Klopp eins og þrumuský á blaðamannafundi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2023 07:31 Jürgen Klopp var ekki sáttur við hvar blaðamannafundurinn eftir leikinn gegn Toulouse var haldinn. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ekki beint í góðu skapi eftir leikinn gegn Toulouse í Evrópudeildinni í gær. Ekki nóg með að Liverpool tapaði leiknum heldur þurfti Klopp að svara spurningum blaðamanna undir fagnaðarlátum stuðningsmanna Toulouse. Liverpool laut í lægra haldi fyrir Toulouse, 3-2, á útivelli í E-riðli Evrópudeildarinnar í gær. Með sigri hefði Rauði herinn tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni. Eftir leikinn var blaðamannafundur Liverpool haldinn í einhvers konar tjaldi. Þar heyrðist vel í stuðningsmönnum Toulouse sem fögnuðu sigrinum á hæsta styrk svo það heyrðist varla í Klopp sem var hinn pirraðasti. „Hverjum datt í hug að halda blaðamannafund hér? Það er mjög áhugaverð spurning. Vá,“ sagði Þjóðverjinn sem horfði í kringum sig í smá stund áður en hann svaraði næstu spurningu. "Who had the idea to do the press conference here?" Jurgen Klopp was left furious after his post-match press conference was interrupted by Toulouse's celebrations pic.twitter.com/YGMOf5gzso— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 9, 2023 Liverpool lenti tvisvar tveimur mörkum undir í leiknum í Toulouse í gær. En Diogo Jota kveikti vonarneista hjá gestunum þegar hann minnkaði muninn á 89. mínútu. Þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Jarell Quansah þriðja mark Liverpool en það var dæmt af vegna hendi á Alexis Mac Allister. Liverpool er enn á toppi E-riðils með níu stig en Toulouse er í 2. sætinu með sjö stig. Næsti leikur Liverpool, og sá síðasti fyrir landsleikjahlé, er gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Evrópudeild UEFA Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Liverpool laut í lægra haldi fyrir Toulouse, 3-2, á útivelli í E-riðli Evrópudeildarinnar í gær. Með sigri hefði Rauði herinn tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni. Eftir leikinn var blaðamannafundur Liverpool haldinn í einhvers konar tjaldi. Þar heyrðist vel í stuðningsmönnum Toulouse sem fögnuðu sigrinum á hæsta styrk svo það heyrðist varla í Klopp sem var hinn pirraðasti. „Hverjum datt í hug að halda blaðamannafund hér? Það er mjög áhugaverð spurning. Vá,“ sagði Þjóðverjinn sem horfði í kringum sig í smá stund áður en hann svaraði næstu spurningu. "Who had the idea to do the press conference here?" Jurgen Klopp was left furious after his post-match press conference was interrupted by Toulouse's celebrations pic.twitter.com/YGMOf5gzso— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 9, 2023 Liverpool lenti tvisvar tveimur mörkum undir í leiknum í Toulouse í gær. En Diogo Jota kveikti vonarneista hjá gestunum þegar hann minnkaði muninn á 89. mínútu. Þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Jarell Quansah þriðja mark Liverpool en það var dæmt af vegna hendi á Alexis Mac Allister. Liverpool er enn á toppi E-riðils með níu stig en Toulouse er í 2. sætinu með sjö stig. Næsti leikur Liverpool, og sá síðasti fyrir landsleikjahlé, er gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira