Hernaðarleg geta Kínverja eykst hraðar en menn gerðu ráð fyrir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. október 2023 08:31 Hernaðarleg geta Kína hefur aukist hraðar en menn höfðu gert ráð fyrir. epa/Cheong Kam Ka Kína hefur fjölgað kjarnavopnum sínum hraðar en búist var við og á nú um það bil 500 virka kjarnaodda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu hermálayfirvalda í Bandaríkjunum. Um er að ræða árlega samantekt Pentagon um hernaðarlega stöðu Kína en í henni segir einnig að stjórnvöld í landinu hyggist fjölga virkum kjarnaoddum í yfir 1.000 fyrir árið 2030. Kínverjar séu þó enn með þá yfirlýstu stefnu að grípa ekki til notkunar þeirra af fyrra bragði. Þrátt fyrir fjölgun kjarnaodda í eigu Kínverja er kjarnorkuvopnabúr þeirra langt um minna en vopnabúr Bandaríkjanna eða Rússlands. Rússar eru taldir eiga um 5.889 kjarnaodda og Bandaríkin 5.244. Erlendir miðlar hafa eftir háttsettum embættismanni að hröð framþróun vopnabúrs Kínverja veki ákveðnar áhyggjur en þrátt fyrir að Bandaríkin hafi í mörg horn að líta um þessar mundir er Kína enn álitin helsta ógnin sem þau standa frammi fyrir til lengri tíma litið. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt að Kínverjar muni búa að úrvals her á heimsmælikvarða fyrir árið 2049. Frá því að hann komst til valda árið 2012 hefur hann unnið að því að nútímavæða herinn. Bandaríkjamenn telja Kínverja hafa reist þrjá nýjar þyrpingar þar sem eldflaugar eru geymdar og þeim skotið á loft. Þar á meðal séu 300 skothólf fyrir langdrægar eldflaugar sem ná heimsálfa á milli. Í fyrrnefndri skýrslu segir að Kínverjar hafi unnið að því að þróa langdrægar eldflaugar sem gætu nýst til að gera „hefðbundnar“ árásir á meginland Bandaríkjanna, Hawaii og Alaska, það er að segja með eldflaugum sem eru ekki vopnaðar kjarnaoddum. BBC fjallar ítarlega um málið. Kína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Um er að ræða árlega samantekt Pentagon um hernaðarlega stöðu Kína en í henni segir einnig að stjórnvöld í landinu hyggist fjölga virkum kjarnaoddum í yfir 1.000 fyrir árið 2030. Kínverjar séu þó enn með þá yfirlýstu stefnu að grípa ekki til notkunar þeirra af fyrra bragði. Þrátt fyrir fjölgun kjarnaodda í eigu Kínverja er kjarnorkuvopnabúr þeirra langt um minna en vopnabúr Bandaríkjanna eða Rússlands. Rússar eru taldir eiga um 5.889 kjarnaodda og Bandaríkin 5.244. Erlendir miðlar hafa eftir háttsettum embættismanni að hröð framþróun vopnabúrs Kínverja veki ákveðnar áhyggjur en þrátt fyrir að Bandaríkin hafi í mörg horn að líta um þessar mundir er Kína enn álitin helsta ógnin sem þau standa frammi fyrir til lengri tíma litið. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt að Kínverjar muni búa að úrvals her á heimsmælikvarða fyrir árið 2049. Frá því að hann komst til valda árið 2012 hefur hann unnið að því að nútímavæða herinn. Bandaríkjamenn telja Kínverja hafa reist þrjá nýjar þyrpingar þar sem eldflaugar eru geymdar og þeim skotið á loft. Þar á meðal séu 300 skothólf fyrir langdrægar eldflaugar sem ná heimsálfa á milli. Í fyrrnefndri skýrslu segir að Kínverjar hafi unnið að því að þróa langdrægar eldflaugar sem gætu nýst til að gera „hefðbundnar“ árásir á meginland Bandaríkjanna, Hawaii og Alaska, það er að segja með eldflaugum sem eru ekki vopnaðar kjarnaoddum. BBC fjallar ítarlega um málið.
Kína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira