Ingunn tekur við Olís af Frosta Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2023 16:41 Ingunn Svala Leifsdóttir og Frosti Ólafsson. Aðsend/Vísir/Arnar Ingunn Svala Leifsdóttir hefur verið ræaðin í starf framkvæmdastjóra Olís og tekur hún við stöðunni um næstu áramót. Hún tekur við af Frosta Ólafssyni sem hefur óskað eftir því að láta af störfum Í tilkynningu segir að Frosti komi til með að hefja störf hjá alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey & Company á þeim tíma. Fram kemur að Ingunn Svala hafi fjölþætta stjórnunarreynslu úr íslensku viðskiptalífi, en hún hafi síðast starfað sem framkvæmdastjóri rekstrar hjá Dohop og þar á undan hafi hún verið framkvæmdastjóri rekstrar hjá Háskólanum í Reykjavík. Ingunn situr í stjórnum Kviku banka og Ósa hf. Finnur Oddsson er forstjóri Haga.Vísir/Vilhelm Haft er Finni Oddsyni, forstjóra Haga, að Frosti hafi á síðustu árum leitt Olís í gegnum umfangsmikið ferli breytinga og hagræðingar með það að leiðarljósi að efla þjónustu við viðskiptavini og búa félagið um leið undir möguleg áhrif orkuskipta á starfsemina. „Áhrif þessarar vinnu eru nú að stórum hluta komin fram í rekstri Olís, sem hefur gengið vel á síðustu misserum og styrkt stöðu sína á eldsneytis- og þægindavörumarkaði. Það hefur verið ánægjulegt að starfa með Frosta að umbreytingu Olís sem hefur sjaldan staðið betur. Fyrir hönd Olís og Haga þakka ég Frosta frábært starf í þágu félaganna síðustu ár og óska honum góðs gengis í nýjum og spennandi verkefnum. Það er ánægjuefni að geta tilkynnt um ráðningu Ingunnar Svölu Leifsdóttur í starf framkvæmdastjóra Olís frá næstu áramótum. Ingunn býr að víðtækri reynslu sem stjórnandi og stjórnarmaður í íslensku atvinnulífi sem ég er sannfærður um að muni nýtast vel til að fylgja eftir árangursríku umbótastarfi síðustu missera, í samstarfi við öflugan hóp starfsfólks Olís. Það eru spennandi tímar framundan hjá Olís þar sem saman fer áframhaldandi aðlögun rekstrar að breyttum neysluvenjum á eldsneytismarkaði og uppbygging þjónustuframboðs á smásölu- og fyrirtækjamarkaði,“ segir Finnur. Frosti Ólafsson hefur stýrt Olís frá árinu 2021. Hann tók á sínum tíma við stöðunni af Jóni Ólafi Halldórssyni.Vísir/Arnar Þá er haft eftir Frosta Ólafssyni að það hafi verið mikil forréttindi að starfa fyrir Olís undanfarin ár. „Við höfum farið í gegnum verulegar skipulagsbreytingar og endurmörkun á félaginu. Vegferðin hefur gengið virkilega vel og þar ber fyrst og fremst að þakka því öfluga starfsfólki sem stendur að baki Olís. Mig langar til að þakka þessum frábæra hópi fyrir skemmtilegan tíma og hef um leið mikla trú á því að framhaldið sé í traustum höndum hjá Ingunni Svölu.“ Ingunn Svala Leifsdóttir.Aðsend Þá segir Ingunn Svala að hún sé mjög spennt fyrir tækifærinu, að taka við keflinu sem framkvæmdastjóri Olís. „Ég veit að ég tek við góðu búi frá Frosta og frábæru teymi starfsfólks Olís, sem ég hlakka til að kynnast á næstunni. Það eru forréttindi að starfa hjá einni af sterkustu samstæðum landsins sem Hagar sannarlega eru og öllu því öfluga fólki sem þar starfar og ég fer með þakklæti og tilhlökkun inn í spennandi tíma sem framundan eru hjá félaginu.“ Vistaskipti Bensín og olía Hagar Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Í tilkynningu segir að Frosti komi til með að hefja störf hjá alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey & Company á þeim tíma. Fram kemur að Ingunn Svala hafi fjölþætta stjórnunarreynslu úr íslensku viðskiptalífi, en hún hafi síðast starfað sem framkvæmdastjóri rekstrar hjá Dohop og þar á undan hafi hún verið framkvæmdastjóri rekstrar hjá Háskólanum í Reykjavík. Ingunn situr í stjórnum Kviku banka og Ósa hf. Finnur Oddsson er forstjóri Haga.Vísir/Vilhelm Haft er Finni Oddsyni, forstjóra Haga, að Frosti hafi á síðustu árum leitt Olís í gegnum umfangsmikið ferli breytinga og hagræðingar með það að leiðarljósi að efla þjónustu við viðskiptavini og búa félagið um leið undir möguleg áhrif orkuskipta á starfsemina. „Áhrif þessarar vinnu eru nú að stórum hluta komin fram í rekstri Olís, sem hefur gengið vel á síðustu misserum og styrkt stöðu sína á eldsneytis- og þægindavörumarkaði. Það hefur verið ánægjulegt að starfa með Frosta að umbreytingu Olís sem hefur sjaldan staðið betur. Fyrir hönd Olís og Haga þakka ég Frosta frábært starf í þágu félaganna síðustu ár og óska honum góðs gengis í nýjum og spennandi verkefnum. Það er ánægjuefni að geta tilkynnt um ráðningu Ingunnar Svölu Leifsdóttur í starf framkvæmdastjóra Olís frá næstu áramótum. Ingunn býr að víðtækri reynslu sem stjórnandi og stjórnarmaður í íslensku atvinnulífi sem ég er sannfærður um að muni nýtast vel til að fylgja eftir árangursríku umbótastarfi síðustu missera, í samstarfi við öflugan hóp starfsfólks Olís. Það eru spennandi tímar framundan hjá Olís þar sem saman fer áframhaldandi aðlögun rekstrar að breyttum neysluvenjum á eldsneytismarkaði og uppbygging þjónustuframboðs á smásölu- og fyrirtækjamarkaði,“ segir Finnur. Frosti Ólafsson hefur stýrt Olís frá árinu 2021. Hann tók á sínum tíma við stöðunni af Jóni Ólafi Halldórssyni.Vísir/Arnar Þá er haft eftir Frosta Ólafssyni að það hafi verið mikil forréttindi að starfa fyrir Olís undanfarin ár. „Við höfum farið í gegnum verulegar skipulagsbreytingar og endurmörkun á félaginu. Vegferðin hefur gengið virkilega vel og þar ber fyrst og fremst að þakka því öfluga starfsfólki sem stendur að baki Olís. Mig langar til að þakka þessum frábæra hópi fyrir skemmtilegan tíma og hef um leið mikla trú á því að framhaldið sé í traustum höndum hjá Ingunni Svölu.“ Ingunn Svala Leifsdóttir.Aðsend Þá segir Ingunn Svala að hún sé mjög spennt fyrir tækifærinu, að taka við keflinu sem framkvæmdastjóri Olís. „Ég veit að ég tek við góðu búi frá Frosta og frábæru teymi starfsfólks Olís, sem ég hlakka til að kynnast á næstunni. Það eru forréttindi að starfa hjá einni af sterkustu samstæðum landsins sem Hagar sannarlega eru og öllu því öfluga fólki sem þar starfar og ég fer með þakklæti og tilhlökkun inn í spennandi tíma sem framundan eru hjá félaginu.“
Vistaskipti Bensín og olía Hagar Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira