Völdu byrjunarliðið fyrir umspilið: Orri fremstur en ósammála um markmanninn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. nóvember 2023 10:30 Lárus Orri Sigurðsson vill að Rúnar Alex Rúnarsson verði í íslenska markinu í umspilsleikjunum í mars á næsta ári. vísir/hulda margrét Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson fengu það verkefni að velja byrjunarlið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir EM-umspilið sem það fer væntanlega í mars á næsta ári. Byrjunarliðin sem þeir félagar völdu voru svipuð en helsti munurinn var á miðjunni og köntunum. Þá kastaði Kári fram nafni fyrrverandi samherja síns í Víkingi, Loga Tómassonar, í stöðu vinstri bakvarðar og sagði að landsliðsþjálfarinn Åge Hareide ætti að hafa auga með honum. „Ég henti inn einu góðu nafni úr Víkinni. Hann er búinn að standa sig gríðarlega vel og ég held að það yrði gott skref fyrir Åge að skoða hann í janúar, hvort hann sé tilbúinn. En hann er hrikalega flottur,“ sagði Kári og bætti við að Guðmundur Þórarinsson og Valgeir Lunddal Friðriksson hefðu einnig staðið sig vel í stöðu vinstri bakvarðar. Kári vill spila 4-4-2 með Hákon Arnar Haraldsson frammi með Orra Steini Óskarssyni. „Hákon er það snjall að hann finnur sér bara einhver svæði til að fylla. Þá ertu með Gylfa [Þór Sigurðsson ]til að finna hann í fætur. Svo væri Orri með honum og ég væri með Jóa [Jóhann Berg Guðmundsson] aðeins framar á vellinum,“ sagði Kári sem gat ekki valið sér markvörð. Hákon Rafn Valdimarsson spilaði leikinn gegn Portúgal í gær en auk hans hafa Rúnar Alex Rúnarsson og Elías Rafn Ólafsson spilað í undankeppninni. „Ég var ekkert búinn að sjá Hákon. Ég var hrifinn af honum í dag. Hann gerði ein mistök og sem markvörður ertu því miður dæmdur af þeim. Ég veit það ekki. Ég á mjög erfitt með að velja þetta, þessa markmannsstöðu. Þeir eru allir voða svipaðir en Hákon sýndi að hann er aðeins ákveðnari og tilbúinn að koma út í teig sem er eiginleiki sem ég kann mjög vel að meta,“ sagði Kári. Rúnar Alex var í markinu í liði Lárusar Orra. „Að Rúnar fari úr markinu hefur eitthvað að gera með að hann er ekki að spila mikið með núna. En þessar forsendur sem við vorum með, að allir væru að spila á fullu með sínum liðum. Þetta eru tveir leikir. Rúnar er með mestu reynsluna af þeim og ég set hann í markið, þrátt fyrir að Hákon hafi verið mjög flottur.“ Klippa: Kári og Lárus Orri völdu byrjunarlið Íslands Albert Guðmundsson er í liði Lárusar Orra og Hákon á vinstri kantinum. „Besta staða Hákons er sennilega fyrir aftan framherjann en eins og Kári segir er hann klókur leikmaður og ég treysti á að hann finni sín svæði,“ sagði Lárus Orri áður en Kári tók við boltanum. „Ég setti Willum [Þór Willumsson] inn á miðjuna því hann er svo stór og sterkur að hann á bara að vera miðjumaður. Ég vil hafa hæð í þessu. En ef ég ætti að spila þennan leik á morgun væri Arnór Ingvi [Traustason] með Gylfa á miðjunni,“ sagði Kári. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Byrjunarliðin sem þeir félagar völdu voru svipuð en helsti munurinn var á miðjunni og köntunum. Þá kastaði Kári fram nafni fyrrverandi samherja síns í Víkingi, Loga Tómassonar, í stöðu vinstri bakvarðar og sagði að landsliðsþjálfarinn Åge Hareide ætti að hafa auga með honum. „Ég henti inn einu góðu nafni úr Víkinni. Hann er búinn að standa sig gríðarlega vel og ég held að það yrði gott skref fyrir Åge að skoða hann í janúar, hvort hann sé tilbúinn. En hann er hrikalega flottur,“ sagði Kári og bætti við að Guðmundur Þórarinsson og Valgeir Lunddal Friðriksson hefðu einnig staðið sig vel í stöðu vinstri bakvarðar. Kári vill spila 4-4-2 með Hákon Arnar Haraldsson frammi með Orra Steini Óskarssyni. „Hákon er það snjall að hann finnur sér bara einhver svæði til að fylla. Þá ertu með Gylfa [Þór Sigurðsson ]til að finna hann í fætur. Svo væri Orri með honum og ég væri með Jóa [Jóhann Berg Guðmundsson] aðeins framar á vellinum,“ sagði Kári sem gat ekki valið sér markvörð. Hákon Rafn Valdimarsson spilaði leikinn gegn Portúgal í gær en auk hans hafa Rúnar Alex Rúnarsson og Elías Rafn Ólafsson spilað í undankeppninni. „Ég var ekkert búinn að sjá Hákon. Ég var hrifinn af honum í dag. Hann gerði ein mistök og sem markvörður ertu því miður dæmdur af þeim. Ég veit það ekki. Ég á mjög erfitt með að velja þetta, þessa markmannsstöðu. Þeir eru allir voða svipaðir en Hákon sýndi að hann er aðeins ákveðnari og tilbúinn að koma út í teig sem er eiginleiki sem ég kann mjög vel að meta,“ sagði Kári. Rúnar Alex var í markinu í liði Lárusar Orra. „Að Rúnar fari úr markinu hefur eitthvað að gera með að hann er ekki að spila mikið með núna. En þessar forsendur sem við vorum með, að allir væru að spila á fullu með sínum liðum. Þetta eru tveir leikir. Rúnar er með mestu reynsluna af þeim og ég set hann í markið, þrátt fyrir að Hákon hafi verið mjög flottur.“ Klippa: Kári og Lárus Orri völdu byrjunarlið Íslands Albert Guðmundsson er í liði Lárusar Orra og Hákon á vinstri kantinum. „Besta staða Hákons er sennilega fyrir aftan framherjann en eins og Kári segir er hann klókur leikmaður og ég treysti á að hann finni sín svæði,“ sagði Lárus Orri áður en Kári tók við boltanum. „Ég setti Willum [Þór Willumsson] inn á miðjuna því hann er svo stór og sterkur að hann á bara að vera miðjumaður. Ég vil hafa hæð í þessu. En ef ég ætti að spila þennan leik á morgun væri Arnór Ingvi [Traustason] með Gylfa á miðjunni,“ sagði Kári. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn