Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn hefði viljað sjá Orra taka vítið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2023 09:01 Orri Steinn Óskarsson í leiknum í gær en til hliðar sést Andre Onana verja vítið. Samsett/Getty Orri Steinn Óskarsson er að fá stærra og stærra hlutverk hjá FCK en Jóhannes Karl Guðjónsson vill sjá hann fá meiri spilatíma því að hann sé í raun eina alvöru nía liðsins sem er ekki alltaf meidd. FC Kaupmannahöfn fékk kjörið tækifæri til að jafna leikinn á móti Manchester United á Old Trafford í gærkvöldi en liðið klúðraði þá víti á síðustu sekúndunni í uppbótartíma. Íslenski landsliðsmaðurinn Orri Steinn Óskarsson fékk ekki að taka vítið og það var aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Jóhannes Karl Guðjónsson ekki nógu ánægður með. Jóhannes Karl og Arnar Gunnlaugsson ræddu Orra Stein Óskarsson og stöðu hans hjá Kaupmannahafnarliðinu í Meistaradeildarmörkunum eftir leikinn. Orri Steinn fékk þarna tækifæri til að spila á mótinu liðinu sem hann heldur með í enska boltanum og það í Leikhúsi draumanna, heimavelli Manchester United. „Það var geggjað að sjá hann þarna en ég hefði viljað sjá hann á punktinum. Negla þessu með beinni rist í netið,“ sagði Jóhannes Karl, aðstoðarþjálfari landsliðsins og sérfræðingur í Meistaradeildarmörkunum. Annar varamaður, Jordan Larsson, tók vítið en lét Andre Onana verja frá sér og strax á eftir flautaði dómarinn til leiksloka. Klippa: Umræða um Orra Stein á Old Trafford Orri kom inn á völlinn þegar FC Kaupmannahöfn þurfti mark til að fá eitthvað út úr leiknum. „Þetta er gaman að sjá. Orri er þarna í flottu hlutverki hjá FC Kaupmannahöfn. Ég hefði viljað sjá hann fyrr inn á og jafnvel bara byrja í staðinn fyrir Viktor Claesson. Orri var alveg óþreyttur af því hann spilaði ekkert um helgina í deildinni. Ég hefði viljað sjá hann byrja þennan leik og hann hefði alveg getað gert það vel,“ sagði Jóhannes Karl. „Þetta var alveg geggjað. Hann hefur X-faktorinn og núna er það bara fyrir hann að fá fleiri og fleiri mínútur. Þetta er stórt svið sem hann er að stíga inn á núna. Hann kom líka inn á móti Galatasaray þótt það hafi bara verið nokkrar mínútur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson „Núna koma bara fleiri og fleiri mínútur sem hann þarf svo að nýta til að fá enn fleiri mínútur,“ sagði Arnar. Þeir eru alveg vissir um það að hlutverk Orra í liðinu sé að stækka. „Þeir hafa greinilega mikla trú á honum og þeir eru ekki með svona alvöru níu nema í Andreas Cornelius sem er alltaf meiddur. Orri er eiginlega eina alvöru nían þeirra og ég bind því vonir við það að hann eigi eftir að spila meira,“ sagði Jóhannes eins og sjá má hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má sjá markið og vítið úr leiknum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
FC Kaupmannahöfn fékk kjörið tækifæri til að jafna leikinn á móti Manchester United á Old Trafford í gærkvöldi en liðið klúðraði þá víti á síðustu sekúndunni í uppbótartíma. Íslenski landsliðsmaðurinn Orri Steinn Óskarsson fékk ekki að taka vítið og það var aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Jóhannes Karl Guðjónsson ekki nógu ánægður með. Jóhannes Karl og Arnar Gunnlaugsson ræddu Orra Stein Óskarsson og stöðu hans hjá Kaupmannahafnarliðinu í Meistaradeildarmörkunum eftir leikinn. Orri Steinn fékk þarna tækifæri til að spila á mótinu liðinu sem hann heldur með í enska boltanum og það í Leikhúsi draumanna, heimavelli Manchester United. „Það var geggjað að sjá hann þarna en ég hefði viljað sjá hann á punktinum. Negla þessu með beinni rist í netið,“ sagði Jóhannes Karl, aðstoðarþjálfari landsliðsins og sérfræðingur í Meistaradeildarmörkunum. Annar varamaður, Jordan Larsson, tók vítið en lét Andre Onana verja frá sér og strax á eftir flautaði dómarinn til leiksloka. Klippa: Umræða um Orra Stein á Old Trafford Orri kom inn á völlinn þegar FC Kaupmannahöfn þurfti mark til að fá eitthvað út úr leiknum. „Þetta er gaman að sjá. Orri er þarna í flottu hlutverki hjá FC Kaupmannahöfn. Ég hefði viljað sjá hann fyrr inn á og jafnvel bara byrja í staðinn fyrir Viktor Claesson. Orri var alveg óþreyttur af því hann spilaði ekkert um helgina í deildinni. Ég hefði viljað sjá hann byrja þennan leik og hann hefði alveg getað gert það vel,“ sagði Jóhannes Karl. „Þetta var alveg geggjað. Hann hefur X-faktorinn og núna er það bara fyrir hann að fá fleiri og fleiri mínútur. Þetta er stórt svið sem hann er að stíga inn á núna. Hann kom líka inn á móti Galatasaray þótt það hafi bara verið nokkrar mínútur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson „Núna koma bara fleiri og fleiri mínútur sem hann þarf svo að nýta til að fá enn fleiri mínútur,“ sagði Arnar. Þeir eru alveg vissir um það að hlutverk Orra í liðinu sé að stækka. „Þeir hafa greinilega mikla trú á honum og þeir eru ekki með svona alvöru níu nema í Andreas Cornelius sem er alltaf meiddur. Orri er eiginlega eina alvöru nían þeirra og ég bind því vonir við það að hann eigi eftir að spila meira,“ sagði Jóhannes eins og sjá má hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má sjá markið og vítið úr leiknum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira