Samtök Koch-bræðra lýsa yfir stuðningi við Haley Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. nóvember 2023 11:04 Jafnvel þótt Haley eigi litla möguleika á því að sigra Trump verður hún að teljast álitlegur frambjóðandi árið 2028. Getty/Joe Raedle Americans for Prosperity Action, stjórnmálasamtök milljarðamæringana Charles og David Koch, hafa lýst yfir stuðningi við Nikki Haley í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Stuðningur við Haley hefur vaxið jafnt og þétt frá því að kosningabaráttan hófst og hún þykir hafa staðið sig vel í kappræðum frambjóðendanna. Hún er þó enn langt frá því að eygja raunhæfan möguleika á því að sigra Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem nýtur lang mests stuðnings samkvæmt öllum könnunum. Yfirlýsing Americans for Prosperity Action, sem gefin var út í gær, þykir líkleg til að þoka Haley nær því að ná Ron DeSantis, ríkisstjóra Flórída, og mögulega velta honum úr sessi sem helsta keppinaut Trump. Haley, sem er fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og var sendifulltrúi Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar í stjórnartíð Trump, hefur sagt tíma Trump liðinn og tímabært að horfa til framtíðar. Americans for Prosperity Action deila þeirri afstöðu en samtökin hafa barist ötullega gegn Trump síðustu misseri. Það vekur athygli að Americans for Prosperity Action hafa hins vegar hingað til haft allt aðra afstöðu en Haley í utanríkismálum og hafa til að mynda ekki viljað blanda Bandaríkjunum í innrásina í Úkraínu. Samtökin segja hins vegar að Haley sé laus við þann bagga sem Trump lagði á herðar frambjóðenda Repúblikanaflokksins í síðustu þingkosningum og að Haley sem forsetaefni flokksins myndi auka stuðning við aðra frambjóðendur og laða til sín atkvæði hófsamra og óháðra kjósenda. Í minnisblaði sem birt var í gær segir að öfgar í báðar áttir séu að sundra Bandaríkjunum og Haley sé manneskjan til að forða landinu frá bjargbrúninni. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Sjá meira
Stuðningur við Haley hefur vaxið jafnt og þétt frá því að kosningabaráttan hófst og hún þykir hafa staðið sig vel í kappræðum frambjóðendanna. Hún er þó enn langt frá því að eygja raunhæfan möguleika á því að sigra Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem nýtur lang mests stuðnings samkvæmt öllum könnunum. Yfirlýsing Americans for Prosperity Action, sem gefin var út í gær, þykir líkleg til að þoka Haley nær því að ná Ron DeSantis, ríkisstjóra Flórída, og mögulega velta honum úr sessi sem helsta keppinaut Trump. Haley, sem er fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og var sendifulltrúi Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar í stjórnartíð Trump, hefur sagt tíma Trump liðinn og tímabært að horfa til framtíðar. Americans for Prosperity Action deila þeirri afstöðu en samtökin hafa barist ötullega gegn Trump síðustu misseri. Það vekur athygli að Americans for Prosperity Action hafa hins vegar hingað til haft allt aðra afstöðu en Haley í utanríkismálum og hafa til að mynda ekki viljað blanda Bandaríkjunum í innrásina í Úkraínu. Samtökin segja hins vegar að Haley sé laus við þann bagga sem Trump lagði á herðar frambjóðenda Repúblikanaflokksins í síðustu þingkosningum og að Haley sem forsetaefni flokksins myndi auka stuðning við aðra frambjóðendur og laða til sín atkvæði hófsamra og óháðra kjósenda. Í minnisblaði sem birt var í gær segir að öfgar í báðar áttir séu að sundra Bandaríkjunum og Haley sé manneskjan til að forða landinu frá bjargbrúninni. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Sjá meira