Fá að spila áfram þrátt fyrir ásakanir um kynferðisbrot eða heimilisofbeldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2023 09:47 Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafa verið sakaðir um kynferðisbrot en fengið samt að spila áfram. Getty/Catherine Ivill Lið í ensku úrvalsdeildinni hafa haldið áfram að spila leikmönnum vitandi það að þeir hafa fengið á sig ásakanir um kynferðisbrot eða heimilisofbeldi. Tveir leikmenn í deildinni eru að spila í deildinni í dag þrátt fyrir að lögreglan sé að rannsaka ásakanir á hendur þeim. Breska ríkisútvarpið fjallar um þetta mál á vef sínum og þar kemur fram að meintir þolendur leikmannanna segi að enska úrvalsdeildin setji hagsmuni deildarinnar ofar öryggi kvennanna. Blaðakonan Hannah Price hefur eytt meira en ári í að safna að sér upplýsingum um þetta mál. For over a year I ve been investigating abuse allegations within the Premier League. Clubs have continued to play two footballers, and kept a boss in post, while knowing they re under police investigation. Alleged victims describe a culture of fear https://t.co/BHB4AKPYbS— Hannah Price (@HannahPrice___) November 30, 2023 Þessar konur sem Price ræddi við lýsa líka ótta vegna viðbragða við því að koma fram og segja frá. Blaðamenn breska ríkisútvarpsins hefur komist að því að sjö af tuttugu liðum ensku úrvalsdeildarinnar hafa verið með leikmann eða stjóra sem hefur verið undir rannsókn vegna kynferðisbrota. Frægð leikmanna hefur kallað á þá kröfu að leikmenn megi ekki spila á meðan mál þeirra hafa ekki verið rannsökuð að fullu. Sumar konurnar hafa látið bæði ensku knattspyrnusambandið og ensku úrvalsdeildina vita en hafi á móti upplifað þöggun, sein svör, skort á gegnsæi eða bara engin viðbrögð. Ein kona sagði BBC frá því að skortur á viðbrögðum frá sambandinu, þegar hún tilkynnti að sér hafi verið nauðgað af leikmanni, hafi leitt til ákvörðun hennar að reyna að taka sitt eigið líf. „Ég vildi ekki vera hluti af heimi þar sem ég var stöðugt minnt á það að engin hlusti á ásakanir um nauðgun ef sökudólgurinn er bara nógu hæfileikaríkur,“ sagði umrædd kona. Það má lesa umfjöllun breska ríkisútvarpsins með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Sjá meira
Tveir leikmenn í deildinni eru að spila í deildinni í dag þrátt fyrir að lögreglan sé að rannsaka ásakanir á hendur þeim. Breska ríkisútvarpið fjallar um þetta mál á vef sínum og þar kemur fram að meintir þolendur leikmannanna segi að enska úrvalsdeildin setji hagsmuni deildarinnar ofar öryggi kvennanna. Blaðakonan Hannah Price hefur eytt meira en ári í að safna að sér upplýsingum um þetta mál. For over a year I ve been investigating abuse allegations within the Premier League. Clubs have continued to play two footballers, and kept a boss in post, while knowing they re under police investigation. Alleged victims describe a culture of fear https://t.co/BHB4AKPYbS— Hannah Price (@HannahPrice___) November 30, 2023 Þessar konur sem Price ræddi við lýsa líka ótta vegna viðbragða við því að koma fram og segja frá. Blaðamenn breska ríkisútvarpsins hefur komist að því að sjö af tuttugu liðum ensku úrvalsdeildarinnar hafa verið með leikmann eða stjóra sem hefur verið undir rannsókn vegna kynferðisbrota. Frægð leikmanna hefur kallað á þá kröfu að leikmenn megi ekki spila á meðan mál þeirra hafa ekki verið rannsökuð að fullu. Sumar konurnar hafa látið bæði ensku knattspyrnusambandið og ensku úrvalsdeildina vita en hafi á móti upplifað þöggun, sein svör, skort á gegnsæi eða bara engin viðbrögð. Ein kona sagði BBC frá því að skortur á viðbrögðum frá sambandinu, þegar hún tilkynnti að sér hafi verið nauðgað af leikmanni, hafi leitt til ákvörðun hennar að reyna að taka sitt eigið líf. „Ég vildi ekki vera hluti af heimi þar sem ég var stöðugt minnt á það að engin hlusti á ásakanir um nauðgun ef sökudólgurinn er bara nógu hæfileikaríkur,“ sagði umrædd kona. Það má lesa umfjöllun breska ríkisútvarpsins með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Sjá meira