„Það eina sem var vandræðalegt og smánarlegt var hegðun Arteta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. nóvember 2023 09:00 Mikel Arteta lét gamminn geysa um dómgæsluna eftir tap Arsenal fyrir Newcastle United. getty/James Gill Michael Owen, einn markahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins, finnst Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hafa gengið alltof langt í gagnrýni sinni á dómara eftir tapið fyrir Newcastle United. Arsenal tapaði sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Newcastle, 1-0, á laugardaginn. Anthony Gordon skoraði eina mark leiksins eftir rúman klukkutíma. Það var dæmt gilt eftir langa myndbandsskoðun. Eftir leikinn gagnrýndi Arteta dómgæsluna harðlega og sagði hana til skammar og lýsti líðan sinni í leikslok eins og hann væri veikur. Arsenal tók undir gagnrýni Artetas í yfirlýsingu í gær og óskaði eftir betri dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni. Leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn ættu það skilið. Owen tók til máls á Twitter/X í gær og gagnrýndi Arteta og sagði hann hafa farið langt yfir strikið. „Leikur Arsenal og Newcastle í gær [í fyrradag] var frábær skemmtun. Tvö lið sem lögðu allt í sölurnar,“ skrifaði Owen. „Það eina (hans orð) sem var vandræðalegt og smánarlegt var hegðun Artetas. Algengur atburður sem skaðar leikinn meira en nokkur röng ákvörðun. Að gefa út yfirlýsingu til að væla yfir dómgæslu er glatað og fyrir félag á borð við Arsenal, algjörlega klassalaust.“ The @NUFC v @Arsenal game yesterday was a brilliant watch. Two top teams going at it. The only (in his words) embarrassing and disgraceful thing about it was Arteta s behaviour. A common occurrence that damages the game more than any incorrect decision. For his club to now — Michael Owen (@themichaelowen) November 5, 2023 Næsti leikur Arsenal er gegn Sevilla á heimavelli í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn. Á laugardaginn mætir Arsenal svo Burnley í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Sjá meira
Arsenal tapaði sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Newcastle, 1-0, á laugardaginn. Anthony Gordon skoraði eina mark leiksins eftir rúman klukkutíma. Það var dæmt gilt eftir langa myndbandsskoðun. Eftir leikinn gagnrýndi Arteta dómgæsluna harðlega og sagði hana til skammar og lýsti líðan sinni í leikslok eins og hann væri veikur. Arsenal tók undir gagnrýni Artetas í yfirlýsingu í gær og óskaði eftir betri dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni. Leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn ættu það skilið. Owen tók til máls á Twitter/X í gær og gagnrýndi Arteta og sagði hann hafa farið langt yfir strikið. „Leikur Arsenal og Newcastle í gær [í fyrradag] var frábær skemmtun. Tvö lið sem lögðu allt í sölurnar,“ skrifaði Owen. „Það eina (hans orð) sem var vandræðalegt og smánarlegt var hegðun Artetas. Algengur atburður sem skaðar leikinn meira en nokkur röng ákvörðun. Að gefa út yfirlýsingu til að væla yfir dómgæslu er glatað og fyrir félag á borð við Arsenal, algjörlega klassalaust.“ The @NUFC v @Arsenal game yesterday was a brilliant watch. Two top teams going at it. The only (in his words) embarrassing and disgraceful thing about it was Arteta s behaviour. A common occurrence that damages the game more than any incorrect decision. For his club to now — Michael Owen (@themichaelowen) November 5, 2023 Næsti leikur Arsenal er gegn Sevilla á heimavelli í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn. Á laugardaginn mætir Arsenal svo Burnley í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Sjá meira