Best að búa á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. nóvember 2023 16:00 Á Spáni er gott að djamma og djúsa, segir í laginu. Marcos del Mazo/Getty Fólki sem flyst til annarra landa finnst best að búa á Spáni. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem gerð var á meðal fólks sem vinnur og starfar fjarri heimalandi sínu. Spænskar borgir raða sér í þrjú efstu sætin. Borgirnar sem raða sér í efstu sætin eru Málaga, Alicante og Valencia. Madrid er svo í sjötta sæti og Barcelona í því þrettánda. 12.000 manns tóku þátt í könnun samtakanna InterNations sem eru samtök fólks sem býr og starfar fjarri heimahögum. Í könnuninni var spurt um lífsgæði, aðgengi til að koma sér þægilega fyrir, fjármál og fleira. Jafnvægi vinnu og einkalífs Málaga, sem liggur í Andalúsíu syðst á Spáni, var hlutskarpast þegar kom að veðurfari, loftslagi, viðmóti borgarbúa, frístundum og jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Þá fengu almenningssamgöngur í borginni háa einkunn. Bandaríska tímaritið Forbes birti þessar niðurstöður í vikunni og vekur athygli á því að fólk virðist ekki sérlega hrifið af því að búa og starfa í Bandaríkjunum. New York hefur til að mynda fallið út af lista 20 efstu borganna og má kenna því um að fólki finnst óheyrilega dýrt að búa þar. Þá hafi lífsgæði þar á bæ almennt versnað. Alls eru 49 borgir á listanum og ítölsku borgirnar Milano og Róm eru þar neðstar. Þar er helst fundið að lífsgæðum og slökum vinnumarkaði. Spánn er eina Evrópulandið sem á fulltrúa á topp 10 listanum, og það meira að segja fjórar borgir eins og áður segir. Aðrar þjóðir sem eiga fulltrúa á meðal bestu borga heims eru Sameinuðu arabísku furstadæmin með tvær borgir, Mexíkó, Malasía, Tæland og Óman. Ein norræn borg er á meðal 20 efstu borganna, það er Stokkhólmur. Spánn Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
Borgirnar sem raða sér í efstu sætin eru Málaga, Alicante og Valencia. Madrid er svo í sjötta sæti og Barcelona í því þrettánda. 12.000 manns tóku þátt í könnun samtakanna InterNations sem eru samtök fólks sem býr og starfar fjarri heimahögum. Í könnuninni var spurt um lífsgæði, aðgengi til að koma sér þægilega fyrir, fjármál og fleira. Jafnvægi vinnu og einkalífs Málaga, sem liggur í Andalúsíu syðst á Spáni, var hlutskarpast þegar kom að veðurfari, loftslagi, viðmóti borgarbúa, frístundum og jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Þá fengu almenningssamgöngur í borginni háa einkunn. Bandaríska tímaritið Forbes birti þessar niðurstöður í vikunni og vekur athygli á því að fólk virðist ekki sérlega hrifið af því að búa og starfa í Bandaríkjunum. New York hefur til að mynda fallið út af lista 20 efstu borganna og má kenna því um að fólki finnst óheyrilega dýrt að búa þar. Þá hafi lífsgæði þar á bæ almennt versnað. Alls eru 49 borgir á listanum og ítölsku borgirnar Milano og Róm eru þar neðstar. Þar er helst fundið að lífsgæðum og slökum vinnumarkaði. Spánn er eina Evrópulandið sem á fulltrúa á topp 10 listanum, og það meira að segja fjórar borgir eins og áður segir. Aðrar þjóðir sem eiga fulltrúa á meðal bestu borga heims eru Sameinuðu arabísku furstadæmin með tvær borgir, Mexíkó, Malasía, Tæland og Óman. Ein norræn borg er á meðal 20 efstu borganna, það er Stokkhólmur.
Spánn Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira