„Það verða allir að sitja við sama borð“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2023 15:01 Stefán Árni Pálsson er stjórnandi Subway Körfuboltakvölds. Vísir Arnar Guðjónsson lét gamminn geyssa um vinnubrögð KKÍ í viðtali eftir sigur Stjörnunnar á Haukum í gær. Málið var rætt í Subway Körfuboltakvöldi í gærkvöldi. Arnar Guðjónsson var ekki sáttur með vinnubrögð KKÍ varðandi það hvort félög geti aflað sér upplýsinga um leikmannalista andstæðinga sína fyrir leiki. Haukar sömdu við nýjan bandarískan leikmann í vikunni og vissi Arnar ekki hvort hann yrði í leikmannahópi liðsins gegn Stjörnunni í gær. „Þetta er búið að vera mjög furðulegur undirbúningur. Þegar Íslandsmótið byrjar þá segir KKÍ við okkur að leikmannalistar, listi yfir löglega leikmenn að það sé ekki hægt að fá að sjá það. Öll lið sitja við sama borð. Þegar við síðan semjum við við James Ellisor þá fá Þórsarar að vita það að hann sé ekki kominn með leikheimild. Ég sendi skilaboð á KKÍ og fæ svar tveimur vikum seinna að maður geti bara fengið að vita þetta.“ „Á föstudag sendi ég tölvupóst á KKÍ og bið um að fá að vita hverjir eru löglegir fyrir Hauka. Vitandi að þeir eru búnir að semja við nýjan bandarískan leikmann, vitandi að þeir eiga á skrifstofunni Emil Barja, vitandi að Anna Soffía er gengin til liðs við þær frá Breiðablik. KKÍ getur ekki séð sér fært að vita. Ekki í gær klukkan fjögur, við æfðum klukkan fimm ekki vitandi hverjir eru löglegir á móti okkur.“ Arnar segir ólíðandi að málum sé svona háttað og að geta ekki einu sinni verið viss hvort lið séu með löglegt lið á móti þeim. Hann segir að svo virðist sem tölvupóstar hjá KKÍ hafni í einhverju svartholi. „Kannski eru póstarnir hans í ruslpóstinum“ „Ég skil hann að vissu leyti. Það er frekar pirrandi að vera að undirbúa liðið sitt og þú veist ekki hvaða liði þú ert að fara að mæta,“ sagði Stefán Árni Pálsson stjórnandi Subway Körfuboltakvölds í gærkvöldi. Stefán Árni, Ómar Sævarsson og Teitur Örlygsson fóru yfir málið í gær og voru sammála Arnari í gagnrýni hans. „Réttilega segir Arnar að það verði allir að sitja við sama borð þegar kemur að þessu. Það getur ekki verið að einhver geti hringt og fengið allt staðfest en ekki hann. Kannski eru póstarnir hans í ruslpóstinum,“ sagði Teitur. Klippa: Umræða um ummæli Arnar Guðjónsson um vinnubrögð KKÍ „Þetta er náttúrulega algjörlega fáránlegt. Ef það er satt sem hann segir, sem ég reikna með að sé 100% satt, þá er það bara hræðilegt,“ sagði Ómar. Haukar eru nýbúnir að semja við Damier Pitts sem lék með Grindavík í fyrra og Ómar sagði það líka skipta máli í samhenginu. „Sérstaklega því þetta er ekki bara einhver bandarískur leikmaður. Þetta er leikmaður sem hefur spilað hérna áður og hann veit hverju hann er að fara að mæta. Hann getur skoðað og sett upp kerfi á móti því.“ Viðtalið við Arnar og umræðu þeirra Stefáns Árna, Ómars og Teits má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
Arnar Guðjónsson var ekki sáttur með vinnubrögð KKÍ varðandi það hvort félög geti aflað sér upplýsinga um leikmannalista andstæðinga sína fyrir leiki. Haukar sömdu við nýjan bandarískan leikmann í vikunni og vissi Arnar ekki hvort hann yrði í leikmannahópi liðsins gegn Stjörnunni í gær. „Þetta er búið að vera mjög furðulegur undirbúningur. Þegar Íslandsmótið byrjar þá segir KKÍ við okkur að leikmannalistar, listi yfir löglega leikmenn að það sé ekki hægt að fá að sjá það. Öll lið sitja við sama borð. Þegar við síðan semjum við við James Ellisor þá fá Þórsarar að vita það að hann sé ekki kominn með leikheimild. Ég sendi skilaboð á KKÍ og fæ svar tveimur vikum seinna að maður geti bara fengið að vita þetta.“ „Á föstudag sendi ég tölvupóst á KKÍ og bið um að fá að vita hverjir eru löglegir fyrir Hauka. Vitandi að þeir eru búnir að semja við nýjan bandarískan leikmann, vitandi að þeir eiga á skrifstofunni Emil Barja, vitandi að Anna Soffía er gengin til liðs við þær frá Breiðablik. KKÍ getur ekki séð sér fært að vita. Ekki í gær klukkan fjögur, við æfðum klukkan fimm ekki vitandi hverjir eru löglegir á móti okkur.“ Arnar segir ólíðandi að málum sé svona háttað og að geta ekki einu sinni verið viss hvort lið séu með löglegt lið á móti þeim. Hann segir að svo virðist sem tölvupóstar hjá KKÍ hafni í einhverju svartholi. „Kannski eru póstarnir hans í ruslpóstinum“ „Ég skil hann að vissu leyti. Það er frekar pirrandi að vera að undirbúa liðið sitt og þú veist ekki hvaða liði þú ert að fara að mæta,“ sagði Stefán Árni Pálsson stjórnandi Subway Körfuboltakvölds í gærkvöldi. Stefán Árni, Ómar Sævarsson og Teitur Örlygsson fóru yfir málið í gær og voru sammála Arnari í gagnrýni hans. „Réttilega segir Arnar að það verði allir að sitja við sama borð þegar kemur að þessu. Það getur ekki verið að einhver geti hringt og fengið allt staðfest en ekki hann. Kannski eru póstarnir hans í ruslpóstinum,“ sagði Teitur. Klippa: Umræða um ummæli Arnar Guðjónsson um vinnubrögð KKÍ „Þetta er náttúrulega algjörlega fáránlegt. Ef það er satt sem hann segir, sem ég reikna með að sé 100% satt, þá er það bara hræðilegt,“ sagði Ómar. Haukar eru nýbúnir að semja við Damier Pitts sem lék með Grindavík í fyrra og Ómar sagði það líka skipta máli í samhenginu. „Sérstaklega því þetta er ekki bara einhver bandarískur leikmaður. Þetta er leikmaður sem hefur spilað hérna áður og hann veit hverju hann er að fara að mæta. Hann getur skoðað og sett upp kerfi á móti því.“ Viðtalið við Arnar og umræðu þeirra Stefáns Árna, Ómars og Teits má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn