Ákærður fyrir morð og tilraun til morðs við Neuschwanstein Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2023 08:50 Ferðamaður staddur á Marienbrücke þangað sem margir leita til að ná góðu útsýni af Neuschwanstein-kastalanum fræga. EPA Þrjátíu og eins árs gamall Bandaríkjamaður hefur verið ákærður fyrir morð á konu og tilraun til morðs á annarri konu nærri Neuschwanstein-kastalanum í Bæjaralandi í Þýskalandi fyrir um fjórum mánuðum. Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi hrint konunum ofan í fimmtíu metra djúpt gljúfur þann 14. júní síðastliðinn. Önnur kvennanna lést en hin slasaðist alvarlega. Konurnar tvær voru í gönguferð í Þýskalandi eftir að hafa útskrifast úr háskóla. Í frétt DW er haft eftir saksóknurum að maðurinn sé sakaður um að hafa vísvitandi beint konunum tveimur að útsýnisstað, nokkrum metrum frá gönguleiðinni. Þar hafi hann svo ýtt konunum niður í gljúfrið. Fram kemur að eftir að maðurinn hafði sannfært konurnar um að fylgja sér að útsýnisstaðnum þar sem hann er sagður hafa ýtt við yngri konunni, sem var 21 árs, og reynt að afklæða hana. Þegar sú eldri, sem er 22 ára, reyndi að stöðva manninn er hann sagður hafa ýtt henni niður gljúfrið. Atvikið átti sér stað ekki langt frá Marienbrücke, skammt frá Neuschwanstein-kastalanum syðst í Bæjaralandi.EPA Maðurinn hafi svo þrengt að öndunarvegi yngri konunnar þar til að hún missti meðvitund, nauðgað henni og svo ýtt henni niður líka. Eldri konan komst lífs af en slasaðist alvarlega, en sú yngri var flutt með þyrlu á sjúkrahús þar sem hún var lést af sárum sínum. Maðurinn er einnig ákærður fyrir kynferðisbrot, líkamsmeiðingar og vörslu barnakláms. Ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð hefst í málinu. Neuschwanstein er að finna nærri bænum Hohenschwangau, sunnarlega í Bæjaralandi og þykir einn fallegasti kastali í heimi, enda sækja þangað um ein og hálf milljón manna á ári hverju. Lúðvík II konungur lét reisa kastalann á sínum tíma og flutti loks inn 1886. Hann lést þó skömmu síðar. Skreytingar kastaland voru tileinkaðar verkum tónskáldsins Richard Wagner. Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Kona látin eftir árás við Neuschwanstein-kastala Kona er látin og önnur særð eftir árás manns nærri Neuschwanstein-kastala í suðurhluta Þýskalands, einum vinsælasta ferðamannastað landsins. 15. júní 2023 13:25 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi hrint konunum ofan í fimmtíu metra djúpt gljúfur þann 14. júní síðastliðinn. Önnur kvennanna lést en hin slasaðist alvarlega. Konurnar tvær voru í gönguferð í Þýskalandi eftir að hafa útskrifast úr háskóla. Í frétt DW er haft eftir saksóknurum að maðurinn sé sakaður um að hafa vísvitandi beint konunum tveimur að útsýnisstað, nokkrum metrum frá gönguleiðinni. Þar hafi hann svo ýtt konunum niður í gljúfrið. Fram kemur að eftir að maðurinn hafði sannfært konurnar um að fylgja sér að útsýnisstaðnum þar sem hann er sagður hafa ýtt við yngri konunni, sem var 21 árs, og reynt að afklæða hana. Þegar sú eldri, sem er 22 ára, reyndi að stöðva manninn er hann sagður hafa ýtt henni niður gljúfrið. Atvikið átti sér stað ekki langt frá Marienbrücke, skammt frá Neuschwanstein-kastalanum syðst í Bæjaralandi.EPA Maðurinn hafi svo þrengt að öndunarvegi yngri konunnar þar til að hún missti meðvitund, nauðgað henni og svo ýtt henni niður líka. Eldri konan komst lífs af en slasaðist alvarlega, en sú yngri var flutt með þyrlu á sjúkrahús þar sem hún var lést af sárum sínum. Maðurinn er einnig ákærður fyrir kynferðisbrot, líkamsmeiðingar og vörslu barnakláms. Ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð hefst í málinu. Neuschwanstein er að finna nærri bænum Hohenschwangau, sunnarlega í Bæjaralandi og þykir einn fallegasti kastali í heimi, enda sækja þangað um ein og hálf milljón manna á ári hverju. Lúðvík II konungur lét reisa kastalann á sínum tíma og flutti loks inn 1886. Hann lést þó skömmu síðar. Skreytingar kastaland voru tileinkaðar verkum tónskáldsins Richard Wagner.
Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Kona látin eftir árás við Neuschwanstein-kastala Kona er látin og önnur særð eftir árás manns nærri Neuschwanstein-kastala í suðurhluta Þýskalands, einum vinsælasta ferðamannastað landsins. 15. júní 2023 13:25 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Kona látin eftir árás við Neuschwanstein-kastala Kona er látin og önnur særð eftir árás manns nærri Neuschwanstein-kastala í suðurhluta Þýskalands, einum vinsælasta ferðamannastað landsins. 15. júní 2023 13:25