Engin Sveindís þegar Wolfsburg féll óvænt úr keppni Smári Jökull Jónsson skrifar 18. október 2023 18:41 Sveindís Jane og Wolfsburg eru úr leik í Meistaradeildinni. Vísir/Getty Wolfsburg er úr leik í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu kvenna eftir 2-0 tap gegn Paris FC á heimavelli í dag. Wolfsburg komst alla leið i úrslitaleik keppninnar á síðasta tímabili. Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki í leikmannahópi Wolfsburg í dag en hún hefur átt við meiðsli að stríða. Sveindís lék ekki með Íslandi í landsleikjum fyrr í mánuðinum vegna meiðslanna. Paris FC lenti í 3. sæti frönsku deildarinnar en Wolfsburg varð þýskur meistari á síðustu leiktíð. Þá fór liðið alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar þar sem það tapaði 3-2 gegn Barcelona. Fyrri leik liðanna lauk með 3-3 jafntefli í París og einvígið því galopið fyrir leikinn í dag. Paris FC komst í 1-0 í fyrri hálfleik með marki frá Julie Dufour og þrátt fyrir mikla pressu í síðari hálfleiknum tókst Wolfsburg ekki að skora. Liðið fékk meðal annars vítaspyrnu á 61. mínútu en Chiamaka Nnadozie varði frá Dominique Janssen. Einnig fengu þær dauðafæri þegar tæpar tíu mínútur voru eftir en Ewa Pajor skaut framhjá. Two-time winners Wolfsburg are OUT of the 2023/24 Women's Champions League pic.twitter.com/orSGZ3o6s5— OneFootball (@OneFootball) October 18, 2023 Í lokin bætti Louise Fleury við öðru markinu fyrir Paris FC og tryggði liðinu 2-0 sigur og um leið sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Wolfsburg er hins vegar úr leik. Afar svekkjandi niðurstaða fyrir Sveindísi og liðsfélaga hennar en Wolfsburg hefur síðustu tíu árin alltaf að minnsta kosti komist í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Þá hefur liðið í tvígang farið með sigur af hólmi í keppninni, árin 2013 og 2014. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki í leikmannahópi Wolfsburg í dag en hún hefur átt við meiðsli að stríða. Sveindís lék ekki með Íslandi í landsleikjum fyrr í mánuðinum vegna meiðslanna. Paris FC lenti í 3. sæti frönsku deildarinnar en Wolfsburg varð þýskur meistari á síðustu leiktíð. Þá fór liðið alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar þar sem það tapaði 3-2 gegn Barcelona. Fyrri leik liðanna lauk með 3-3 jafntefli í París og einvígið því galopið fyrir leikinn í dag. Paris FC komst í 1-0 í fyrri hálfleik með marki frá Julie Dufour og þrátt fyrir mikla pressu í síðari hálfleiknum tókst Wolfsburg ekki að skora. Liðið fékk meðal annars vítaspyrnu á 61. mínútu en Chiamaka Nnadozie varði frá Dominique Janssen. Einnig fengu þær dauðafæri þegar tæpar tíu mínútur voru eftir en Ewa Pajor skaut framhjá. Two-time winners Wolfsburg are OUT of the 2023/24 Women's Champions League pic.twitter.com/orSGZ3o6s5— OneFootball (@OneFootball) October 18, 2023 Í lokin bætti Louise Fleury við öðru markinu fyrir Paris FC og tryggði liðinu 2-0 sigur og um leið sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Wolfsburg er hins vegar úr leik. Afar svekkjandi niðurstaða fyrir Sveindísi og liðsfélaga hennar en Wolfsburg hefur síðustu tíu árin alltaf að minnsta kosti komist í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Þá hefur liðið í tvígang farið með sigur af hólmi í keppninni, árin 2013 og 2014.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira