Clattenburg segir að mark Newcastle hafi verið ólöglegt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. nóvember 2023 08:00 Joelinton gerir sig tilbúinn til að skalla boltann á Anthony Gordon. getty/Stu Forster Mark Clattenburg, sem var á sínum tíma einn fremsti fótboltadómari heims, segir að sigurmark Anthonys Gordon fyrir Newcastle United gegn Arsenal hefði ekki átt að standa. Gordon skoraði eina mark leiksins þegar Newcastle sigraði Arsenal á St James' Park á laugardaginn. Markið var dæmt gilt eftir langa bið. Þrennt var skoðað á myndbandi; hvort boltinn hefði farið út af, hvort Joelinton hafi brotið af sér þegar hann skallaði boltann á Gordon og loks hvort markaskorarinn hafi verið rangstæður. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, blés hressilega á blaðamannafundi eftir leik og gagnrýndi dómgæsluna. „Þetta er algjörlega til skammar, þannig líður mér og öllum leikmönnunum í búningsherberginu,“ sagði Arteta. „Mér líður illa, líkt og ég sé veikur, þannig líður mér með það að vera hluti af þessu.“ Arsenal sendi svo frá sér yfirlýsingu í gær þar sem það sagðist taka undir ummæli Artetas. „Arsenal styður heilshugar ummæli Mikel Arteta eftir leik vegna óásættanlegrar dómgæslu og mistaka í VAR dómgæslunni á laugardagskvöld,“ sagði í yfirlýsingunni. Í pistli sínum fyrir Daily Mail segir Clattenburg að mark Gordons gegn Arsenal hafi verið ólöglegt þar sem Joelinton hafi klárlega ýtt við Gabriel þegar hann skallaði boltann til hliðar. Clattenburg segir að dómarateymið hafi verið með aðrar ákvarðanir réttar, meðal annars að sleppa því að reka Kai Havertz út af fyrir glannalega tæklingu á Sean Longstaff en mörgum þótti Þjóðverjinn gera nóg til að verðskulda rautt spjald. Arsenal er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, þremur stigum á eftir toppliði Manchester City. Tapið fyrir Newcastle var það fyrsta hjá liðinu í deildinni á tímabilinu. Enski boltinn Tengdar fréttir Howe: Leit út eins og venjulegt mark fyrir mér Eddie Howe, þjálfari Newcastle, sagði í viðtali eftir leik gærkvöldsins gegn Arsenal að honum hafi þótt sigurmark Anthony Gordon vera gott og gilt. 5. nóvember 2023 12:46 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Gordon skoraði eina mark leiksins þegar Newcastle sigraði Arsenal á St James' Park á laugardaginn. Markið var dæmt gilt eftir langa bið. Þrennt var skoðað á myndbandi; hvort boltinn hefði farið út af, hvort Joelinton hafi brotið af sér þegar hann skallaði boltann á Gordon og loks hvort markaskorarinn hafi verið rangstæður. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, blés hressilega á blaðamannafundi eftir leik og gagnrýndi dómgæsluna. „Þetta er algjörlega til skammar, þannig líður mér og öllum leikmönnunum í búningsherberginu,“ sagði Arteta. „Mér líður illa, líkt og ég sé veikur, þannig líður mér með það að vera hluti af þessu.“ Arsenal sendi svo frá sér yfirlýsingu í gær þar sem það sagðist taka undir ummæli Artetas. „Arsenal styður heilshugar ummæli Mikel Arteta eftir leik vegna óásættanlegrar dómgæslu og mistaka í VAR dómgæslunni á laugardagskvöld,“ sagði í yfirlýsingunni. Í pistli sínum fyrir Daily Mail segir Clattenburg að mark Gordons gegn Arsenal hafi verið ólöglegt þar sem Joelinton hafi klárlega ýtt við Gabriel þegar hann skallaði boltann til hliðar. Clattenburg segir að dómarateymið hafi verið með aðrar ákvarðanir réttar, meðal annars að sleppa því að reka Kai Havertz út af fyrir glannalega tæklingu á Sean Longstaff en mörgum þótti Þjóðverjinn gera nóg til að verðskulda rautt spjald. Arsenal er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, þremur stigum á eftir toppliði Manchester City. Tapið fyrir Newcastle var það fyrsta hjá liðinu í deildinni á tímabilinu.
Enski boltinn Tengdar fréttir Howe: Leit út eins og venjulegt mark fyrir mér Eddie Howe, þjálfari Newcastle, sagði í viðtali eftir leik gærkvöldsins gegn Arsenal að honum hafi þótt sigurmark Anthony Gordon vera gott og gilt. 5. nóvember 2023 12:46 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Howe: Leit út eins og venjulegt mark fyrir mér Eddie Howe, þjálfari Newcastle, sagði í viðtali eftir leik gærkvöldsins gegn Arsenal að honum hafi þótt sigurmark Anthony Gordon vera gott og gilt. 5. nóvember 2023 12:46