Nunez tryggði Liverpool sæti í næstu umferð Smári Jökull Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 21:48 Darwin Nunez fagnar sigurmarki Liverpool í kvöld. Vísir/Getty Liverpool er komið í næstu umferð enska deildabikarsins í knattspyrnu eftir 2-1 útisigur á Bournemouth. Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Sigurðsson eru báðir úr leik eftir töp Burnley og Blackburn. Liverpool var í heimsókn hjá Bournemouth og kom Cody Gakpo gestunum yfir í fyrri hálfleik með marki á 31. mínútu. Staðan í hálfleik var 1-0 en Justin Kluivert jafnaði metin þegar seinni hálfleikur var tæplega hálfnaður. Jurgen Klopp stillti upp sterku liði og skömmu fyrir mark Kluivert hafði hann skipt Darwin Nunez, Trent Alexander-Arnold og Alexis Mac Allister öllum inn á völlinn en Mohamed Salah, Cody Gakpo og Dominik Szoboszlai byrjuðu allir inná í kvöld. Það var síðan einmitt Darwin Nunez sem tryggði Liverpool 2-1 sigur með frábæru marki tuttugu mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 2-1 og Liverpool því áfram í næstu umferð. Next stop: The #CarabaoCup quarter-finals! pic.twitter.com/HbFkR8iKD8— Chelsea FC (@ChelseaFC) November 1, 2023 Chelsea mætti liði Blackburn á heimavelli en síðarnefnda liðið leikur í næst efstu deild. Arnór Sigurðsson hóf leikinn á bekknum hjá Blackburn en kom inn á í síðari hálfleiknum. Benoit Badiashile kom Chelsea yfir á 30. mínútu og Raheem Sterling bætti öðru marki við á 59. mínútu. Þar við sat og Chelsea með nokkuð þægilegan sigur. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Burnley sem fékk skell á Goodison Park gegn Everton. James Tarkowski, Amadou Onana og Ashley Young skoruðu mörk Everton í 3-0 sigri en liðið vann góðan sigur á West Ham um liðna helgi. The remaining teams left in the Carabao Cup: Liverpool Chelsea Newcastle West Ham Everton Fulham Middlesbrough Port ValeWe simply have to win this competition now — Anfield Edition (@AnfieldEdition) November 1, 2023 Að lokum vann úrvalsdeildarlið Fulham góðan útisigur á Ipswich sem hefur verið að gera góða hluti í Championship-deildinni. Harry Wilson kom Fulham í 1-0 í upphafi leiks og Rodrigo Muniz skoraði annað mark liðsins í upphafi síðari hálfleiks. Tom Cairney kom Fulham í 3-0 á 77. mínútu áður en Eikan Baggott minnkaði muninn. Lokatölur 3-1 fyrir Fulham. Leik Manchester United og Newcastle er ekki lokið en þegar síðari hálfleikur er hálfnaður er staðan 3-0 fyrir Newcastle. Úrslit kvöldsins Bournemouth - Liverpool 1-2Chelsea - Blackburn 2-0Everton - Burnley 3-0Ipswich - Fulham 1-3 Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Liverpool var í heimsókn hjá Bournemouth og kom Cody Gakpo gestunum yfir í fyrri hálfleik með marki á 31. mínútu. Staðan í hálfleik var 1-0 en Justin Kluivert jafnaði metin þegar seinni hálfleikur var tæplega hálfnaður. Jurgen Klopp stillti upp sterku liði og skömmu fyrir mark Kluivert hafði hann skipt Darwin Nunez, Trent Alexander-Arnold og Alexis Mac Allister öllum inn á völlinn en Mohamed Salah, Cody Gakpo og Dominik Szoboszlai byrjuðu allir inná í kvöld. Það var síðan einmitt Darwin Nunez sem tryggði Liverpool 2-1 sigur með frábæru marki tuttugu mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 2-1 og Liverpool því áfram í næstu umferð. Next stop: The #CarabaoCup quarter-finals! pic.twitter.com/HbFkR8iKD8— Chelsea FC (@ChelseaFC) November 1, 2023 Chelsea mætti liði Blackburn á heimavelli en síðarnefnda liðið leikur í næst efstu deild. Arnór Sigurðsson hóf leikinn á bekknum hjá Blackburn en kom inn á í síðari hálfleiknum. Benoit Badiashile kom Chelsea yfir á 30. mínútu og Raheem Sterling bætti öðru marki við á 59. mínútu. Þar við sat og Chelsea með nokkuð þægilegan sigur. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Burnley sem fékk skell á Goodison Park gegn Everton. James Tarkowski, Amadou Onana og Ashley Young skoruðu mörk Everton í 3-0 sigri en liðið vann góðan sigur á West Ham um liðna helgi. The remaining teams left in the Carabao Cup: Liverpool Chelsea Newcastle West Ham Everton Fulham Middlesbrough Port ValeWe simply have to win this competition now — Anfield Edition (@AnfieldEdition) November 1, 2023 Að lokum vann úrvalsdeildarlið Fulham góðan útisigur á Ipswich sem hefur verið að gera góða hluti í Championship-deildinni. Harry Wilson kom Fulham í 1-0 í upphafi leiks og Rodrigo Muniz skoraði annað mark liðsins í upphafi síðari hálfleiks. Tom Cairney kom Fulham í 3-0 á 77. mínútu áður en Eikan Baggott minnkaði muninn. Lokatölur 3-1 fyrir Fulham. Leik Manchester United og Newcastle er ekki lokið en þegar síðari hálfleikur er hálfnaður er staðan 3-0 fyrir Newcastle. Úrslit kvöldsins Bournemouth - Liverpool 1-2Chelsea - Blackburn 2-0Everton - Burnley 3-0Ipswich - Fulham 1-3
Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira