„Ég get ekki kvartað yfir neinu“ Aron Guðmundsson skrifar 11. október 2023 15:00 Ísak Bergmann Jóhannesson í leik með íslenska landsliðinu VÍSIR/HULDA MARGRÉT Ísak Bergmann Jóhannesson kemur fullur sjálfstrausts inn í verkefni með íslenska landsliðinu eftir að hafa fótað sig vel í þýsku B-deildinni með Fortuna Dusseldorf. „Þetta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum þaðarna í Dusseldorf," segir Ísak Bergmann sem í sumar fór á láni til þýska liðsins. „Ég er búinn að koma mér inn í liðið og hef fengið að spila ótrúlega mikið. Lagt slatta upp af mörkum og langar að fara skora fyrsta markið. Það hefur gengið vel hjá liðinu en við misstum leik niður í jafntefli í síðasta leik. Ég get ekki kvartað yfir neinu. Það hefur gengið mjög vel.“ Ísland á fyrir höndum tvo mikilvæga heimaleiki í undankeppni EM 2024 gegn Lúxemborg og Liechtenstein. Það breytir miklu fyrir Ísak Bergmann að vera spila reglulega nú þegar hann kemur til móts við landsliðið. „Já algjörlega. Maður þekkir það sem fótboltamaður hversu mikið meira skemmtilegra það er að koma inn í landsleikina þegar að maður hefur verið að spila mikið. Þá skiptir það einnig miklu máli upp á flæðið hjá manni. Það að spila reglulega með sínu félagsliði eykur líkurnar á því að maður fái að spila með landsliðinu. Ég er mjög ánægður með að vera spila hverja helgi úti með mínu félagi. Vonandi fæ ég traustið hérna með landsliðinu.“ Hann er spenntur fyrir heimaleikjunum tveimur sem framundan eru hjá íslenska landsliðinu. „Gaman að koma aftur til Íslands og vonandi náum við í sex stig. Þessi riðill hefur verið upp og niður hjá okkur. Höfum reyndar náð fram afar sterkum frammistöðum hér heima á Laugardalsvelli en átt erfiðari kafla í útileikjunum. Við komum bara fullir sjálfstrausts inn í þetta miðað við frammistöður okkar hér heima.“ Stóru fréttirnar varðandi landsliðið þessi dægrin eru þau að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í íslenska landsliðið. „Þetta hefur gríðarlega góð áhrif á hópinn," segir Ísak Bergmann um endurkomu Gylfa Þórs. „Sérstaklega okkur ungu strákana. Að læra af honum. Hann býr yfir miklum gæðum og er líklegast besti landsliðsmaðurinn sem við höfum nokkurn tímann átt.“ Viðtalið við Ísak Bergmann í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Ísak Bergmann kemur fullur sjálfstraust inn í landsliðsverkefnið Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Sjá meira
„Þetta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum þaðarna í Dusseldorf," segir Ísak Bergmann sem í sumar fór á láni til þýska liðsins. „Ég er búinn að koma mér inn í liðið og hef fengið að spila ótrúlega mikið. Lagt slatta upp af mörkum og langar að fara skora fyrsta markið. Það hefur gengið vel hjá liðinu en við misstum leik niður í jafntefli í síðasta leik. Ég get ekki kvartað yfir neinu. Það hefur gengið mjög vel.“ Ísland á fyrir höndum tvo mikilvæga heimaleiki í undankeppni EM 2024 gegn Lúxemborg og Liechtenstein. Það breytir miklu fyrir Ísak Bergmann að vera spila reglulega nú þegar hann kemur til móts við landsliðið. „Já algjörlega. Maður þekkir það sem fótboltamaður hversu mikið meira skemmtilegra það er að koma inn í landsleikina þegar að maður hefur verið að spila mikið. Þá skiptir það einnig miklu máli upp á flæðið hjá manni. Það að spila reglulega með sínu félagsliði eykur líkurnar á því að maður fái að spila með landsliðinu. Ég er mjög ánægður með að vera spila hverja helgi úti með mínu félagi. Vonandi fæ ég traustið hérna með landsliðinu.“ Hann er spenntur fyrir heimaleikjunum tveimur sem framundan eru hjá íslenska landsliðinu. „Gaman að koma aftur til Íslands og vonandi náum við í sex stig. Þessi riðill hefur verið upp og niður hjá okkur. Höfum reyndar náð fram afar sterkum frammistöðum hér heima á Laugardalsvelli en átt erfiðari kafla í útileikjunum. Við komum bara fullir sjálfstrausts inn í þetta miðað við frammistöður okkar hér heima.“ Stóru fréttirnar varðandi landsliðið þessi dægrin eru þau að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í íslenska landsliðið. „Þetta hefur gríðarlega góð áhrif á hópinn," segir Ísak Bergmann um endurkomu Gylfa Þórs. „Sérstaklega okkur ungu strákana. Að læra af honum. Hann býr yfir miklum gæðum og er líklegast besti landsliðsmaðurinn sem við höfum nokkurn tímann átt.“ Viðtalið við Ísak Bergmann í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Ísak Bergmann kemur fullur sjálfstraust inn í landsliðsverkefnið
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Sjá meira