Hollir og einfaldir réttir beint í ofninn Einn og tveir og elda 7. nóvember 2023 08:51 Einn, tveir og elda hefur einfaldað líf okkar hinna með ljúffengum og hollum matarpökkum heim að dyrum. Nú hafa bæst við enn einfaldari réttir sem nánast ekkert þarf að hafa fyrir. Beint í ofninn eru splunkunýir réttir frá Einn, tveir og elda sem ekkert þarf að hafa fyrir. Réttirnir eru frábær lausn þá daga sem enginn tími er til að elda. „Beint í ofninn eru óeldaðir réttir í álbakka, framleiddir af okkur og þarf viðtakandinn einungis að taka plastið af og setja inn í ofn, mögulega hella sósu yfir, annað ekki. Við kynntum þessa nýjung til sögunnar í síðustu viku og viðtökurnar hafa verið frábærar,“ segir Jenný Sif Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Einn, tveir og elda. Jenný Sif Ólafsdóttir rekstrarstjóri Einn, tveir og elda Beint í ofninn vörulínan er svar við óskum viðskiptavina um enn einfaldari eldamennsku en Einn, tveir og elda hafa undanfarin ár einfaldað okkur hinum lífið með því að bjóða matarpakka sem innihalda uppskrift og hráefnið í hana tilbúið í réttum skammtastærðum. Hægt er að velja milli fjölbreyttra rétta yfir vikuna og fyrir hve marga og eru nýju réttirnir Beint í ofninn einstaklega hentugir þegar tíminn er naumur. „Í dag eru allir alltaf á milljón og við vitum að við erum ekki að fara að elda kvöldmat alla dagana. Oft er það einn dagur í vikunni eða fleiri þar sem við komum seint heim, krakkarnir á æfingu og þá er gott að grípa einn svona rétt með í kassann. Bakkarnir eru miðaðir við tvo en lítið mál að panta fleiri ef það eru fleiri í mat,“ segir Jenný en viðskiptavinir Einn, tveir og elda geta raðað saman matseðli vikunnar eftir eigin höfði. Hunangskjúklingur með byggsalati „Við erum að klára okkar sjötta ár í rekstri en við uppfærðum heimasíðuna okkar í fyrra sumar og opnuðum þá fyrir algjörlega opið val viðskiptavina sem hefur vakið mikla lukku. Fólk er yfirleitt að panta 3 til 5 rétti í kassann sinn og getur blandað saman réttum, magni og stærðum algjörlega eftir eigin hentisemi. Pöntunarfresturinn hjá okkur rennur út kl.13 á fimmtudögum til að panta fyrir komandi viku. Grænmetis lasagne Við höfum gegnum tíðina þróað okkur áfram í að minnka fyrirhöfnina fyrir viðskiptavini, til dæmis með því að senda grænmetið og fleira sem á að skera niður í uppskriftinni forskorið. Matarpakkar og tilbúinn matur heim er mjög vinsælt fyrirkomulag úti í heimi og verður alltaf vinsælla og vinsælla hér á landi. Við sjáum það bara úti í búð að það eru að bætast við kostir sem spara tíma á heimilinu,“ segir Jenný. Fólk vilji ekki slá af kröfum um hollan og góðan mat þó tíminn sé naumur og hjá Einn, tveir og elda er rík áhersla lögð á ferskleika og gæði. Bleikja elduð „Fólk vill bjóða fjölskyldunni upp á góðan heimilismat og minnka skyndivöru. Beint í ofninn eru ekki skyndiréttir. Réttirnir eru eingöngu framleiddir eftir pöntun eins og aðrir réttir hjá okkur. Við leggjum áherslu á gæði og ferskleika og fólk finnur það á vörunni. Allt kjöt, fiskur og kjúklingur sem við notum er íslensk vara og réttirnir okkar eru næringarríkir og próteinríkir,“ útskýrir Jenný. Nánar á www.einntveir.is Matur Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Fleiri fréttir Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Icewear styrkir Þjóðhátíð Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Flottasti garður landsins er á Selfossi Myndaveisla: Bylgjulestin lokaði sumrinu í Vaglaskógi Íslendingar geta verið sóðar Vertu hress um verslunarmannahelgina með After Party! Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Bylgjulestin mætti á Götubitahátíðina - Ilmandi myndaveisla Strumpaður dagur á forsýningu á Strumpum Bylgjulestin og dásamlegur götubiti í Hljómskálagarðinum Kjóstu flottasta garð ársins 2025! „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Góð ráð fyrir garðinn í sumar „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Bylgjulestin mætir á Kótelettuna Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Flottasti garður landsins - taktu þátt! Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Sjá meira
