Nýi fyrirliðinn okkar þakkar þjálfarateyminu fyrir stuðninginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2023 10:01 Sverrir Ingi Ingason er í risastóru hlutverki í íslenska landsliðinu í kvöld. Vísir/Vilhelm Sverrir Ingi Ingason mun leiða íslenska karlalandsliðið í fótbolta í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið mætir Lúxemborg á Laugardalsvellinum en Sverrir hefur verið valinn nýr fyrirliði íslenska liðsins. „Þetta hafa verið góðar æfingar. Við höfum farið yfir það hvað mátti betur fara í leiknum úti í Lúxemborg. Bæði skoðað það á fundunum en líka reynt að taka það með okkur út á æfingasvæðið. Við vitum hvað við þurfum að gera betur. Við erum staðráðnir að sýna ´goða frammistöðu,“ sagði Sverrir Ingi Ingason í samtali við Val Pál Eiríksson. Ekki margir verið að spila í svona Það verða íslenskar aðstæður á leiknum í kvöld. Getur það hjálpað liðinu? „Það verður bara að koma í ljós. Ég held að það séu ekki margir af okkur sem hafa verið að spila í svona veðrum undanfarin ár. Við erum alla vega búnir að æfa í þessu alla vikuna en það mikilvægasta í þessu er að við sýnum góða frammistöðu og náum að vinna leikinn,“ sagði Sverrir. „Við vonum bara að veðrið verði eins gott og mögulegt er en ef að það verður ekki þannig þá þurfum við bara að aðlagast því,“ sagði Sverrir. Sverrir missti af fyrri leiknum sem tapaðist út í Lúxemborg. Hvernig var fyrir hann að horfa upp á það tap? Erfitt að horfa upp á leikinn í Lúxemborg „Það var vissulega erfitt. Aldrei gaman að sjá liðið tapa en við vitum það að það býr miklu meira í íslenska liðinu heldur en við sýndum í þeim leik. Þeir sýndu það á móti Bosníu þegar þeir komu til baka með mikinn karakter og unnu þann leik. Stefnan er að byggja ofan á þann leik og ná þessum stöðugleika með nokkrum góðum frammistöðu í röð. Reyna að sækja eins marga sigra og við mögulega getum,“ sagði Sverrir. „Við reynum að fókusa á sjálfa okkur. Við vitum klárlega að við getum gert betur en í fyrri leiknum á móti Lúxemborg og ætlum okkur að gera það á morgun (í kvöld). Við erum aðallega að reyna að fókusa á sjálfa okkur. Við erum á heimavelli og förum klárlega inn í leikinn með því hugarfari að vinna hann,“ sagði Sverrir. Ekki byrjað leik með bandið Sverrir fær bandið en hefur hann verið með fyrirliðabandið áður hjá landsliðinu. „Ég hef ekki byrjað leik með bandið og það verður bara upplifun. Þetta er út af fjarveru Arons en auðvitað viljum við hafa hann inn á vellinum. Hann er bara að koma til baka úr meiðslum en getur vonandi hjálpað liðinu á morgun (í kvöld),“ sagði Sverrir. „Þetta er vissulega mikill heiður fyrir mig. Ég vil þakka þjálfararteyminu fyrir að sýna mér þann stuðning að þeir haldi að ég geti leitt liðið. Ég mun bara reyna að gera mitt besta og hjálpa liðinu á vellinum. Það mikilvægasta er að við sýnum góða frammistöðu og náum að vinna þennan leik,“ sagði Sverrir. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Leikur Íslands og Lúxemborg verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst klukkan korter í sjö í kvöld. Klippa: Sverrir: Það verður upplifun að byrja með bandið EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
„Þetta hafa verið góðar æfingar. Við höfum farið yfir það hvað mátti betur fara í leiknum úti í Lúxemborg. Bæði skoðað það á fundunum en líka reynt að taka það með okkur út á æfingasvæðið. Við vitum hvað við þurfum að gera betur. Við erum staðráðnir að sýna ´goða frammistöðu,“ sagði Sverrir Ingi Ingason í samtali við Val Pál Eiríksson. Ekki margir verið að spila í svona Það verða íslenskar aðstæður á leiknum í kvöld. Getur það hjálpað liðinu? „Það verður bara að koma í ljós. Ég held að það séu ekki margir af okkur sem hafa verið að spila í svona veðrum undanfarin ár. Við erum alla vega búnir að æfa í þessu alla vikuna en það mikilvægasta í þessu er að við sýnum góða frammistöðu og náum að vinna leikinn,“ sagði Sverrir. „Við vonum bara að veðrið verði eins gott og mögulegt er en ef að það verður ekki þannig þá þurfum við bara að aðlagast því,“ sagði Sverrir. Sverrir missti af fyrri leiknum sem tapaðist út í Lúxemborg. Hvernig var fyrir hann að horfa upp á það tap? Erfitt að horfa upp á leikinn í Lúxemborg „Það var vissulega erfitt. Aldrei gaman að sjá liðið tapa en við vitum það að það býr miklu meira í íslenska liðinu heldur en við sýndum í þeim leik. Þeir sýndu það á móti Bosníu þegar þeir komu til baka með mikinn karakter og unnu þann leik. Stefnan er að byggja ofan á þann leik og ná þessum stöðugleika með nokkrum góðum frammistöðu í röð. Reyna að sækja eins marga sigra og við mögulega getum,“ sagði Sverrir. „Við reynum að fókusa á sjálfa okkur. Við vitum klárlega að við getum gert betur en í fyrri leiknum á móti Lúxemborg og ætlum okkur að gera það á morgun (í kvöld). Við erum aðallega að reyna að fókusa á sjálfa okkur. Við erum á heimavelli og förum klárlega inn í leikinn með því hugarfari að vinna hann,“ sagði Sverrir. Ekki byrjað leik með bandið Sverrir fær bandið en hefur hann verið með fyrirliðabandið áður hjá landsliðinu. „Ég hef ekki byrjað leik með bandið og það verður bara upplifun. Þetta er út af fjarveru Arons en auðvitað viljum við hafa hann inn á vellinum. Hann er bara að koma til baka úr meiðslum en getur vonandi hjálpað liðinu á morgun (í kvöld),“ sagði Sverrir. „Þetta er vissulega mikill heiður fyrir mig. Ég vil þakka þjálfararteyminu fyrir að sýna mér þann stuðning að þeir haldi að ég geti leitt liðið. Ég mun bara reyna að gera mitt besta og hjálpa liðinu á vellinum. Það mikilvægasta er að við sýnum góða frammistöðu og náum að vinna þennan leik,“ sagði Sverrir. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Leikur Íslands og Lúxemborg verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst klukkan korter í sjö í kvöld. Klippa: Sverrir: Það verður upplifun að byrja með bandið
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira