. Á dögunum var greint frá því að Calloway, sem varð á sínum tíma Íslandsmeistari með liði Vals, væri að mæta aftur til landsins og ganga til liðs við Íslandsmeistara Tindastól frá KB Peja. Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, þekkir vel til leikmannsins en þeir spiluðu saman hjá Val á sínum tíma. Í samtali við Vísi sagði hann frá því hvernig Calloway hefði sett sig í samband við sig og sagðist Bandaríkjamaðurinn vera að losna undan samningi sínum við KB Peja. Þessar vendingar komu á fullkomnum tíma fyrir Tindastól sem var í leit að styrkingu í leikmannahóp sinn. Það leið hins vegar ekki að löngu þar til KB Peja sendi frá sér yfirlýsingu. Þar var greint frá því að Calloway hefði í skyndi yfirgefið félagið og farið frá Kósóvó án þess að ná samkomulagi um brotthvarf sitt. Í niðurlagi yfirlýsingar félagsins segist það ætla að leita réttar síns. Dagur Þór Baldvinsson er formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Calloway er mættur á Sauðárkrók, þó án þess að vera kominn með leikheimild en forráðamenn félagsins eru rólegir yfir stöðu mála. „Umboðsmaður Calloway er að vinna í þessum málum. Félagið braut hans samning náttúrulega bara algjörlega. Hann er með allan rétt sín megin. Við erum bara að vinna í þessu,“ segor Dagir aðspurður um stöðu mála varðandi leikmanninn. Þið eruð ekki hræddir um að félagsskiptin falli upp fyrir? „Ég hef ekki trú á því nei. En það kemur bara í ljós.“ Hvenær bindið þið vonir við að Calloway geti hafið leik með liðinu? „Þetta tekur nú alltaf einhvern tíma. Venjulegt ferli í svona málum tekur yfirleitt tvær til þrjár vikur. Það þarf bara að koma í ljós hvernig þetta gengur.“ Þannig þið eruð ekki að missa svefn yfir þessu máli? „Nei, nei. Þeir mega alveg fara með þetta fyrir dómstól. Þeir eru með tapað mál í höndunum því þeir eru búnir að brjóta allan samninginn hans.“ Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira
Á dögunum var greint frá því að Calloway, sem varð á sínum tíma Íslandsmeistari með liði Vals, væri að mæta aftur til landsins og ganga til liðs við Íslandsmeistara Tindastól frá KB Peja. Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, þekkir vel til leikmannsins en þeir spiluðu saman hjá Val á sínum tíma. Í samtali við Vísi sagði hann frá því hvernig Calloway hefði sett sig í samband við sig og sagðist Bandaríkjamaðurinn vera að losna undan samningi sínum við KB Peja. Þessar vendingar komu á fullkomnum tíma fyrir Tindastól sem var í leit að styrkingu í leikmannahóp sinn. Það leið hins vegar ekki að löngu þar til KB Peja sendi frá sér yfirlýsingu. Þar var greint frá því að Calloway hefði í skyndi yfirgefið félagið og farið frá Kósóvó án þess að ná samkomulagi um brotthvarf sitt. Í niðurlagi yfirlýsingar félagsins segist það ætla að leita réttar síns. Dagur Þór Baldvinsson er formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Calloway er mættur á Sauðárkrók, þó án þess að vera kominn með leikheimild en forráðamenn félagsins eru rólegir yfir stöðu mála. „Umboðsmaður Calloway er að vinna í þessum málum. Félagið braut hans samning náttúrulega bara algjörlega. Hann er með allan rétt sín megin. Við erum bara að vinna í þessu,“ segor Dagir aðspurður um stöðu mála varðandi leikmanninn. Þið eruð ekki hræddir um að félagsskiptin falli upp fyrir? „Ég hef ekki trú á því nei. En það kemur bara í ljós.“ Hvenær bindið þið vonir við að Calloway geti hafið leik með liðinu? „Þetta tekur nú alltaf einhvern tíma. Venjulegt ferli í svona málum tekur yfirleitt tvær til þrjár vikur. Það þarf bara að koma í ljós hvernig þetta gengur.“ Þannig þið eruð ekki að missa svefn yfir þessu máli? „Nei, nei. Þeir mega alveg fara með þetta fyrir dómstól. Þeir eru með tapað mál í höndunum því þeir eru búnir að brjóta allan samninginn hans.“
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira