Hægir verulega á hagvexti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. nóvember 2023 10:06 Samdráttur í einkaneyslu var 1,7 prósent á þriðja ársfjórðungi. Vísir/Vilhelm Verulega hægir á hagvexti á þriðja ársfjórðungi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. Þar segir að samkvæmt niðurstöðum þjóðhagsreikninga sé áætlað nafnvirði vergrar landsframleiðslu (VLF) um 1080,3 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Vöxtur hennar, sumsé hagvöxtur, mælist á föstu verðlagi um 1,1 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum ársins mælist verg landsframleiðsla að raunvirði um 4,2 prósent meiri en á sama tíma í fyrra. Áætlað er að þjóðarútgjöld á þriðja ársfjórðungi hafi dregist saman um 1,2 prósent smaanborið við þriðja ársfjórðing í fyrra. Af undirliðum þjóðarútgjalda er áætlað að einkaneysla hafi dregist saman að raunvirði um 1,7 prósent og fjármunamyndun um 4,3 prósent. Hins vegar er talið að samneysla hafi aukist um 2,3 prósent að raunvirði samanborið við þriðja ársfjórðung 2022. Samdráttur í einkaneyslu um 1,7 prósent Á þriðja ársfjórðungi er áætlað að framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar hafi mælst jákvætt um 2,2 prósent og að afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði hafi numið um 5,2 prósent af VLF samanborið við 4,8 prósent á sama ársfjórðungi í fyrra. Niðurstöður þjóðhagsreikninga gefa til kynna að árstíðaleiðrétt landsframleiðsla hafi dregist saman um 3,8 prósent að raunvirði á milli annars og þriðja ársfjórðungs þessa árs. Á þriðja ársfjórðungi 2023 dróst einkaneysla saman um 1,7 prósent að raunvirði sem er skarpur viðsnúningur borið saman við sama tímabil árið 2022. Á fyrstu níu mánuðum líðandi árs jókst einkaneysla um 1,3 prósent að raunvirði frá fyrra ári. Útgjöld Íslendinga erlendis sýna áframhaldandi samdrátt og einnig hægðist á annarri innlendri neyslu. Töluverður samdráttur mælist í kaupum ökutækja eða 5,2 prósent en það er liður sem vegur talsvert í neysluútgjöldum heimilanna. Nánar á vef Hagstofunnar. Efnahagsmál Kjaramál Verðlag Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Þar segir að samkvæmt niðurstöðum þjóðhagsreikninga sé áætlað nafnvirði vergrar landsframleiðslu (VLF) um 1080,3 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Vöxtur hennar, sumsé hagvöxtur, mælist á föstu verðlagi um 1,1 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum ársins mælist verg landsframleiðsla að raunvirði um 4,2 prósent meiri en á sama tíma í fyrra. Áætlað er að þjóðarútgjöld á þriðja ársfjórðungi hafi dregist saman um 1,2 prósent smaanborið við þriðja ársfjórðing í fyrra. Af undirliðum þjóðarútgjalda er áætlað að einkaneysla hafi dregist saman að raunvirði um 1,7 prósent og fjármunamyndun um 4,3 prósent. Hins vegar er talið að samneysla hafi aukist um 2,3 prósent að raunvirði samanborið við þriðja ársfjórðung 2022. Samdráttur í einkaneyslu um 1,7 prósent Á þriðja ársfjórðungi er áætlað að framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar hafi mælst jákvætt um 2,2 prósent og að afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði hafi numið um 5,2 prósent af VLF samanborið við 4,8 prósent á sama ársfjórðungi í fyrra. Niðurstöður þjóðhagsreikninga gefa til kynna að árstíðaleiðrétt landsframleiðsla hafi dregist saman um 3,8 prósent að raunvirði á milli annars og þriðja ársfjórðungs þessa árs. Á þriðja ársfjórðungi 2023 dróst einkaneysla saman um 1,7 prósent að raunvirði sem er skarpur viðsnúningur borið saman við sama tímabil árið 2022. Á fyrstu níu mánuðum líðandi árs jókst einkaneysla um 1,3 prósent að raunvirði frá fyrra ári. Útgjöld Íslendinga erlendis sýna áframhaldandi samdrátt og einnig hægðist á annarri innlendri neyslu. Töluverður samdráttur mælist í kaupum ökutækja eða 5,2 prósent en það er liður sem vegur talsvert í neysluútgjöldum heimilanna. Nánar á vef Hagstofunnar.
Efnahagsmál Kjaramál Verðlag Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira