Spánverjar tryggðu sér og Skotum sæti á EM Smári Jökull Jónsson skrifar 15. október 2023 20:45 Gavi fagnar sigurmarki sínu í kvöld. Vísir/Getty Fjölmargir leikir fóru fram í undankeppni EM í kvöld. Spánverjar gerðu góða ferð til Osló og þá komu Walesverjar sér í baráttuna í D-riðli eftir góðan sigur gegn Króatíu. Í Wales mættust heimamenn og Króatar í mikilvægum leik en liðin berjast um 2. sæti D-riðils þar sem Tyrkir eru efstir en þeir unnu 4-0 sigur á Lettum í kvöld. Wales komst í 2-0 með tveimur mörkum frá Harry Wilson á fyrsta stundarfjórðungi síðari hálfleiks. Mario Pasalic minnkaði muninn á 75. mínútu en heimamenn héldu út og unnu 2-1 sigur. Wales er nú komið uppfyrir Króata í riðlinum og í 2. sætið en tvö efstu liðin fara beint á EM. Bæði lið eru með tíu stig en Tyrkir eru efstir með sextán. Harry Wilson fagnar öðru marka sinna gegn Króatíu í kvöld.Vísir/Getty Í Osló voru Spánverjar í heimsókn og gátu komið sér í góða stöðu í A-riðli með sigri. Gavi kom Spánverjum yfir í upphafi síðari hálfleiks og náðu Spánverjar að halda út allt til leiksloka. Þeir eru nú með jafn mörg stig og Skotar á toppi riðilsins en eiga leik til góða. Norðmenn eru í þriðja sæti fimm stigum á eftir. Úrslitin gera það að verkum að bæði Spánverjar og Skotar eru búnir að tryggja sér sæti á EM í Þýskalandi næsta sumar. Norðmenn eiga möguleika á að ná sæti á EM í gegnum Þjóðadeildina en ansi margt þarf þó að gerast svo þeir möguleikar verði að veruleika. Five goals for Spanish national team for Gavi in 25 games since 2021. not bad for 19 year old midfielder. pic.twitter.com/YF3AnC6qD9— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 15, 2023 Sviss tapaði stigum á heimavelli þegar liðið gerði 3-3 jafntefli gegn Belarús á heimavelli. Í raun voru það heimamenn í Sviss sem björguðu stigi því Manuel Akanji og Zeki Amdouni skoruðu á 89. og 90. mínútu leiksins eftir að Belarús komst í 3-3. Sviss er í öðru sæti riðilsins eftir öruggan 4-0 sigur Rúmeníu á Androrra í kvöld sem nú eru einu stigi á undan Sviss í efsta sætinu. Ísrael er í þriðja sætinu fjórum stigum á eftir en hefur leikið einum leik minna en Svisslendingar. Töpuðu stigin hjá Sviss gætu því reynst dýrkeypt. Fyrr í dag í Plzen tryggði Tomas Sucek Tékkum 1-0 sigur á Færeyingum en þar sem Pólverjar náðu aðeins 1-1 jafntefli gegn Moldóvum nú í kvöld eru Tékkar nú í öðru sæti riðilsins, einu stigi á undan Pólverjum. Úrslit í leikjum dagsins: Georgía - Kýpur 4-0Tékkland - Færeyjar 1-0Sviss - Belarús 3-3Noregur - Spánn 0-1Tyrkland - Lettland 4-0Wales - Króatía 2-1Pólland - Moldóva 1-1Rúmenía - Andorra 4-0 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira
Í Wales mættust heimamenn og Króatar í mikilvægum leik en liðin berjast um 2. sæti D-riðils þar sem Tyrkir eru efstir en þeir unnu 4-0 sigur á Lettum í kvöld. Wales komst í 2-0 með tveimur mörkum frá Harry Wilson á fyrsta stundarfjórðungi síðari hálfleiks. Mario Pasalic minnkaði muninn á 75. mínútu en heimamenn héldu út og unnu 2-1 sigur. Wales er nú komið uppfyrir Króata í riðlinum og í 2. sætið en tvö efstu liðin fara beint á EM. Bæði lið eru með tíu stig en Tyrkir eru efstir með sextán. Harry Wilson fagnar öðru marka sinna gegn Króatíu í kvöld.Vísir/Getty Í Osló voru Spánverjar í heimsókn og gátu komið sér í góða stöðu í A-riðli með sigri. Gavi kom Spánverjum yfir í upphafi síðari hálfleiks og náðu Spánverjar að halda út allt til leiksloka. Þeir eru nú með jafn mörg stig og Skotar á toppi riðilsins en eiga leik til góða. Norðmenn eru í þriðja sæti fimm stigum á eftir. Úrslitin gera það að verkum að bæði Spánverjar og Skotar eru búnir að tryggja sér sæti á EM í Þýskalandi næsta sumar. Norðmenn eiga möguleika á að ná sæti á EM í gegnum Þjóðadeildina en ansi margt þarf þó að gerast svo þeir möguleikar verði að veruleika. Five goals for Spanish national team for Gavi in 25 games since 2021. not bad for 19 year old midfielder. pic.twitter.com/YF3AnC6qD9— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 15, 2023 Sviss tapaði stigum á heimavelli þegar liðið gerði 3-3 jafntefli gegn Belarús á heimavelli. Í raun voru það heimamenn í Sviss sem björguðu stigi því Manuel Akanji og Zeki Amdouni skoruðu á 89. og 90. mínútu leiksins eftir að Belarús komst í 3-3. Sviss er í öðru sæti riðilsins eftir öruggan 4-0 sigur Rúmeníu á Androrra í kvöld sem nú eru einu stigi á undan Sviss í efsta sætinu. Ísrael er í þriðja sætinu fjórum stigum á eftir en hefur leikið einum leik minna en Svisslendingar. Töpuðu stigin hjá Sviss gætu því reynst dýrkeypt. Fyrr í dag í Plzen tryggði Tomas Sucek Tékkum 1-0 sigur á Færeyingum en þar sem Pólverjar náðu aðeins 1-1 jafntefli gegn Moldóvum nú í kvöld eru Tékkar nú í öðru sæti riðilsins, einu stigi á undan Pólverjum. Úrslit í leikjum dagsins: Georgía - Kýpur 4-0Tékkland - Færeyjar 1-0Sviss - Belarús 3-3Noregur - Spánn 0-1Tyrkland - Lettland 4-0Wales - Króatía 2-1Pólland - Moldóva 1-1Rúmenía - Andorra 4-0
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira