Rauð spjöld og dramatík á lokamínútunum í leikjum dagsins í enska boltanum Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. október 2023 16:06 Hwang Hee-Chan lét reka mann af velli og lagði svo upp sigurmarkið fyrir Wolves Það var þéttur leikdagur í ensku úrvalsdeildinni í dag en fimm leikir fóru fram núna síðdegis. Newcastle gekk auðveldlega frá Palace, Wolves vann hádramatískan sigur gegn Bournemouth með marki á lokamínútunum, Chris Wood tryggði Forest sigur og Brentford unnu gegn tíu Burnley mönnum. Newcastle voru ekki lengi að opna markareiking sinn gegn Crystal Palace en Jacob Murphy kom boltanum í netið strax á 4. mínútu leiksins. Hann lagði svo upp annað mark leiksins á Anthony Gordon áður en Sean Longstaff bætti þriðja markinu við rétt fyrir hálfleiksflaut. Crystal Palace áttu mjög erfitt uppdráttar allan leikinn og komu ekki skoti á markið fyrr en langt var liðið á seinni hálfleikinn. Callum Wilson kórónaði svo sterkan sigur heimamanna með fjórða markinu á 66. mínútu. Dominic Solanke braut ísinn og tók forystuna fyrir Bournemouth gegn Wolves en Matheus Cunha jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks. Lewis Cook, leikmaður Bournemouth, fékk svo að líta á rautt spjald eftir átök við Hwang Hee-Chan. Þeir rifust eftir harkalega tæklingu þess fyrrnefnda, stungu saman höfðum og Cook ákvað á endanum að skalla Hwang hressilega í andlitið og var rekinn af velli á meðan Hwang fékk að líta gult fyrir sinn þátt í atvikinu. Hwang gaf svo góða fyrirgjöf á liðsfélaga sinn Kalajdzic sem skoraði sigurmarkið fyrir Wolves á 88. mínútu leiksins. Lokaniðurstaða 1-2 sigur Wolves. Bryan Mbuemo lagði fyrsta markið upp á Yoane Wissa áður en hann skoraði sjálfur í seinni hálfleik með glæsiskoti rétt fyrir utan teig og tvöfaldaði forystu Brentford gegn Burnley. Burnley fóru svo úr öskunni í eldinn þegar Connor Roberts fékk sitt seinna gula spjald og var rekinn af velli fyrir groddaralega tæklingu á Yoane Wissa. Manni fleiri tókst Brentford að setja þriðja markið, sem var engu síðra en skot Mbuemo. Boltinn hrökk til Saman Ghoddos sem dempaði hann niður með bringunni og klippti hann svo framhjá markverði Burnley. Chris Wood var á skotskónum í 2-1 sigri Nottingham Forest gegn Luton. Anthony Elanga lagði bæði mörkin upp fyrir framherjann, gestirnir minnkuðu svo muninn undir lokin með marki frá Chiedozie Ogbene en tókst ekki að sækja stigið. Úrslit dagsins úr ensku úrvalsdeildinni Liverpool - Everton 2-0 Man. City - Brighton 2-1 Newcastle - Crystal Palace 4-0 Bournemouth - Wolves 1-2 Brentford - Burnley 2-0 Nott. Forest - Luton 2-1 Enski boltinn Tengdar fréttir Í beinni: Man. City - Brighton | Rodri mætir aftur sem er frábært fyrir City Manchester City hefur tapað tveimur deildarleikjum í röð en fær núna Rodri aftur úr leikbanni og meistararnir hafa ekki tapað í 35 síðustu leikjum sínum með hann í liðinu. 21. október 2023 13:31 Liverpool - Everton 2-0 | Salah skoraði tvö gegn tíu bláklæddum í nágrannaslag Liverpool tekur á móti nágrönnum sínum í Everton í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar eftir landsleikjahlé og má búast við látum eins og vanalega þegar þau mætast. 21. október 2023 13:30 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Newcastle voru ekki lengi að opna markareiking sinn gegn Crystal Palace en Jacob Murphy kom boltanum í netið strax á 4. mínútu leiksins. Hann lagði svo upp annað mark leiksins á Anthony Gordon áður en Sean Longstaff bætti þriðja markinu við rétt fyrir hálfleiksflaut. Crystal Palace áttu mjög erfitt uppdráttar allan leikinn og komu ekki skoti á markið fyrr en langt var liðið á seinni hálfleikinn. Callum Wilson kórónaði svo sterkan sigur heimamanna með fjórða markinu á 66. mínútu. Dominic Solanke braut ísinn og tók forystuna fyrir Bournemouth gegn Wolves en Matheus Cunha jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks. Lewis Cook, leikmaður Bournemouth, fékk svo að líta á rautt spjald eftir átök við Hwang Hee-Chan. Þeir rifust eftir harkalega tæklingu þess fyrrnefnda, stungu saman höfðum og Cook ákvað á endanum að skalla Hwang hressilega í andlitið og var rekinn af velli á meðan Hwang fékk að líta gult fyrir sinn þátt í atvikinu. Hwang gaf svo góða fyrirgjöf á liðsfélaga sinn Kalajdzic sem skoraði sigurmarkið fyrir Wolves á 88. mínútu leiksins. Lokaniðurstaða 1-2 sigur Wolves. Bryan Mbuemo lagði fyrsta markið upp á Yoane Wissa áður en hann skoraði sjálfur í seinni hálfleik með glæsiskoti rétt fyrir utan teig og tvöfaldaði forystu Brentford gegn Burnley. Burnley fóru svo úr öskunni í eldinn þegar Connor Roberts fékk sitt seinna gula spjald og var rekinn af velli fyrir groddaralega tæklingu á Yoane Wissa. Manni fleiri tókst Brentford að setja þriðja markið, sem var engu síðra en skot Mbuemo. Boltinn hrökk til Saman Ghoddos sem dempaði hann niður með bringunni og klippti hann svo framhjá markverði Burnley. Chris Wood var á skotskónum í 2-1 sigri Nottingham Forest gegn Luton. Anthony Elanga lagði bæði mörkin upp fyrir framherjann, gestirnir minnkuðu svo muninn undir lokin með marki frá Chiedozie Ogbene en tókst ekki að sækja stigið. Úrslit dagsins úr ensku úrvalsdeildinni Liverpool - Everton 2-0 Man. City - Brighton 2-1 Newcastle - Crystal Palace 4-0 Bournemouth - Wolves 1-2 Brentford - Burnley 2-0 Nott. Forest - Luton 2-1
Enski boltinn Tengdar fréttir Í beinni: Man. City - Brighton | Rodri mætir aftur sem er frábært fyrir City Manchester City hefur tapað tveimur deildarleikjum í röð en fær núna Rodri aftur úr leikbanni og meistararnir hafa ekki tapað í 35 síðustu leikjum sínum með hann í liðinu. 21. október 2023 13:31 Liverpool - Everton 2-0 | Salah skoraði tvö gegn tíu bláklæddum í nágrannaslag Liverpool tekur á móti nágrönnum sínum í Everton í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar eftir landsleikjahlé og má búast við látum eins og vanalega þegar þau mætast. 21. október 2023 13:30 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Í beinni: Man. City - Brighton | Rodri mætir aftur sem er frábært fyrir City Manchester City hefur tapað tveimur deildarleikjum í röð en fær núna Rodri aftur úr leikbanni og meistararnir hafa ekki tapað í 35 síðustu leikjum sínum með hann í liðinu. 21. október 2023 13:31
Liverpool - Everton 2-0 | Salah skoraði tvö gegn tíu bláklæddum í nágrannaslag Liverpool tekur á móti nágrönnum sínum í Everton í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar eftir landsleikjahlé og má búast við látum eins og vanalega þegar þau mætast. 21. október 2023 13:30