Biður enska knattspyrnusambandið að hætta að rannsaka færslu Garnacho Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. október 2023 07:02 André Onana segir að Garnacho hafi ekki meint neitt slæmt með færslu sinni. Alex Livesey/Getty Images André Onana, markvörður Manchester United, hefur beðið enska knattspyrnusambandið um að hætta að rannsaka samfélagsmiðlafærslu Alejandro Garnacho eftir að Argentínumaðurinn birti mynd af Onana og lét tjákn með górillum fylgja með. Onana reyndist hetja Manchester United er liðið vann nauman 1-0 sigur gegn FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu síðastliðinn þriðjudag. Markvörðurinn varði þá vítaspyrnu frá Jordan Larsson á sjöundu mínútu uppbótartíma og sá til þess að United þurfti ekki að skipta stigunum með sér. Í kjölfarið birti Alejandro Garnacho, samherji Onana, mynd af markverðinum þar sem hann fagnar vörslunni á samfélagsmiðlum sínum. Með myndinni fylgdi enginn texti, aðeins tvö tjákn sem sýndu górillur. Færslan fór fyrir brjóstið á einhverjum og enska knattspyrnusambandið, FA, ákvað að skoða málið betur. Einhverjir gætu túlkað færsluna sem kynþáttafordóma þar sem apahljóðum hefur verið beint að þeldökkum leikmönnum, en Onana biður sambandið einfaldlega um að hætta að rannsaka færsluna. Hann viti vel hvað Garnacho hafi meint með henni. „Fólk getur ekki valið hvað það er sem ég móðgast yfir,“ ritaði Onana á samfélagsmiðla sína. „Ég veit nákvæmlega hvað Garnacho meinti með þessu: Kraftur og styrkur. Þetta mál ætti ekki að fara neitt lengra.“ 🔴🇦🇷 FA have been investigating into Garnacho’s social media post in which he used gorilla emojis over a picture of Andre Onana's penalty save. 🇨🇲 Onana replies: “People can’t choose what I should be offended by. Garnacho meant power and strenght. This should go no further”. pic.twitter.com/k6kea9Iwgz— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 26, 2023 Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira
Onana reyndist hetja Manchester United er liðið vann nauman 1-0 sigur gegn FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu síðastliðinn þriðjudag. Markvörðurinn varði þá vítaspyrnu frá Jordan Larsson á sjöundu mínútu uppbótartíma og sá til þess að United þurfti ekki að skipta stigunum með sér. Í kjölfarið birti Alejandro Garnacho, samherji Onana, mynd af markverðinum þar sem hann fagnar vörslunni á samfélagsmiðlum sínum. Með myndinni fylgdi enginn texti, aðeins tvö tjákn sem sýndu górillur. Færslan fór fyrir brjóstið á einhverjum og enska knattspyrnusambandið, FA, ákvað að skoða málið betur. Einhverjir gætu túlkað færsluna sem kynþáttafordóma þar sem apahljóðum hefur verið beint að þeldökkum leikmönnum, en Onana biður sambandið einfaldlega um að hætta að rannsaka færsluna. Hann viti vel hvað Garnacho hafi meint með henni. „Fólk getur ekki valið hvað það er sem ég móðgast yfir,“ ritaði Onana á samfélagsmiðla sína. „Ég veit nákvæmlega hvað Garnacho meinti með þessu: Kraftur og styrkur. Þetta mál ætti ekki að fara neitt lengra.“ 🔴🇦🇷 FA have been investigating into Garnacho’s social media post in which he used gorilla emojis over a picture of Andre Onana's penalty save. 🇨🇲 Onana replies: “People can’t choose what I should be offended by. Garnacho meant power and strenght. This should go no further”. pic.twitter.com/k6kea9Iwgz— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 26, 2023
Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira