Körfuboltakvöld um bekkjarglens Maté: „Settu báða Finnana á bekkinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2023 23:16 Dalmay Maté, þjálfari Hauka. Vísir/Hulda Margrét „Hann endaði með 29 stig, níu þriggja stiga körfur. Þetta er alvöru skotmaður,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, um Osku Simana Heinonen sem hóf óvænt leik Hauka og Hamars á varamannabekknum. Það og viðtal Maté Dalmay, þjálfara Hauka, var til umræðu í síðasta þætti. Það vakti eðlilega athygli þegar jafn góð skytta og Heinonen er byrjar á bekknum. Þegar Dalmay var spurður út ástæðuna að leik loknum sagði hann: „Það eru alltaf einhverjir meistarar í öllum hlaðvörpum og sjónvarpsþáttum að tala um að fá við fáum ekki neitt af bekknum. Þannig að ég ákvað bara að segja „Fokkið þið ykkur, ég ætla að vera með 30 stiga mann á bekknum.“ Þá getur enginn mætt í körfuboltakvöld og sagt að við fáum ekki neitt af bekknum.“ Teitur Örlygsson, sérfræðingur þáttarins, sagði að hann hefði heyrt að nærri allt væri ofan í hjá Heinonen á æfingum í Ólafssal. „Þarna sjáum við svona skotsýningu,“ bætti hann við á meðan myndefni úr sigri Hauka á Hamri rúllaði í síðasta þætti Körfuboltakvölds. „Frábært að eiga svona mann. Við vissum þetta og Maté vissi þetta manna best sjálfur. Hann er búinn að vera tala um það vantaði meira flæði í leikinn til að opna meira pláss fyrir þessa frábæru skyttu sem hann er með. Þarna bara gerðist það, var allt annar bragur á Haukunum. Æðislega fallegur körfubolti sem þeir voru að spila og gaman að horfa á þetta,“ bætti Teitur við. „Þetta er finnsk uppskrift. Finnarnir eru rosalega góðir í að búa til svona leikmenn. Hlaupandi af screen-um. Eru í hornunum, ekki mikið að skapa sjálfir á dribblinu, eru góðir „3 and D“ leikmenn,“ sagði hinn sérfræðingur þáttarins að þessu sinni, Ómar Örn Sævarsson. „Fyrst Maté var að tala um þetta, að byrja með sinn mann á bekknum. Þeir skíttapa bekkjarbaráttunni. Þeir skora 38 stig af bekknum en Hamar er með 55 stig. Þetta er ekki nægilega gott. Settu báða Finnana á bekkinn,“ sagði Ómar Örn að endingu og glotti við tönn. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld um bekkjarsetu Heinonen: Þeir skíttapa bekkjarbaráttunni Körfubolti Subway-deild karla Haukar Körfuboltakvöld Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Það vakti eðlilega athygli þegar jafn góð skytta og Heinonen er byrjar á bekknum. Þegar Dalmay var spurður út ástæðuna að leik loknum sagði hann: „Það eru alltaf einhverjir meistarar í öllum hlaðvörpum og sjónvarpsþáttum að tala um að fá við fáum ekki neitt af bekknum. Þannig að ég ákvað bara að segja „Fokkið þið ykkur, ég ætla að vera með 30 stiga mann á bekknum.“ Þá getur enginn mætt í körfuboltakvöld og sagt að við fáum ekki neitt af bekknum.“ Teitur Örlygsson, sérfræðingur þáttarins, sagði að hann hefði heyrt að nærri allt væri ofan í hjá Heinonen á æfingum í Ólafssal. „Þarna sjáum við svona skotsýningu,“ bætti hann við á meðan myndefni úr sigri Hauka á Hamri rúllaði í síðasta þætti Körfuboltakvölds. „Frábært að eiga svona mann. Við vissum þetta og Maté vissi þetta manna best sjálfur. Hann er búinn að vera tala um það vantaði meira flæði í leikinn til að opna meira pláss fyrir þessa frábæru skyttu sem hann er með. Þarna bara gerðist það, var allt annar bragur á Haukunum. Æðislega fallegur körfubolti sem þeir voru að spila og gaman að horfa á þetta,“ bætti Teitur við. „Þetta er finnsk uppskrift. Finnarnir eru rosalega góðir í að búa til svona leikmenn. Hlaupandi af screen-um. Eru í hornunum, ekki mikið að skapa sjálfir á dribblinu, eru góðir „3 and D“ leikmenn,“ sagði hinn sérfræðingur þáttarins að þessu sinni, Ómar Örn Sævarsson. „Fyrst Maté var að tala um þetta, að byrja með sinn mann á bekknum. Þeir skíttapa bekkjarbaráttunni. Þeir skora 38 stig af bekknum en Hamar er með 55 stig. Þetta er ekki nægilega gott. Settu báða Finnana á bekkinn,“ sagði Ómar Örn að endingu og glotti við tönn. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld um bekkjarsetu Heinonen: Þeir skíttapa bekkjarbaráttunni
Körfubolti Subway-deild karla Haukar Körfuboltakvöld Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira