Einkunnir Íslands: Orri Steinn bestur Andri Már Eggertsson skrifar 13. október 2023 21:13 Orri Steinn og Ísak Bergmann fanga marki Orra Vísir/Hulda Margrét Ísland tók á móti Lúxemborg í áttundu umferð undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli. Ísland var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var yfir í hálfleik með marki frá Orra Steini Óskarssyni. Íslenska liðið var sennilega enn þá að svekkja sig á því að hafa aðeins skorað eitt mark í fyrri hálfleik því gestirnir jöfnuðu þegar aðeins ein mínúta var liðin af seinni hálfleik. Fleiri urðu mörkin ekki og liðin gerðu 1-1 jafntefli. Hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn. Byrjunarliðið: Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 5 Rúnar þurfti lítið sem ekkert að gera í fyrri hálfleik en hefði mögulega átt að gera betur í marki Lúxemborgar. Rúnar var síðan nálægt því að tapa leiknum þegar hann fór inn í teig þegar Ísland átti hornspyrnu undir lokin sem varð til þess að Gerson Rodrigues fékk færi fyrir opnu marki en klikkaði. Alfons Sampsted, hægri bakvörður 5 Alfons lét lítið fyrir sér fara í kvöld. Alfons tók lítið þátt í sóknarleik Íslands og það var lítið sótt á hann varnarlega. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður 6 Guðlaugur Victor var flottur í miðverðinum. Það reyndi lítið á hann varnarlega á löngum köflum. Guðlaugur átti margar góðar langar sendingar sem sköpuðu góðar stöður á vellinum. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 5 Sverrir Ingi var mættur aftur í miðvörðinn og var með fyrirliðabandið. Sverrir átti nokkur mjög klaufaleg augnablik í leiknum og leit illa út í marki Lúxemborgar. Kolbeinn Finnsson, vinstri bakvörður 5 Kolbeinn var líflegri bakvörðurinn í kvöld. Líkt og liðið var Kolbeinn flottur í fyrri hálfleik en gerði lítið sem ekkert í síðari hálfleik. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 6 Arnór Ingvi spilaði heilt yfir nokkuð vel á miðjunni í kvöld. Arnór var nálægt því að skora í fyrri hálfleik þegar hann komst inn í sendingu hjá Anthony Moris, markmanni Lúxemborgar, en skotið rétt framhjá. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður 5 Ísak Bergmann átti erfitt uppdráttar á miðjunni. Ísak var í vandræðum með að tengja við varnarlínuna og leit ansi illa út í marki Lúxemborgar. Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður 5 Willum Þór spilaði vel á hægri kantinum í fyrri hálfleik líkt og flest allir í íslenska liðinu. Willum fann sig ekki eins vel í síðari hálfleik og var tekinn af velli á 70. mínútu. Arnór Sigurðsson, vinstri kantmaður 7 Arnór gerði vel í fyrsta markinu þar sem hann bjó sér til svæði og renndi boltanum á Orra Stein sem skoraði af stuttu færi. Arnór var nálægt því að skora í fyrri hálfleik þegar hann átti skot í varnarmann og í slána. Orri Steinn Óskarsson, sóknarmaður 7 (Maður leiksins) Orri Steinn braut ísinn á 23. mínútu með eins miklu framherjamarki og það gat orðið. Orri var líflegur sem okkar fremsti maður og var duglegur að setja pressu á varnarlínu Lúxemborgar. Spilamennska Íslands datt niður í síðari hálfleik og það var hægt að gefa sér það fyrir leik að hann myndi skipta við Alfreð Finnbogason á einhverjum tímapunkti. Hákon Arnar Haraldsson, sóknarmaður 6 Hákon Arnar misnotaði dauðafæri í stöðunni 0-0 þegar innan við tíu mínútur voru búnar. Hákon lét það ekki slá sig út af laginu og var mjög duglegur og tengdi vel við samherja sína. Varamenn Jón Dagur Þorsteinsson 6 - Kom inn á fyrir Willum Þór Willumsson á 70. mínútu Skiptingarnar hleyptu lífi í leikinn en það skilaði þó ekki marki. Af þeim þremur sem komu inn á á 70. mínútu var Jón sá líflegasti. Alfreð Finnbogason 5 - Kom inn á fyrir Orra Stein Óskarsson á 70. mínútu Skiptingarnar hleyptu lífi í leikinn en það skilaði þó ekki marki. Gylfi Þór Sigurðsson 5 kom inn á fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson á 70. mínútu Það fengu allir sem voru á Laugardalsvelli gæsahúð þegar að Gylfi kom inn á. Gylfi tók nokkrar hornspyrnur og fékk eina aukaspyrnu en skaut í vegginn. Mikael Neville Anderson kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 85. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira
Íslenska liðið var sennilega enn þá að svekkja sig á því að hafa aðeins skorað eitt mark í fyrri hálfleik því gestirnir jöfnuðu þegar aðeins ein mínúta var liðin af seinni hálfleik. Fleiri urðu mörkin ekki og liðin gerðu 1-1 jafntefli. Hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn. Byrjunarliðið: Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 5 Rúnar þurfti lítið sem ekkert að gera í fyrri hálfleik en hefði mögulega átt að gera betur í marki Lúxemborgar. Rúnar var síðan nálægt því að tapa leiknum þegar hann fór inn í teig þegar Ísland átti hornspyrnu undir lokin sem varð til þess að Gerson Rodrigues fékk færi fyrir opnu marki en klikkaði. Alfons Sampsted, hægri bakvörður 5 Alfons lét lítið fyrir sér fara í kvöld. Alfons tók lítið þátt í sóknarleik Íslands og það var lítið sótt á hann varnarlega. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður 6 Guðlaugur Victor var flottur í miðverðinum. Það reyndi lítið á hann varnarlega á löngum köflum. Guðlaugur átti margar góðar langar sendingar sem sköpuðu góðar stöður á vellinum. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 5 Sverrir Ingi var mættur aftur í miðvörðinn og var með fyrirliðabandið. Sverrir átti nokkur mjög klaufaleg augnablik í leiknum og leit illa út í marki Lúxemborgar. Kolbeinn Finnsson, vinstri bakvörður 5 Kolbeinn var líflegri bakvörðurinn í kvöld. Líkt og liðið var Kolbeinn flottur í fyrri hálfleik en gerði lítið sem ekkert í síðari hálfleik. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 6 Arnór Ingvi spilaði heilt yfir nokkuð vel á miðjunni í kvöld. Arnór var nálægt því að skora í fyrri hálfleik þegar hann komst inn í sendingu hjá Anthony Moris, markmanni Lúxemborgar, en skotið rétt framhjá. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður 5 Ísak Bergmann átti erfitt uppdráttar á miðjunni. Ísak var í vandræðum með að tengja við varnarlínuna og leit ansi illa út í marki Lúxemborgar. Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður 5 Willum Þór spilaði vel á hægri kantinum í fyrri hálfleik líkt og flest allir í íslenska liðinu. Willum fann sig ekki eins vel í síðari hálfleik og var tekinn af velli á 70. mínútu. Arnór Sigurðsson, vinstri kantmaður 7 Arnór gerði vel í fyrsta markinu þar sem hann bjó sér til svæði og renndi boltanum á Orra Stein sem skoraði af stuttu færi. Arnór var nálægt því að skora í fyrri hálfleik þegar hann átti skot í varnarmann og í slána. Orri Steinn Óskarsson, sóknarmaður 7 (Maður leiksins) Orri Steinn braut ísinn á 23. mínútu með eins miklu framherjamarki og það gat orðið. Orri var líflegur sem okkar fremsti maður og var duglegur að setja pressu á varnarlínu Lúxemborgar. Spilamennska Íslands datt niður í síðari hálfleik og það var hægt að gefa sér það fyrir leik að hann myndi skipta við Alfreð Finnbogason á einhverjum tímapunkti. Hákon Arnar Haraldsson, sóknarmaður 6 Hákon Arnar misnotaði dauðafæri í stöðunni 0-0 þegar innan við tíu mínútur voru búnar. Hákon lét það ekki slá sig út af laginu og var mjög duglegur og tengdi vel við samherja sína. Varamenn Jón Dagur Þorsteinsson 6 - Kom inn á fyrir Willum Þór Willumsson á 70. mínútu Skiptingarnar hleyptu lífi í leikinn en það skilaði þó ekki marki. Af þeim þremur sem komu inn á á 70. mínútu var Jón sá líflegasti. Alfreð Finnbogason 5 - Kom inn á fyrir Orra Stein Óskarsson á 70. mínútu Skiptingarnar hleyptu lífi í leikinn en það skilaði þó ekki marki. Gylfi Þór Sigurðsson 5 kom inn á fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson á 70. mínútu Það fengu allir sem voru á Laugardalsvelli gæsahúð þegar að Gylfi kom inn á. Gylfi tók nokkrar hornspyrnur og fékk eina aukaspyrnu en skaut í vegginn. Mikael Neville Anderson kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 85. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira