Segir leikmann Keflavíkur eigingjarnan: „Finnst þessi maður vera kominn til að fylla tölfræðiskýrsluna sína“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. október 2023 10:01 Remy Martin hefur ekki heillað Ómar Örn Sævarsson. stöð 2 sport Ómari Erni Sævarssyni, sérfræðingi Subway Körfuboltakvölds, finnst Remy Martin, leikmaður Keflavíkur, vera eigingjarn. Martin skoraði þrettán stig, tók fimm fráköst og gaf sjö stoðsendingar þegar Keflavík tapaði fyrir Íslandsmeisturum Tindastóls á Sauðárkróki, 105-88, í lokaleik 2. umferðar Subway-deildarinnar á laugardaginn. Martin hitti aðeins úr fimm af sautján skotum sínum í leiknum. Ómari finnst Martin fyrst og síðast hugsa um eigin hag og eigin tölfræði. „Hann fer í sterkari deild en á Íslandi í fyrra en gengur illa. Umboðsmaðurinn selur honum örugglega það að hann geti komið til Íslands og fyllt tölfræðiblaðið sitt og komið sér svo í sterkari deild eftir það,“ sagði Ómar. „Mér finnst hann ekki einu sinni vera að velja neitt sérstaklega góð skot. Mér fannst hann skjóta boltanum bara til að skjóta honum. Mér þótti leiðinlegt að sjá hann í vörninni. Mér fannst Stólarnir geta sigtað hann út og fá opin skot þegar hann var að dekka einhvern. Mér fannst lítið framlag í vörninni hjá honum og las það þannig að hann væri að hvíla sig fyrir sóknina. Stundum þegar hann fann ekki skot og hefði átt að láta boltann flæða hugsaði hann að það væri skárra að ég léti bara vaða. Ég var ekki hrifinn.“ Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Umræða um Remy Martin Helgi Már Magnússon tók undir orð Ómars um hversu lítið púður Martin leggur í varnarleikinn. „Hann slekkur á sér í vörninni. Hann tekur áhættu, reynir að stela boltanum eða komast inn í sendingu, en eftir það á hann það til að slökkva á sér og fylgjast með,“ sagði Helgi sem er þó ekki sammála því að Martin sé kominn hingað til lands til að ná sér í góða tölfræði. „Ég er pínu ósammála að hann sé kominn hingað til að spila upp á tölfræðina. Ég held hann sé bara svona og muni spila svona. En ég ímynda mér að það geti verið pirrandi að spila með honum. Hann verður að réttlæta þetta, annars verður hann aðeins að aðlaga sig og tóna sig niður. En hversu góður leikmaður er þetta þá þegar þú ert búinn að taka vígtennurnar úr dýrinu.“ Ómar stóð samt fastur á sinni skoðun um Martin. „Ég er fastur á því, mér finnst þessi maður vera kominn hingað til að fylla tölfræðiskýrsluna sína, ekki til að berjast fyrir sitt lið.“ Umræðuna um Remy Martin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira
Martin skoraði þrettán stig, tók fimm fráköst og gaf sjö stoðsendingar þegar Keflavík tapaði fyrir Íslandsmeisturum Tindastóls á Sauðárkróki, 105-88, í lokaleik 2. umferðar Subway-deildarinnar á laugardaginn. Martin hitti aðeins úr fimm af sautján skotum sínum í leiknum. Ómari finnst Martin fyrst og síðast hugsa um eigin hag og eigin tölfræði. „Hann fer í sterkari deild en á Íslandi í fyrra en gengur illa. Umboðsmaðurinn selur honum örugglega það að hann geti komið til Íslands og fyllt tölfræðiblaðið sitt og komið sér svo í sterkari deild eftir það,“ sagði Ómar. „Mér finnst hann ekki einu sinni vera að velja neitt sérstaklega góð skot. Mér fannst hann skjóta boltanum bara til að skjóta honum. Mér þótti leiðinlegt að sjá hann í vörninni. Mér fannst Stólarnir geta sigtað hann út og fá opin skot þegar hann var að dekka einhvern. Mér fannst lítið framlag í vörninni hjá honum og las það þannig að hann væri að hvíla sig fyrir sóknina. Stundum þegar hann fann ekki skot og hefði átt að láta boltann flæða hugsaði hann að það væri skárra að ég léti bara vaða. Ég var ekki hrifinn.“ Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Umræða um Remy Martin Helgi Már Magnússon tók undir orð Ómars um hversu lítið púður Martin leggur í varnarleikinn. „Hann slekkur á sér í vörninni. Hann tekur áhættu, reynir að stela boltanum eða komast inn í sendingu, en eftir það á hann það til að slökkva á sér og fylgjast með,“ sagði Helgi sem er þó ekki sammála því að Martin sé kominn hingað til lands til að ná sér í góða tölfræði. „Ég er pínu ósammála að hann sé kominn hingað til að spila upp á tölfræðina. Ég held hann sé bara svona og muni spila svona. En ég ímynda mér að það geti verið pirrandi að spila með honum. Hann verður að réttlæta þetta, annars verður hann aðeins að aðlaga sig og tóna sig niður. En hversu góður leikmaður er þetta þá þegar þú ert búinn að taka vígtennurnar úr dýrinu.“ Ómar stóð samt fastur á sinni skoðun um Martin. „Ég er fastur á því, mér finnst þessi maður vera kominn hingað til að fylla tölfræðiskýrsluna sína, ekki til að berjast fyrir sitt lið.“ Umræðuna um Remy Martin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira