Verða vondi kallinn á laugardaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2023 08:00 Maurice Creek hefur leikið sinn síðasta leik með Hamarsliðinu. Vísir/Vilhelm Halldór Karl Þórsson, þjálfari nýliða Hamars í Subway deild karla í körfubolta, gerði stórar breytingar á leikmannahópi sínum eftir að liðið tapaði sex fyrstu leikjum sínum. Hann segist hafa vilja semja við Jalen Moore um leið og hann var rekinn frá Haukum. Halldór Karl Þórsson, þjálfari nýliða Hamars.Vísir/Vilhelm Moore var látinn fara frá Haukum í vikunni en hann er stigahæsti leikmaður Subway deild karla í vetur með 27,3 stig í leik í sex leikjum sínum með Haukum. Haukarnir unnu aðeins tvo af fyrstu sex leikjum sínum og gerðu þá þessa róttæku breytingu á liði sínu. Hamarsliðið hefur aftur á móti tapað öllum sex leikjum sínum í deildinni. Það kallaði líka á breytingar og þjálfari Hvergerðinga var óhræddur við að gera þær. Einkennilegt „Þetta var akkúrat týpan af leikmanni sem við vorum að leita eftir. Við vorum búnir að vera að skoða leikmenn og þá bakvörð sem getur búið til fyrir sig sjálfan og aðra. Að fá aðeins sneggri einstakling í leikstjórnandastöðuna,“ sagði Halldór Karl í samtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég ræddi við mann og annan af því að það var einkennilegt að þeir skildu reka stigahæsta og stoðsendingahæsta leikmann deildarinnar. Við ákváðum að slá til þegar við vorum búnir að ná samningum,“ sagði Halldór Karl. Hann gerði fleiri breytingar því hann lét líka tvo erlenda leikmenn fara eða Bandaríkjamanninn Maurice Creek og Spánverjann Jose Medina. Creek var með 18,5 stig og 4,1 stoðsendingu að meðaltali í leik en Medina var með 12,0 stig og 5,7 stoðsendingar í leik. Eins og að láta fjölskyldumeðlim fara „Við erum búnir að rifta samningum við Jose Medina. Ég vil nýta tækifærið og þakka honum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir félagið. Hann hefur verið risastór partur af klúbbnum og það var alls ekki auðveld ákvörðun að láta hann fara,“ sagði Halldór Karl. „Þetta var eins og láta fjölskyldumeðlim fara úr félaginu,“ sagði Halldór Karl. Medina var með Hamarsliðinu í fyrra þegar liðið fór upp en þá var hann með 28,9 stig og 7,6 stoðsendingar að meðaltali í leik í 1. deildinni. Hamar mætir Grindavík í nokkuð sérstökum leik á laugardaginn klukkan fimm í Smáranum. Umræddur leikur átti að vera heimaleikur Hamars en þeir skiptu um heimaleik við Grindvíkinga. Viðhafnarútsending frá Smáranum Sérstök viðhafnarútsending verður á Stöð 2 Sport á laugardaginn. Klukkan 14.00 hefst leikur Grindavíkur og Þórs frá Akureyri í Subway deild kvenna og seinna mæta Hamarsmenn Grindvíkingum klukkan 17.00. Leikirnir verða í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og frítt er á báða leiki. Hægt verður að styðja Rauða krossinn með frjálsum framlögum um helgina og fara fjármunirnir til þeirra sem eiga um sárt að binda í Grindavík vegna jarðhræringa á Reykjanesskaganum. „Ég var búinn að stinga upp á því við liðið að við myndum horfa saman á allar bíómyndir þar sem vondi karlinn vinnur. The Usual Suspects væri tekin í kvöld,“ sagði Halldór Karl og hélt áfram: Það munu allir styðja Grindavík nema við „Það munu allir styðja Grindavík nema við á vellinum. Jafnvel myndu nokkrir Hvergerðingar styðja Grindvíkinga enda er það ekkert skrýtið. Ég get ekki sett mig í þessar aðstæður sem þeir eru að upplifa,“ sagði Halldór. „Ef við horfum á körfuboltahliðina á þessu þá er þetta er kjöraðstaða fyrir lið sem vantar sigur. Þetta átti að vera heimaleikur hjá okkur en þegar þetta kom inn á borð til okkar þá vorum við