„Enginn á að reikna með auðveldum leik á móti okkur“ Siggeir Ævarsson skrifar 25. október 2023 22:07 Auður Jónsdóttir og Arnar Guðjónsson eru aðalþjálfarar Stjörnunnar Facebook Stjarnan körfubolti Nýliðar Stjörnunnar unnu frækinn sigur á Njarðvík í kvöld í Subway-deild kvenna í framlengdum leik. Lokatölur 81-87 eftir mikla dramatík í lok venjulegs leiktíma þar sem Katarzyna Trzeciak jafnaði leikinn með þremur vítum. Fjórði leikhluti var bölvað bras hjá Stjörnunni framan af. Þær voru að skjóta illa fyrir utan og virtust vera að missa tökin á leiknum. Hvað var það sem small svo að lokum að mati Auður Ólafsdóttur, þjálfara liðsins? „Þetta er bara liðsheildin og varnarleikurinn hjá henni Kollu [Kolbrún María Ármannsdóttir, innsk. blm] var alveg gjörsamlega frábær á útlendinginn. Þær missa út Hesseldal og við gerðum sjúklega vel á Kanann þeirra.“ Rúnar Ingi þjálfari Njarðvíkur var spurður að því fyrir leik hvort það væri eitthvað öðruvísi upplegg að mæta nýliðum. Hann þvertók fyrir það en sennilega reiknuðu leikmenn Njarðvíkur með aðeins auðveldari leik en raunin varð. „Ég vil bara segja að enginn á að reikna með auðveldum leik á móti okkur. Við ætlum að halda tempói. Við erum ungar og ferskar og keyrum svolítið á hraðanum. Það sást í dag að það skilaði okkur mjög góðum sigri hér í dag.“ Stjarnan komst í gegnum allan fjórða leikhluta og megnið af framlengingunni með fjórar villur svo að ferðir Njarðvíkinga á vítalínuna voru ekki sérlega tíðar. Auður sagði að mikill hraði og liðsheild hefði skilað þeim þessum öfluga varnarleik. „Þetta eru bara frábærar stelpur. Þær gera þetta allt fyrir hver aðra. Allar æfingar eru svona hátt tempó. Það er gjörsamlega frábært að þjálfa þennan hóp og vera hluti af þessu. Efnilegar stelpur sem eru klárlega framtíðar landsliðsmenn.“ Það hlýtur að gefa liðinu smá egó búst að vinna Njarðvík í Ljónagryfjunni? „Að sjálfsögðu. Alltaf gott að fá þessi „búst“! - Sagði sigurreif Auður að lokum. Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Fleiri fréttir Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Sjá meira
Fjórði leikhluti var bölvað bras hjá Stjörnunni framan af. Þær voru að skjóta illa fyrir utan og virtust vera að missa tökin á leiknum. Hvað var það sem small svo að lokum að mati Auður Ólafsdóttur, þjálfara liðsins? „Þetta er bara liðsheildin og varnarleikurinn hjá henni Kollu [Kolbrún María Ármannsdóttir, innsk. blm] var alveg gjörsamlega frábær á útlendinginn. Þær missa út Hesseldal og við gerðum sjúklega vel á Kanann þeirra.“ Rúnar Ingi þjálfari Njarðvíkur var spurður að því fyrir leik hvort það væri eitthvað öðruvísi upplegg að mæta nýliðum. Hann þvertók fyrir það en sennilega reiknuðu leikmenn Njarðvíkur með aðeins auðveldari leik en raunin varð. „Ég vil bara segja að enginn á að reikna með auðveldum leik á móti okkur. Við ætlum að halda tempói. Við erum ungar og ferskar og keyrum svolítið á hraðanum. Það sást í dag að það skilaði okkur mjög góðum sigri hér í dag.“ Stjarnan komst í gegnum allan fjórða leikhluta og megnið af framlengingunni með fjórar villur svo að ferðir Njarðvíkinga á vítalínuna voru ekki sérlega tíðar. Auður sagði að mikill hraði og liðsheild hefði skilað þeim þessum öfluga varnarleik. „Þetta eru bara frábærar stelpur. Þær gera þetta allt fyrir hver aðra. Allar æfingar eru svona hátt tempó. Það er gjörsamlega frábært að þjálfa þennan hóp og vera hluti af þessu. Efnilegar stelpur sem eru klárlega framtíðar landsliðsmenn.“ Það hlýtur að gefa liðinu smá egó búst að vinna Njarðvík í Ljónagryfjunni? „Að sjálfsögðu. Alltaf gott að fá þessi „búst“! - Sagði sigurreif Auður að lokum.
Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Fleiri fréttir Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Sjá meira