Lét gömlu refina um karpið: „Maður skilur báðar hliðar í þessu“ Aron Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2023 10:30 Arnór Sigurðsson var til viðtals í Vín í gær Vísir/Skjáskot Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Arnór Sigurðsson, segir að á meðan enn er möguleiki á EM sæti í gegnum undankeppnina verði liðið að stefna að því. Hann telur íslenska landsliðið klárt í að berjast um sigur í þeim tveimur leikjum sem eftir eru. Aron Guðmundsson skrifar frá Bratislava Arnór hefur undanfarna mánuði verið að fá fyrsta smjörþefinn af ensku B-deildinni sem leikmaður Blackburn Rovers og líkar það vel. „Bara mjög gott og gaman. Þetta hefur verið upplifun, það að spila á Englandi er öðruvísi en maður er vanur, Maður finnur hversu stórt þetta er. Það hefur gengið vel hjá mér persónulega, sérstaklega í byrjun. Alltaf gott að byrja vel sem nýr leikmaður. Ég er bara að fýla að í botn að vera þarna.“ Þá finnur hann mikinn mun tengdan leikjaálagi í deildinni en spilað er knappt og mikið í deildunum fyrir neðan ensku úrvalsdeildina. „Já algjörlega. Ég veit ekki hversu marga leiki við höfum verið að spila núna á ansi stuttum tíma. Áður en þessi skipti gengu í gegn ráðfærði ég mig við Aron Einar og Jóhann Berg sem höfðu spilað í þessari deild áður. Þetta er keyrsla en ótrúlega gaman. Maður er svolítið bara að spila leiki og ná endurheimt þess á milli. Það er skemmtilegt.“ Hvernig metur hann tímabilið til þessa? „Það hafa svolítið bara tvö lið stungið af á toppi deildarinnar og svo er restin á þá leið að allir geta einhvern veginn unnið alla. Það er stutt á milli í þessari deild og stutt fyrir okkur upp í sæti sem gefur þátttökurétt í útsláttarkeppninni. Við erum klárlega með lið sem á að vera berjast um það.“ Nú er einbeitingin hjá Arnóri á íslenska landsliðinu sem á fyrir höndum tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM, útileiki gegn Slóvakíu og Portúgal. Sigur í þessum tveimur leikjum sem og hagstæð úrslit úr öðrum leikjum tryggja Íslandi EM sæti í gegnum undankeppnina. Ef það mistekst er að teiknast upp fjallabaksleið fyrir liðið í gegnum umspil Þjóðadeildar Evrópu í mars á næsta ári. „Það er enn þá möguleiki fyrir okkur í þessari undankeppni. Við þurfum að horfa í það. Stefna að því að vinna þessa tvo leiki. Auðvitað eru þetta tveir erfiðir leikir en ég tel okkur alveg klára í að berjast um þrjú stig í báðum þessum leikjum. Á meðan að það er möguleiki þurfum við að gera allt til þess að ná því. Auðvitað vitum við einnig af þessu umspili í mars. Vitum hvað það myndi gefa okkur. Það þarf því líka að nota þessa leiki til að byggja ofan á það góða sem hefur verið í gangi og taka næsta skref sem hópur.“ Liðið byrjar á því að mæta Slóvakíu á morgun. Svo tekur við leikur gegn Portúgal á sunnudaginn kemur. Slóvakarnir geta tryggt sér sæti á EM með jafntefli eða sigri gegn Íslandi. „Það væri gaman að fara þangað og skemma partýið. Ég tel klárlega að við séum klárir í það. Ég fann það um leið og við komum saman í þetta verkefni að það er góð stemning í hópnum. Sér í lagi eftir síðasta verkefni þar sem að við skiluðum inn góðum frammistöðum.“ Klippa: Arnór Sig: Miði er möguleiki Fyrri leiknum heima á Íslandi lauk með svekkjandi 2-1 sigri Slóvakíu. Arnór býst við svipuðum leik en vonar auðvitað að úrslitin verði önnur. „Ég var meiddur í þeim leik en horfði á hann. Þetta verður 50/50 leikur og við þurfum bara að vera klárir frá byrjun. Þetta er náttúrulega leikur sem er spilaður á útivelli, þeir munu hafa mikinn stuðning á bakvið sig. Við þurfum að vera klárir í það.“ Það vakti mikla athygli fyrir síðasta landsleikjaglugga að Jon Dahl Tomasson, knattspyrnustjóri Blackburn Rovers sendi vini sínum Åge Hareide skýr fyrirmæli um að spila Arnóri bara í öðrum leik liðsins. Arnór var á þessum tímapunkti að stíga upp úr meiðslum og svar Hareide til Jon Dahl var skýrt. Arnór væri eign landsliðsins á meðan á landsleikjahléinu stæði. Svo fór að Arnór spilaði aðeins fyrri leik Íslands í umræddum landsleikjaglugga. Þurftirðu eitthvað að stíga upp á milli þessara tveggja gömlu refa? „Nei nei,“ segir Arnór hlægjandi. „Ég læt þá bara um að ræða þetta. En kannski skiljanlega hafði Jon Dahl áhyggjur þar sem að á þessum tímapunkti var ég búinn að spila meira en var planað eftir að ég kom til baka úr meiðslunum. Svo eftir síðasta landsliðsglugga er ég búinn að spila einhverja sjö leiki. Auðvitað langaði mig að spila þennan seinni leik gegn Liechtenstein. Manni langar alltaf að spila landsleiki. En maður skilur báðar hliðar í þessu. Við töluðum saman, ég og Åge, um að hann myndi bara setja mig inn á ef þess þurfti. Svo var það ekki nauðsynlegt.