„Beint í ofninn eru óeldaðir réttir í álbakka, framleiddir af okkur og þarf viðtakandinn einungis að taka plastið af og setja inn í ofn, mögulega hella sósu yfir, annað ekki. Við kynntum þessa nýjung til sögunnar í síðustu viku og viðtökurnar hafa verið frábærar,“ segir Jenný Sif Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Einn, tveir og elda. Jenný Sif Ólafsdóttir rekstrarstjóri Einn, tveir og elda Beint í ofninn vörulínan er svar við óskum viðskiptavina um enn einfaldari eldamennsku en Einn, tveir og elda hafa undanfarin ár einfaldað okkur hinum lífið með því að bjóða matarpakka sem innihalda uppskrift og hráefnið í hana tilbúið í réttum skammtastærðum. Hægt er að velja milli fjölbreyttra rétta yfir vikuna og fyrir hve marga og eru nýju réttirnir Beint í ofninn einstaklega hentugir þegar tíminn er naumur. „Í dag eru allir alltaf á milljón og við vitum að við erum ekki að fara að elda kvöldmat alla dagana. Oft er það einn dagur í vikunni eða fleiri þar sem við komum seint heim, krakkarnir á æfingu og þá er gott að grípa einn svona rétt með í kassann. Bakkarnir eru miðaðir við tvo en lítið mál að panta fleiri ef það eru fleiri í mat,“ segir Jenný en viðskiptavinir Einn, tveir og elda geta raðað saman matseðli vikunnar eftir eigin höfði. Hunangskjúklingur með byggsalati „Við erum að klára okkar sjötta ár í rekstri en við uppfærðum heimasíðuna okkar í fyrra sumar og opnuðum þá fyrir algjörlega opið val viðskiptavina sem hefur vakið mikla lukku. Fólk er yfirleitt að panta 3 til 5 rétti í kassann sinn og getur blandað saman réttum, magni og stærðum algjörlega eftir eigin hentisemi. Pöntunarfresturinn hjá okkur rennur út kl.13 á fimmtudögum til að panta fyrir komandi viku. Grænmetis lasagne Við höfum gegnum tíðina þróað okkur áfram í að minnka fyrirhöfnina fyrir viðskiptavini, til dæmis með því að senda grænmetið og fleira sem á að skera niður í uppskriftinni forskorið. Matarpakkar og tilbúinn matur heim er mjög vinsælt fyrirkomulag úti í heimi og verður alltaf vinsælla og vinsælla hér á landi. Við sjáum það bara úti í búð að það eru að bætast við kostir sem spara tíma á heimilinu,“ segir Jenný. Fólk vilji ekki slá af kröfum um hollan og góðan mat þó tíminn sé naumur og hjá Einn, tveir og elda er rík áhersla lögð á ferskleika og gæði. Bleikja elduð „Fólk vill bjóða fjölskyldunni upp á góðan heimilismat og minnka skyndivöru. Beint í ofninn eru ekki skyndiréttir. Réttirnir eru eingöngu framleiddir eftir pöntun eins og aðrir réttir hjá okkur. Við leggjum áherslu á gæði og ferskleika og fólk finnur það á vörunni. Allt kjöt, fiskur og kjúklingur sem við notum er íslensk vara og réttirnir okkar eru næringarríkir og próteinríkir,“ útskýrir Jenný. Nánar á www.einntveir.is
Matur Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Fleiri fréttir Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Icewear styrkir Þjóðhátíð Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Flottasti garður landsins er á Selfossi Myndaveisla: Bylgjulestin lokaði sumrinu í Vaglaskógi Íslendingar geta verið sóðar Vertu hress um verslunarmannahelgina með After Party! Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Bylgjulestin mætti á Götubitahátíðina - Ilmandi myndaveisla Strumpaður dagur á forsýningu á Strumpum Bylgjulestin og dásamlegur götubiti í Hljómskálagarðinum Kjóstu flottasta garð ársins 2025! „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Góð ráð fyrir garðinn í sumar „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Bylgjulestin mætir á Kótelettuna Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Flottasti garður landsins - taktu þátt! Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Sjá meira