Firmino þurfti oft að stilla til friðar milli Salah og Mané Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2023 08:31 Þeir Sadio Mané, Roberto Firmino og Mohamed Salah skoruðu samtals 427 mörk meðan þeir léku saman með Liverpool. getty/Laurence Griffiths Roberto Firmino segist stundum hafa þurft að stilla til friðar milli Mohameds Salah og Sadios Mané. Salah, Mané og Firmino mynduðu magnað sóknartríó hjá Liverpool. Salah og Mané var ekki alltaf sammála eða sáttir við hvorn annan eins og í leik gegn Burnley 2019 þegar Senegalinn var afar óánægður með að Egyptinn hafi ekki gefið á hann. Firmino hefur nú tjáð sig um ríginn milli Manés og Salahs. „Ég upplifði þetta allt frá fyrstu hendi, gretturnar og líkamstjáninguna, óánægjuna þegar annar þeirra var ósáttur við hinn. Ég fann fyrir því. Ég var tengingin milli þeirra í sóknarspili okkar og í hlutverki sáttasemjara á þessum augnablikum,“ sagði Firmino. „Fyrir mörgum var þetta rifrildi gegn Burnley það fyrsta og síðasta milli Salahs og Manés. En ég vissi að þetta var búið að vera að byggjast upp frá tímabilinu á undan, 2018-19. Mitt hlutverk var að stilla til friðar. Það höfðu verið smá vandamál milli þeirra áður en þarna gerðist allt á vellinum, fyrir allra augum. Þarna fór lokið af pottinum.“ Að sögn Firminos er Mané nokkuð skapheitur og hann þurfti oft að róa hann niður. „Mané var ákafari á góðum stundum og slæmum. Hann var sá bráðasti af okkur þremur. Ég var alltaf að tala við hann, gefa honum ráðleggingar og reyna að róa hann. Ég sagði honum að finna frið, spila fyrir liðið og vera rólegur,“ sagði Firmino sem gekk í raðir Al-Ahli í Sádi-Arabíu í sumar eftir átta ár hjá Liverpool. Mané fór frá Liverpool til Bayern München í fyrra, og þaðan til Al-Nassr, en Salah leikur enn með Rauða hernum. Enski boltinn Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Sjá meira
Salah, Mané og Firmino mynduðu magnað sóknartríó hjá Liverpool. Salah og Mané var ekki alltaf sammála eða sáttir við hvorn annan eins og í leik gegn Burnley 2019 þegar Senegalinn var afar óánægður með að Egyptinn hafi ekki gefið á hann. Firmino hefur nú tjáð sig um ríginn milli Manés og Salahs. „Ég upplifði þetta allt frá fyrstu hendi, gretturnar og líkamstjáninguna, óánægjuna þegar annar þeirra var ósáttur við hinn. Ég fann fyrir því. Ég var tengingin milli þeirra í sóknarspili okkar og í hlutverki sáttasemjara á þessum augnablikum,“ sagði Firmino. „Fyrir mörgum var þetta rifrildi gegn Burnley það fyrsta og síðasta milli Salahs og Manés. En ég vissi að þetta var búið að vera að byggjast upp frá tímabilinu á undan, 2018-19. Mitt hlutverk var að stilla til friðar. Það höfðu verið smá vandamál milli þeirra áður en þarna gerðist allt á vellinum, fyrir allra augum. Þarna fór lokið af pottinum.“ Að sögn Firminos er Mané nokkuð skapheitur og hann þurfti oft að róa hann niður. „Mané var ákafari á góðum stundum og slæmum. Hann var sá bráðasti af okkur þremur. Ég var alltaf að tala við hann, gefa honum ráðleggingar og reyna að róa hann. Ég sagði honum að finna frið, spila fyrir liðið og vera rólegur,“ sagði Firmino sem gekk í raðir Al-Ahli í Sádi-Arabíu í sumar eftir átta ár hjá Liverpool. Mané fór frá Liverpool til Bayern München í fyrra, og þaðan til Al-Nassr, en Salah leikur enn með Rauða hernum.
Enski boltinn Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Sjá meira