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Bratislava Arnór hefur undanfarna mánuði verið að fá fyrsta smjörþefinn af ensku B-deildinni sem leikmaður Blackburn Rovers og líkar það vel. „Bara mjög gott og gaman. Þetta hefur verið upplifun, það að spila á Englandi er öðruvísi en maður er vanur, Maður finnur hversu stórt þetta er. Það hefur gengið vel hjá mér persónulega, sérstaklega í byrjun. Alltaf gott að byrja vel sem nýr leikmaður. Ég er bara að fýla að í botn að vera þarna.“ Þá finnur hann mikinn mun tengdan leikjaálagi í deildinni en spilað er knappt og mikið í deildunum fyrir neðan ensku úrvalsdeildina. „Já algjörlega. Ég veit ekki hversu marga leiki við höfum verið að spila núna á ansi stuttum tíma. Áður en þessi skipti gengu í gegn ráðfærði ég mig við Aron Einar og Jóhann Berg sem höfðu spilað í þessari deild áður. Þetta er keyrsla en ótrúlega gaman. Maður er svolítið bara að spila leiki og ná endurheimt þess á milli. Það er skemmtilegt.“ Hvernig metur hann tímabilið til þessa? „Það hafa svolítið bara tvö lið stungið af á toppi deildarinnar og svo er restin á þá leið að allir geta einhvern veginn unnið alla. Það er stutt á milli í þessari deild og stutt fyrir okkur upp í sæti sem gefur þátttökurétt í útsláttarkeppninni. Við erum klárlega með lið sem á að vera berjast um það.“ Nú er einbeitingin hjá Arnóri á íslenska landsliðinu sem á fyrir höndum tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM, útileiki gegn Slóvakíu og Portúgal. Sigur í þessum tveimur leikjum sem og hagstæð úrslit úr öðrum leikjum tryggja Íslandi EM sæti í gegnum undankeppnina. Ef það mistekst er að teiknast upp fjallabaksleið fyrir liðið í gegnum umspil Þjóðadeildar Evrópu í mars á næsta ári. „Það er enn þá möguleiki fyrir okkur í þessari undankeppni. Við þurfum að horfa í það. Stefna að því að vinna þessa tvo leiki. Auðvitað eru þetta tveir erfiðir leikir en ég tel okkur alveg klára í að berjast um þrjú stig í báðum þessum leikjum. Á meðan að það er möguleiki þurfum við að gera allt til þess að ná því. Auðvitað vitum við einnig af þessu umspili í mars. Vitum hvað það myndi gefa okkur. Það þarf því líka að nota þessa leiki til að byggja ofan á það góða sem hefur verið í gangi og taka næsta skref sem hópur.“ Liðið byrjar á því að mæta Slóvakíu á morgun. Svo tekur við leikur gegn Portúgal á sunnudaginn kemur. Slóvakarnir geta tryggt sér sæti á EM með jafntefli eða sigri gegn Íslandi. „Það væri gaman að fara þangað og skemma partýið. Ég tel klárlega að við séum klárir í það. Ég fann það um leið og við komum saman í þetta verkefni að það er góð stemning í hópnum. Sér í lagi eftir síðasta verkefni þar sem að við skiluðum inn góðum frammistöðum.“ Klippa: Arnór Sig: Miði er möguleiki Fyrri leiknum heima á Íslandi lauk með svekkjandi 2-1 sigri Slóvakíu. Arnór býst við svipuðum leik en vonar auðvitað að úrslitin verði önnur. „Ég var meiddur í þeim leik en horfði á hann. Þetta verður 50/50 leikur og við þurfum bara að vera klárir frá byrjun. Þetta er náttúrulega leikur sem er spilaður á útivelli, þeir munu hafa mikinn stuðning á bakvið sig. Við þurfum að vera klárir í það.“ Það vakti mikla athygli fyrir síðasta landsleikjaglugga að Jon Dahl Tomasson, knattspyrnustjóri Blackburn Rovers sendi vini sínum Åge Hareide skýr fyrirmæli um að spila Arnóri bara í öðrum leik liðsins. Arnór var á þessum tímapunkti að stíga upp úr meiðslum og svar Hareide til Jon Dahl var skýrt. Arnór væri eign landsliðsins á meðan á landsleikjahléinu stæði. Svo fór að Arnór spilaði aðeins fyrri leik Íslands í umræddum landsleikjaglugga. Þurftirðu eitthvað að stíga upp á milli þessara tveggja gömlu refa? „Nei nei,“ segir Arnór hlægjandi. „Ég læt þá bara um að ræða þetta. En kannski skiljanlega hafði Jon Dahl áhyggjur þar sem að á þessum tímapunkti var ég búinn að spila meira en var planað eftir að ég kom til baka úr meiðslunum. Svo eftir síðasta landsliðsglugga er ég búinn að spila einhverja sjö leiki. Auðvitað langaði mig að spila þennan seinni leik gegn Liechtenstein. Manni langar alltaf að spila landsleiki. En maður skilur báðar hliðar í þessu. Við töluðum saman, ég og Åge, um að hann myndi bara setja mig inn á ef þess þurfti. Svo var það ekki nauðsynlegt.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Sjá meira