ekki lengi að hugsa um það. Við vildum alveg taka þátt í þessu,“ sagði Halldór. Það má horfa á alla fréttina hér fyrir ofan. Subway-deild karla Hamar Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Halldór Karl Þórsson, þjálfari nýliða Hamars.Vísir/Vilhelm Moore var látinn fara frá Haukum í vikunni en hann er stigahæsti leikmaður Subway deild karla í vetur með 27,3 stig í leik í sex leikjum sínum með Haukum. Haukarnir unnu aðeins tvo af fyrstu sex leikjum sínum og gerðu þá þessa róttæku breytingu á liði sínu. Hamarsliðið hefur aftur á móti tapað öllum sex leikjum sínum í deildinni. Það kallaði líka á breytingar og þjálfari Hvergerðinga var óhræddur við að gera þær. Einkennilegt „Þetta var akkúrat týpan af leikmanni sem við vorum að leita eftir. Við vorum búnir að vera að skoða leikmenn og þá bakvörð sem getur búið til fyrir sig sjálfan og aðra. Að fá aðeins sneggri einstakling í leikstjórnandastöðuna,“ sagði Halldór Karl í samtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég ræddi við mann og annan af því að það var einkennilegt að þeir skildu reka stigahæsta og stoðsendingahæsta leikmann deildarinnar. Við ákváðum að slá til þegar við vorum búnir að ná samningum,“ sagði Halldór Karl. Hann gerði fleiri breytingar því hann lét líka tvo erlenda leikmenn fara eða Bandaríkjamanninn Maurice Creek og Spánverjann Jose Medina. Creek var með 18,5 stig og 4,1 stoðsendingu að meðaltali í leik en Medina var með 12,0 stig og 5,7 stoðsendingar í leik. Eins og að láta fjölskyldumeðlim fara „Við erum búnir að rifta samningum við Jose Medina. Ég vil nýta tækifærið og þakka honum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir félagið. Hann hefur verið risastór partur af klúbbnum og það var alls ekki auðveld ákvörðun að láta hann fara,“ sagði Halldór Karl. „Þetta var eins og láta fjölskyldumeðlim fara úr félaginu,“ sagði Halldór Karl. Medina var með Hamarsliðinu í fyrra þegar liðið fór upp en þá var hann með 28,9 stig og 7,6 stoðsendingar að meðaltali í leik í 1. deildinni. Hamar mætir Grindavík í nokkuð sérstökum leik á laugardaginn klukkan fimm í Smáranum. Umræddur leikur átti að vera heimaleikur Hamars en þeir skiptu um heimaleik við Grindvíkinga. Viðhafnarútsending frá Smáranum Sérstök viðhafnarútsending verður á Stöð 2 Sport á laugardaginn. Klukkan 14.00 hefst leikur Grindavíkur og Þórs frá Akureyri í Subway deild kvenna og seinna mæta Hamarsmenn Grindvíkingum klukkan 17.00. Leikirnir verða í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og frítt er á báða leiki. Hægt verður að styðja Rauða krossinn með frjálsum framlögum um helgina og fara fjármunirnir til þeirra sem eiga um sárt að binda í Grindavík vegna jarðhræringa á Reykjanesskaganum. „Ég var búinn að stinga upp á því við liðið að við myndum horfa saman á allar bíómyndir þar sem vondi karlinn vinnur. The Usual Suspects væri tekin í kvöld,“ sagði Halldór Karl og hélt áfram: Það munu allir styðja Grindavík nema við „Það munu allir styðja Grindavík nema við á vellinum. Jafnvel myndu nokkrir Hvergerðingar styðja Grindvíkinga enda er það ekkert skrýtið. Ég get ekki sett mig í þessar aðstæður sem þeir eru að upplifa,“ sagði Halldór. „Ef við horfum á körfuboltahliðina á þessu þá er þetta er kjöraðstaða fyrir lið sem vantar sigur. Þetta átti að vera heimaleikur hjá okkur en þegar þetta kom inn á borð til okkar þá vorum við ekki lengi að hugsa um það. Við vildum alveg taka þátt í þessu,“ sagði Halldór. Það má horfa á alla fréttina hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Hamar Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira