Með smá skvettu af stælum og stórt hjarta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2023 10:30 Sölvi Ólason er með ís í æðunum eins og hann sýndi á móti Hamri. Samsett mynd Blikinn Sölvi Ólason átti mikinn þátt í fyrsta sigri Blika í Subway deild karla í körfubolta á dögunum en hann kom í mjög mikilvægum leik á móti Hamri í síðustu umferð. Sölvi setti niður tvær mikilvægar þriggja stiga körfu á úrslitastund í leiknum og hann fékk mikið hrós í síðasta Subway Körfuboltakvöldi. Hinn nítján ára gamli Sölvi var kaldur karl þegar á reyndi en hann er einn af leikmönnum Blika sem hafa fengið mikla ábyrgð í vetur. „Allt mómentum var með Hamri þá. Danero Thomas nýbúinn að setja tvo þrista og maður hélt að þetta væri að brotna hjá Blikum,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds, um tímasetninguna á þessum risastóru þriggja stiga körfum Sölva. Klippa: Körfuboltakvöld: Sölvi Ólafsson og metnaður Blika „Hann var bara risastór, setti niður skotin og fagnaði þeim. Það er kraftur og orka í þessum dreng og smá skvetta af stælum sem gleður mig. Menn mega alveg vera smá karakterar inn á vellinum. Þú átt að láta finna fyrir þér og andstæðingnum á að finnast þú vera pínu pirrandi,“ sagði Helgi Már og brosti. Sölvi skoraði sextán stig í leiknum og setti niður fjögur af sex þriggja stiga skotum sínum. „Hann er líka með brosið og er að hafa gaman af þessu. Það er hægt að hafa stæla og hafa gaman. Hann er með stórt hjarta,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Sævar segir Blika fara aðra leið en önnur félög í deildinni. „Það er búið að gagnrýna Breiðablik mikið á þessu tímabili, fyrir metnaðarleysi og guð má vita hvað. Metnaður þeirra liggur bara annars staðar en hjá mörgum öðrum liðum. Sum liðin vilja bara taka fimm til sjö útlendinga og það er bara gott og blessað með það. Breiðablik hefur spilað á ungu heimastrákunum sínum og ég held að þegar rykið sest og við skoðum til baka eftir fimm ár eða tíu ár þá sé það kannski bara heillavænlegast,,“ sagði Sævar eins og sjá má hér fyrir ofan. Subway-deild karla Breiðablik Körfuboltakvöld Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Sjá meira
Sölvi setti niður tvær mikilvægar þriggja stiga körfu á úrslitastund í leiknum og hann fékk mikið hrós í síðasta Subway Körfuboltakvöldi. Hinn nítján ára gamli Sölvi var kaldur karl þegar á reyndi en hann er einn af leikmönnum Blika sem hafa fengið mikla ábyrgð í vetur. „Allt mómentum var með Hamri þá. Danero Thomas nýbúinn að setja tvo þrista og maður hélt að þetta væri að brotna hjá Blikum,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds, um tímasetninguna á þessum risastóru þriggja stiga körfum Sölva. Klippa: Körfuboltakvöld: Sölvi Ólafsson og metnaður Blika „Hann var bara risastór, setti niður skotin og fagnaði þeim. Það er kraftur og orka í þessum dreng og smá skvetta af stælum sem gleður mig. Menn mega alveg vera smá karakterar inn á vellinum. Þú átt að láta finna fyrir þér og andstæðingnum á að finnast þú vera pínu pirrandi,“ sagði Helgi Már og brosti. Sölvi skoraði sextán stig í leiknum og setti niður fjögur af sex þriggja stiga skotum sínum. „Hann er líka með brosið og er að hafa gaman af þessu. Það er hægt að hafa stæla og hafa gaman. Hann er með stórt hjarta,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Sævar segir Blika fara aðra leið en önnur félög í deildinni. „Það er búið að gagnrýna Breiðablik mikið á þessu tímabili, fyrir metnaðarleysi og guð má vita hvað. Metnaður þeirra liggur bara annars staðar en hjá mörgum öðrum liðum. Sum liðin vilja bara taka fimm til sjö útlendinga og það er bara gott og blessað með það. Breiðablik hefur spilað á ungu heimastrákunum sínum og ég held að þegar rykið sest og við skoðum til baka eftir fimm ár eða tíu ár þá sé það kannski bara heillavænlegast,,“ sagði Sævar eins og sjá má hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Breiðablik Körfuboltakvöld Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Sjá meira