Fótboltagoðsögn spilar aftur í úrvalsdeild á Bretlandi en nú í nýrri íþrótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2023 12:01 Petr Cech bryjaði að spila íshokkí eftir að fótboltaferlinum lauk. Getty/ Action Foto Sport Petr Cech gerði garðinn frægan sem markvörður Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en eftir að fótboltaskórnir fóru upp á hillu þá tók hann fram skautana. Nú hafa örlögin séð til þess að hann spilar aftur á Bretlandseyjum og það í bresku úrvalsdeildinni í íshokkí. Íshokkíliðið Belfast Giants hefur fengið sérstakt neyðarleyfi til að kalla á Petr Cech. Hann er leikmaður neðri deildarliðs Oxford City Stars en kemur á láni til Giants. Liðið spilar í Elite Ice Hockey League. Petr Cech has joined Belfast Giants on loan. Good luck @PetrCech pic.twitter.com/Zrs8VcHzQx— CFC-Blues (@CFCBlues_com) November 15, 2023 Cech mun verja mark norður-írska liðsins en risarnir frá Belfast eru ríkjandi breskir meistarar í íshokkí. Belfast Giants hafa nú tilkynnt um komu Cech til félagsins og þar er honum þakkað fyrir hjálpina. Cech er núna 41 árs gamall og er almennt talinn einn af bestu markvörðunum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann var fjórum sinnum enskur meistari, vann enska bikarinn fimm sinnum og Meistaradeildina einu sinni. Petr Cech: Ex-Chelsea goalkeeper joins Belfast Giants in loan move https://t.co/6WG1HGJCMq— BBC News (UK) (@BBCNews) November 15, 2023 Cech spilaði alls 124 landsleiki fyrir Tékkland og tók þátt á HM (2006) og EM (2008 og 2012). Tékkneski markvörðurinn setti fótboltaskóna upp á hillu árið 2019. Hann byrjaði þá að spila íshokkí ásamt því að starfa fyrir Chelsea. FC 24 Icon Petr Cech is on the move He's joined the Belfast Giants Ice Hockey team on loan...RELEASE THE OTW @EASPORTSFC Image credit: William Cherry pic.twitter.com/4G7A6u9XKO— FUTBIN (@FUTBIN) November 15, 2023 Íshokkí Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Sjá meira
Nú hafa örlögin séð til þess að hann spilar aftur á Bretlandseyjum og það í bresku úrvalsdeildinni í íshokkí. Íshokkíliðið Belfast Giants hefur fengið sérstakt neyðarleyfi til að kalla á Petr Cech. Hann er leikmaður neðri deildarliðs Oxford City Stars en kemur á láni til Giants. Liðið spilar í Elite Ice Hockey League. Petr Cech has joined Belfast Giants on loan. Good luck @PetrCech pic.twitter.com/Zrs8VcHzQx— CFC-Blues (@CFCBlues_com) November 15, 2023 Cech mun verja mark norður-írska liðsins en risarnir frá Belfast eru ríkjandi breskir meistarar í íshokkí. Belfast Giants hafa nú tilkynnt um komu Cech til félagsins og þar er honum þakkað fyrir hjálpina. Cech er núna 41 árs gamall og er almennt talinn einn af bestu markvörðunum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann var fjórum sinnum enskur meistari, vann enska bikarinn fimm sinnum og Meistaradeildina einu sinni. Petr Cech: Ex-Chelsea goalkeeper joins Belfast Giants in loan move https://t.co/6WG1HGJCMq— BBC News (UK) (@BBCNews) November 15, 2023 Cech spilaði alls 124 landsleiki fyrir Tékkland og tók þátt á HM (2006) og EM (2008 og 2012). Tékkneski markvörðurinn setti fótboltaskóna upp á hillu árið 2019. Hann byrjaði þá að spila íshokkí ásamt því að starfa fyrir Chelsea. FC 24 Icon Petr Cech is on the move He's joined the Belfast Giants Ice Hockey team on loan...RELEASE THE OTW @EASPORTSFC Image credit: William Cherry pic.twitter.com/4G7A6u9XKO— FUTBIN (@FUTBIN) November 15, 2023
Íshokkí Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Sjá meira