Moneyball-liðið flytur til Las Vegas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2023 16:01 Lawrence Butler og félagar í Oakland Athletics eru að flytja til Las Vegas. Getty/Ronald Martinez Oakland Athletics hefur fengið leyfi frá eigendum bandarísku hafnaboltadeildarinnar að flytja liðið sitt á milli borga. Oakland Athletics er að flytja til Las Vegas og mun væntanlega heita hér eftir Las Vegas Athletics. „Þessi dagur er ótrúlega erfiður fyrir stuðningsfólk Oakland A's en þetta er frábær dagur fyrir Las Vegas,“ sagði John Fisher, eigandi félagsins. Þetta verður aðeins í annað skiptið á síðustu fimmtíu árum sem MLB-lið flytur. Það þurfti þrjá fjórðu atkvæða frá eigendum félaga í deildinni til að fá vistaskiptin samþykkt. Breaking: Major League Baseball owners voted Thursday to allow the Oakland Athletics to move to Las Vegas, paving the way for baseball's second relocation in the past half-century, sources told ESPN.More: https://t.co/UYqiVp1luI pic.twitter.com/Ytdax47EqY— ESPN (@espn) November 16, 2023 Oakland Athletics var búið að berjast fyrir því í tvo áratugi að fá nýjan leikvang en án árangurs. Liðið spilar í Oakland Coliseum sem er minnsti leikvangur deildarinnar og orðinn mjög gamall. Oakland borg missir því enn eitt félagið því áður hafði borgin missti NFL-lið Raiders og NBA-lið Golden State Warriors. Raiders endaði í Las Vegas, eins og Athletics, en Golden State flutti sig yfir til San Francisco. Oakland Athletics er kannski þekktast á Íslandi fyrir að vera félagið sem myndin Moneyball er byggð á. Sú kvikmynd fjallar um það þegar Oakland Athletics vann bandaríska meistaratitilinn árið 2002 eftir að hafa sett saman lið með vanmetnum leikmönnum sem tölfræði og leikgreining sýndu að voru miklu meira virði. Moneyball-kenningin skilaði titli og hefur aukið mikið áhrif tölfræði og leikgreiningar í uppsetningu bandarískra íþróttaliða. Hafnabolti Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Sjá meira
Oakland Athletics er að flytja til Las Vegas og mun væntanlega heita hér eftir Las Vegas Athletics. „Þessi dagur er ótrúlega erfiður fyrir stuðningsfólk Oakland A's en þetta er frábær dagur fyrir Las Vegas,“ sagði John Fisher, eigandi félagsins. Þetta verður aðeins í annað skiptið á síðustu fimmtíu árum sem MLB-lið flytur. Það þurfti þrjá fjórðu atkvæða frá eigendum félaga í deildinni til að fá vistaskiptin samþykkt. Breaking: Major League Baseball owners voted Thursday to allow the Oakland Athletics to move to Las Vegas, paving the way for baseball's second relocation in the past half-century, sources told ESPN.More: https://t.co/UYqiVp1luI pic.twitter.com/Ytdax47EqY— ESPN (@espn) November 16, 2023 Oakland Athletics var búið að berjast fyrir því í tvo áratugi að fá nýjan leikvang en án árangurs. Liðið spilar í Oakland Coliseum sem er minnsti leikvangur deildarinnar og orðinn mjög gamall. Oakland borg missir því enn eitt félagið því áður hafði borgin missti NFL-lið Raiders og NBA-lið Golden State Warriors. Raiders endaði í Las Vegas, eins og Athletics, en Golden State flutti sig yfir til San Francisco. Oakland Athletics er kannski þekktast á Íslandi fyrir að vera félagið sem myndin Moneyball er byggð á. Sú kvikmynd fjallar um það þegar Oakland Athletics vann bandaríska meistaratitilinn árið 2002 eftir að hafa sett saman lið með vanmetnum leikmönnum sem tölfræði og leikgreining sýndu að voru miklu meira virði. Moneyball-kenningin skilaði titli og hefur aukið mikið áhrif tölfræði og leikgreiningar í uppsetningu bandarískra íþróttaliða.
Hafnabolti Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Sjá meira