Stjörnukonan verður heiðruð í Kanada í desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2023 12:00 Erin McLeod hefur átt langan og flottan feril. Getty/Jeremy Reper Stjörnukonan Erin McLeod er á leiðinni heim til Kanada í jólamánuðinum og fær að upplifa þar mjög sérstaka stund. Erin er eiginkona Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur og var markvörður Stjörnunnar í Bestu deildinni síðasta sumar. Hún er líka ein reyndasta landsliðskona Kanada frá upphafi. Kanadíska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt að ætlunin sé að heiðra þrjár goðsagnir kvennalandsliðsins á landsleik Kanada í Vancouver í desember. Leikmennirnir eru Erin McLeod, miðjumaðurinn Sophie Schmidt og framherjinn Christine Sinclair. Schmidt spilaði 224 landsleiki fyrir Kanada frá 2005 til 2023 og skoraði í þeim 20 mörk. Hún setti landsliðsskóna upp á hillu eftir HM í sumar. Schmidt er næstleikhæsta kanadíska landsliðskona sögunnar. McLeod spilaði 119 leiki fyrir Kanada frá 2002 til 2021. Hún spilaði alls nítján leiki á stórmótum, HM eða ÓL, fyrir Kanada. McLeod er sá kanadíski markvörður sem hefur oftast haldið marki sínu hreinu eða 49 sinnum í þessum 119 leikjum. Sinclair tilkynnti á dögunum að þetta yrði hennar síðasta ár í landsliðinu en kanadíska sambandið sannfærði hana um að taka þátt í fjórum leikjum í desember sem verður eins konar kveðjuferðalag hennar um landið. Sinclair er markahæsta landsliðskona sögunnar en hún er með 190 mörk í 329 landsleikjum sem er bæði kanadískt met. Kanadíska landsliðið spilar þessa fjóra leiki víðs vegar um Kanada eða í Montreal, Halifax, Victoria og loks í Vancouver. Í lokaleiknum í Vancouver verður síðan kveðjuhátíð þar sem kanadíska þjóðin mun kveðja þessa þrjá leikmenn. Þær verða allar heiðraðar með viðhöfn. View this post on Instagram A post shared by Canada Soccer (@canadasoccer) Kanada Stjarnan Besta deild kvenna Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Erin er eiginkona Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur og var markvörður Stjörnunnar í Bestu deildinni síðasta sumar. Hún er líka ein reyndasta landsliðskona Kanada frá upphafi. Kanadíska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt að ætlunin sé að heiðra þrjár goðsagnir kvennalandsliðsins á landsleik Kanada í Vancouver í desember. Leikmennirnir eru Erin McLeod, miðjumaðurinn Sophie Schmidt og framherjinn Christine Sinclair. Schmidt spilaði 224 landsleiki fyrir Kanada frá 2005 til 2023 og skoraði í þeim 20 mörk. Hún setti landsliðsskóna upp á hillu eftir HM í sumar. Schmidt er næstleikhæsta kanadíska landsliðskona sögunnar. McLeod spilaði 119 leiki fyrir Kanada frá 2002 til 2021. Hún spilaði alls nítján leiki á stórmótum, HM eða ÓL, fyrir Kanada. McLeod er sá kanadíski markvörður sem hefur oftast haldið marki sínu hreinu eða 49 sinnum í þessum 119 leikjum. Sinclair tilkynnti á dögunum að þetta yrði hennar síðasta ár í landsliðinu en kanadíska sambandið sannfærði hana um að taka þátt í fjórum leikjum í desember sem verður eins konar kveðjuferðalag hennar um landið. Sinclair er markahæsta landsliðskona sögunnar en hún er með 190 mörk í 329 landsleikjum sem er bæði kanadískt met. Kanadíska landsliðið spilar þessa fjóra leiki víðs vegar um Kanada eða í Montreal, Halifax, Victoria og loks í Vancouver. Í lokaleiknum í Vancouver verður síðan kveðjuhátíð þar sem kanadíska þjóðin mun kveðja þessa þrjá leikmenn. Þær verða allar heiðraðar með viðhöfn. View this post on Instagram A post shared by Canada Soccer (@canadasoccer)
Kanada Stjarnan Besta deild kvenna Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira